Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2025 22:33 Steve McClaren var niðurlútur í útsendingaveri Sky Sports á meðan Kolbeinn Sigþórsson fagnaði marki sínu í Nice. @Sky Sports/Getty/Richard Sellers 27. júní er merkisdagur í sögu íslenskra íþrótta því það var á þessum degi fyrir níu árum síðan sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta sló Englendinga út úr sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. England komst snemma í 1-0 í leiknum í Nice en íslensku strákarnir svöruðu með tveimur mörkum og héldu síðan út í seinni hálfleik á móti stórsókn enska landsliðsins. Íslenska liðið komst því i átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti þar sem liðið tapaði fyrir Frökkum. Sky Sports rifjaði upp þennan merkilega dag og þá sérstaklega þegar strákarnir okkar slökktu hreinlega á Steve McClaren í beinni á Sky Sports. Það liðu tólf mínútur á milli jöfnunarmarks Ragnars Sigurðssonar (6. mínúta) og sigurmarki Kolbeins Sigþórssonar (18. mínúta). Steve McClaren var þarna að ræða málin eftir jöfnunarmarkið og var að reyna að telja ensku þjóðinni trú um það að enska liðið myndi koma sterkt til baka í leiknum. „Þetta hefur verið fullkomið svar hjá liðinu. Ekkert mál, byrjum bara aftur. Halda þessum yfirburðum sínum og halda áfram að setja pressu á þessa fjögurra manna varnarlínu Íslands,“ sagði Steve McClaren og hélt áfram. „Það eina sem þeir hafa er þessi stóri strákur frammi, [Kolbeinn] Sigþórsson,“ sagði McClaren en komst ekki lengra því á sömu stundu kom Kolbeinn íslenska liðinu yfir eftir frábæra sókn. „Óóóoo,“ var það eina sem kom upp úr McClaren sem horfði vonsvikinn niður í borðið. Það má sjá þetta hér fyrir neðan og öruggt að við Íslendingar höfðum miklu meira gaman af þessu en Englendingar. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball) EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
England komst snemma í 1-0 í leiknum í Nice en íslensku strákarnir svöruðu með tveimur mörkum og héldu síðan út í seinni hálfleik á móti stórsókn enska landsliðsins. Íslenska liðið komst því i átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti þar sem liðið tapaði fyrir Frökkum. Sky Sports rifjaði upp þennan merkilega dag og þá sérstaklega þegar strákarnir okkar slökktu hreinlega á Steve McClaren í beinni á Sky Sports. Það liðu tólf mínútur á milli jöfnunarmarks Ragnars Sigurðssonar (6. mínúta) og sigurmarki Kolbeins Sigþórssonar (18. mínúta). Steve McClaren var þarna að ræða málin eftir jöfnunarmarkið og var að reyna að telja ensku þjóðinni trú um það að enska liðið myndi koma sterkt til baka í leiknum. „Þetta hefur verið fullkomið svar hjá liðinu. Ekkert mál, byrjum bara aftur. Halda þessum yfirburðum sínum og halda áfram að setja pressu á þessa fjögurra manna varnarlínu Íslands,“ sagði Steve McClaren og hélt áfram. „Það eina sem þeir hafa er þessi stóri strákur frammi, [Kolbeinn] Sigþórsson,“ sagði McClaren en komst ekki lengra því á sömu stundu kom Kolbeinn íslenska liðinu yfir eftir frábæra sókn. „Óóóoo,“ var það eina sem kom upp úr McClaren sem horfði vonsvikinn niður í borðið. Það má sjá þetta hér fyrir neðan og öruggt að við Íslendingar höfðum miklu meira gaman af þessu en Englendingar. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball)
EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira