Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júní 2025 18:19 Fréttamaður Sýnar verður á vettvangi í Bolholti og í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Vísir/Samsett Enn vofir kólga yfir ranni Sósíalista og virðist stefna í að aðalfundur Vorstjörnunnar, sem hófst núna klukkan hálfsex, verði sannkallaður hitafundur. Miklar skærur hafa geisað um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum eftir hallarbyltingu í framkvæmdastjórn flokksins. Styrkir sem Sósíalistaflokkurinn fær frá stjórnvöldum hafa fram að þessu að miklu leyti runnið til félagsins Vorstjörnunnar sem heldur uppi fjölmiðlinum Samstöðinni auk þess að styrkja sósíalíska félagsstarfsemi. Yfirlýst markmið Vorstjörnunnar hefur verið að styðja við jaðarsetta hópa í samfélaginu. Ætla að „gera það sem þau geta“ til að ná stjórn á félaginu Eins og fyrr segir hefur verið boðað til aðalfundar Vorstjörnunnar í dag í Bolholti. Guðbergur Egill Eyjólfsson, stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum, birti grein á Vísi í gærkvöld þar sem hann segir Vorstjörnuna lítið hafa gert fyrir þá hópa, styrkur til félagsins sé eyrnamerktur stjórnmálastarfi en félagið eyði þeim fjármunum í niðurgreiðslu á húsnæði Samstöðvarinnar. „Á fjórum árum sem félagið hefur verið rekið hefur einungis verið veitt þrjátíu þúsund króna styrk í Pepp sem eru grasrótarsamtök fátæks fólks og einangraðs og það er nú frekar, veit ekki, hálf hlálegur styrkur um heilar þrjátíu þúsund, félagið sem rúllar um tuttugu milljónum á ári,“ segir Guðbergur. Leigjendasamtökin hafi svo verið styrkt um fimm milljónir en sá styrkur skilyrtur sem leiga á húsnæði Vorstjörnunnar. Guðbergur segir stjórn flokksins vilja ná tökum á fjármunum félagsins og standa heiðarlega að málum. Hann sagði fyrir hönd yfirtökustjórnarinnar að til stæði á fá lögbann á boðaðan fundinn. Takist það ekki ætli hún að mæta á fundinn og lýsa hann ólöglegan eða „gera það sem [þau] geta til þess að ná stjórn á félaginu.“ Ný framkvæmdastjórn flokksins lætur þó ekki þar við sitja heldur hefur hún einnig kært gjaldkera og formann Vorstjörnunnar til lögreglu fyrir efnahagsbrot. Báðar fylkingar safna liði Gunnar Smári Egilsson fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins hefur í dag hvatt fólk til þess að mæta á fundinn tl varnar Vorstjörnunni. Nái ný stjórn flokksins völdum í félaginu muni Samstöðin hætta starfsemi í kvöld. „Það má ekki gerast að yfirtökuliðið nái líka Vorstjörnunni undir sig. Ég hvet því alla sem vettlingi geta valdið að ganga í Vorstjörnuna og aðstoða Sönnu og félaga hennar til að verja Vorstjörnuna og þá hugsjón sem hún byggir á. Ég er ekki í kjöri til stjórnar og mun ekki skipta mér af þessum fundi með öðrum hætti en að mæta og kjósa með framtíð Vorstjörnunnar og gegn yfirtöku hennar,“ skrifar Gunnar Smári á samfélagsmiðla. Sjá einnig: Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Gunnar Smári Egilsson birti bréf á Rauða þráðinn, spjallþráð Sósíalista á samfélagsmiðlum, sem hann segir yfirtökuliðið hafa stílað á félaga í flokknum. Þar kemur fram að „skuggastjórn félagsins Vorstjarnan [svo]“ hafi lagt fram kröfur á flokkinn upp á annan tug milljóna og krafist þess að flokkurinn yfirgæfi húsnæðið fyrir miðjan júlí. Vorstjarnan fer með leigusamning Bolholtsins þar sem flokkurinn og Samstöðin hafa haft skrifstofur sínar. Í bréfinu segir jafnframt að ákvörðunin að kæra stjórnarmenn í Vorstjörnunni hafi ekki verið tekin af léttúð og aðeins komið í kjölfar þess að samningaviðræður lögfræðinga flokksins og Vorstjörnunnar hafi verið komnar í þrot. „Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins ýtti hart á eftir því að ná málamiðlun til sátta, sem fól meðal annars í sér að engar kærur yrði lagðar fram. Því var hafnað og óforskammaðar kröfur voru sendar til baka. Vísa á flokknum úr húsnæðinu, rukka á flokkinn um markaðsverð leigu afturreiknað til ára og krafist er millifærslu helmings ríkisstyrks flokksins til Vorstjörnunnar þrátt fyrir að sú stefna hafi verið gerð afturreka með sigri nýrrar forystu á aðalfundi flokksins í lok maí, sem barðist meðal annars fyrir því að ríkisstyrk flokksins yrði varið í innra uppbyggingarstarf,“ segir í bréfinu með fréttastofa hefur einnig undir höndum. Staðan krufin í beinni í kvöldfréttum Hallarbyltingarmennirnir sendu út svokallað „neyðarkall“ þar sem hvatt er að stjórnir flokksins og allir flokksfélagar mæti í Bolholt á aðalfundinn til að verja hagsmuni flokksins, að eigin sögn. Þar verði þess krafist að fundurinn verði lýstur ólöglegur og honum frestað þar til löglega skráðir stjórnarmeðlimir Vorstjörnunnar haldi löglegan stjórnarfund sín á milli eins og lög kveði á um. Félagar flokksins hafa svo haldið áfram skærum á Rauða þræðinum í færslum og athugasemdum og ganga þar ásakanir og hvatningar til mætingar á fundinn á víxl. Því er óljóst hver niðurstaða fundarins verður. Fréttamaður Sýnar, hann Oddur Ævar Gunnarsson, verður í beinni útsendingu frá Bolholti en hann hefur fylgst með gangi mála í dag. Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Styrkir sem Sósíalistaflokkurinn fær frá stjórnvöldum hafa fram að þessu að miklu leyti runnið til félagsins Vorstjörnunnar sem heldur uppi fjölmiðlinum Samstöðinni auk þess að styrkja sósíalíska félagsstarfsemi. Yfirlýst markmið Vorstjörnunnar hefur verið að styðja við jaðarsetta hópa í samfélaginu. Ætla að „gera það sem þau geta“ til að ná stjórn á félaginu Eins og fyrr segir hefur verið boðað til aðalfundar Vorstjörnunnar í dag í Bolholti. Guðbergur Egill Eyjólfsson, stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum, birti grein á Vísi í gærkvöld þar sem hann segir Vorstjörnuna lítið hafa gert fyrir þá hópa, styrkur til félagsins sé eyrnamerktur stjórnmálastarfi en félagið eyði þeim fjármunum í niðurgreiðslu á húsnæði Samstöðvarinnar. „Á fjórum árum sem félagið hefur verið rekið hefur einungis verið veitt þrjátíu þúsund króna styrk í Pepp sem eru grasrótarsamtök fátæks fólks og einangraðs og það er nú frekar, veit ekki, hálf hlálegur styrkur um heilar þrjátíu þúsund, félagið sem rúllar um tuttugu milljónum á ári,“ segir Guðbergur. Leigjendasamtökin hafi svo verið styrkt um fimm milljónir en sá styrkur skilyrtur sem leiga á húsnæði Vorstjörnunnar. Guðbergur segir stjórn flokksins vilja ná tökum á fjármunum félagsins og standa heiðarlega að málum. Hann sagði fyrir hönd yfirtökustjórnarinnar að til stæði á fá lögbann á boðaðan fundinn. Takist það ekki ætli hún að mæta á fundinn og lýsa hann ólöglegan eða „gera það sem [þau] geta til þess að ná stjórn á félaginu.“ Ný framkvæmdastjórn flokksins lætur þó ekki þar við sitja heldur hefur hún einnig kært gjaldkera og formann Vorstjörnunnar til lögreglu fyrir efnahagsbrot. Báðar fylkingar safna liði Gunnar Smári Egilsson fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins hefur í dag hvatt fólk til þess að mæta á fundinn tl varnar Vorstjörnunni. Nái ný stjórn flokksins völdum í félaginu muni Samstöðin hætta starfsemi í kvöld. „Það má ekki gerast að yfirtökuliðið nái líka Vorstjörnunni undir sig. Ég hvet því alla sem vettlingi geta valdið að ganga í Vorstjörnuna og aðstoða Sönnu og félaga hennar til að verja Vorstjörnuna og þá hugsjón sem hún byggir á. Ég er ekki í kjöri til stjórnar og mun ekki skipta mér af þessum fundi með öðrum hætti en að mæta og kjósa með framtíð Vorstjörnunnar og gegn yfirtöku hennar,“ skrifar Gunnar Smári á samfélagsmiðla. Sjá einnig: Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Gunnar Smári Egilsson birti bréf á Rauða þráðinn, spjallþráð Sósíalista á samfélagsmiðlum, sem hann segir yfirtökuliðið hafa stílað á félaga í flokknum. Þar kemur fram að „skuggastjórn félagsins Vorstjarnan [svo]“ hafi lagt fram kröfur á flokkinn upp á annan tug milljóna og krafist þess að flokkurinn yfirgæfi húsnæðið fyrir miðjan júlí. Vorstjarnan fer með leigusamning Bolholtsins þar sem flokkurinn og Samstöðin hafa haft skrifstofur sínar. Í bréfinu segir jafnframt að ákvörðunin að kæra stjórnarmenn í Vorstjörnunni hafi ekki verið tekin af léttúð og aðeins komið í kjölfar þess að samningaviðræður lögfræðinga flokksins og Vorstjörnunnar hafi verið komnar í þrot. „Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins ýtti hart á eftir því að ná málamiðlun til sátta, sem fól meðal annars í sér að engar kærur yrði lagðar fram. Því var hafnað og óforskammaðar kröfur voru sendar til baka. Vísa á flokknum úr húsnæðinu, rukka á flokkinn um markaðsverð leigu afturreiknað til ára og krafist er millifærslu helmings ríkisstyrks flokksins til Vorstjörnunnar þrátt fyrir að sú stefna hafi verið gerð afturreka með sigri nýrrar forystu á aðalfundi flokksins í lok maí, sem barðist meðal annars fyrir því að ríkisstyrk flokksins yrði varið í innra uppbyggingarstarf,“ segir í bréfinu með fréttastofa hefur einnig undir höndum. Staðan krufin í beinni í kvöldfréttum Hallarbyltingarmennirnir sendu út svokallað „neyðarkall“ þar sem hvatt er að stjórnir flokksins og allir flokksfélagar mæti í Bolholt á aðalfundinn til að verja hagsmuni flokksins, að eigin sögn. Þar verði þess krafist að fundurinn verði lýstur ólöglegur og honum frestað þar til löglega skráðir stjórnarmeðlimir Vorstjörnunnar haldi löglegan stjórnarfund sín á milli eins og lög kveði á um. Félagar flokksins hafa svo haldið áfram skærum á Rauða þræðinum í færslum og athugasemdum og ganga þar ásakanir og hvatningar til mætingar á fundinn á víxl. Því er óljóst hver niðurstaða fundarins verður. Fréttamaður Sýnar, hann Oddur Ævar Gunnarsson, verður í beinni útsendingu frá Bolholti en hann hefur fylgst með gangi mála í dag.
Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira