Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2025 14:06 Nú má skíra íslensk börn í höfuðið á Milo Yiannopoulos, Link, Kareem Abdul-Jabbar, Roberto Baggio og Anoru Mikheeva. Getty Mannanafnanefnd hefur samþykkt ellefu ný mannanöfn sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 24. júní síðastliðinn. Nú má skíra drengi í höfuðið á íþróttastjörnunum Kareem Abdul-Jabbar og Roberto Baggio og mega stúlkur heita Star, Anóra og Celina. Tólf beiðnir voru teknar fyrir og voru ellefu þeirra samþykktar á fundi nefndarinnar. Millinafninu Hó var hafnað á þeirri forsendu að nafn sem er leitt af upphrópun, samanber hó, hæ, hí, ha og jæja, getur orðið nafnbera til ama. Nöfnin ellefu sem voru samþykkt eru Anóra (kvk), Link (kk), Eugenía (kvk), Sesselíus (kk), Vava (kvk), Baggio (kk), Star (kvk), Kareem (kk), Míló (kk), Celina (kvk) og Bíi (kk). Öll nöfnin taka íslenska eignarfallsendingu en tvö þeirra eru hins vegar ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, Baggio og Celina, vegna -io-endingar og notkunar á c-i. Mannanafnanefnd samþykkti Baggio af því það er ítalskt tökunafn og io-rithátturinn gjaldgengur í ítölsku og var Celina samþykkt þar sem ritháttur þess er gjaldgengur víða um heim. Skýjakrókur, guðdómlegt tagl og tölvuleikapersóna Nokkur nafnanna vekja sérstaklega athygli. Þar má nefna nafnið Kareem sem er af arabískum uppruna en körfuboltamaðurinn Kareem-Abdul Jabbar er sennilega þekktasti nafnberi þess. Hann spilaði fyrir Milwaukee Bucks og Los Angeles Lakers á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann hét upprunalega Lew Alcindor en tók Kareem-nafnið þegar hann tók íslamstrú. Þeir sem kannast við Baggio-nafnið hugsa án efa allir til ítalska fótboltamannsins Roberto Baggio sem var kallaður Guðdómlega taglið (Il Divin Codino) og lék við góðan orðstír hjá Inter, Juventus, Fiorentina, AC Milan, Bologna FC og Brescia. Nafnið Link merkir auðvitað hlekkur á ensku en tölvuleikjaspilarar kannast jafnframt við það úr tölvuleikjaseríunni Zeldu þar sem spilarar stýra ljóshærðu hetjunni Link sem þarf yfirleitt að bjarga prinsessuni Zeldu. Loks má nefna kvenmannsnafnið Anóru sem er aldagamalt en komst sérstaklega í umræðuna á síðustu mánuðum þegar gamanmyndin Anora vann til fjölda verðlauna, þar á meðal Óskarsverðlauna. Lesa má nánar um úrskurði Mannanafnanefndar á vef Stjórnarráðsins. Mannanöfn Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Tólf beiðnir voru teknar fyrir og voru ellefu þeirra samþykktar á fundi nefndarinnar. Millinafninu Hó var hafnað á þeirri forsendu að nafn sem er leitt af upphrópun, samanber hó, hæ, hí, ha og jæja, getur orðið nafnbera til ama. Nöfnin ellefu sem voru samþykkt eru Anóra (kvk), Link (kk), Eugenía (kvk), Sesselíus (kk), Vava (kvk), Baggio (kk), Star (kvk), Kareem (kk), Míló (kk), Celina (kvk) og Bíi (kk). Öll nöfnin taka íslenska eignarfallsendingu en tvö þeirra eru hins vegar ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, Baggio og Celina, vegna -io-endingar og notkunar á c-i. Mannanafnanefnd samþykkti Baggio af því það er ítalskt tökunafn og io-rithátturinn gjaldgengur í ítölsku og var Celina samþykkt þar sem ritháttur þess er gjaldgengur víða um heim. Skýjakrókur, guðdómlegt tagl og tölvuleikapersóna Nokkur nafnanna vekja sérstaklega athygli. Þar má nefna nafnið Kareem sem er af arabískum uppruna en körfuboltamaðurinn Kareem-Abdul Jabbar er sennilega þekktasti nafnberi þess. Hann spilaði fyrir Milwaukee Bucks og Los Angeles Lakers á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann hét upprunalega Lew Alcindor en tók Kareem-nafnið þegar hann tók íslamstrú. Þeir sem kannast við Baggio-nafnið hugsa án efa allir til ítalska fótboltamannsins Roberto Baggio sem var kallaður Guðdómlega taglið (Il Divin Codino) og lék við góðan orðstír hjá Inter, Juventus, Fiorentina, AC Milan, Bologna FC og Brescia. Nafnið Link merkir auðvitað hlekkur á ensku en tölvuleikjaspilarar kannast jafnframt við það úr tölvuleikjaseríunni Zeldu þar sem spilarar stýra ljóshærðu hetjunni Link sem þarf yfirleitt að bjarga prinsessuni Zeldu. Loks má nefna kvenmannsnafnið Anóru sem er aldagamalt en komst sérstaklega í umræðuna á síðustu mánuðum þegar gamanmyndin Anora vann til fjölda verðlauna, þar á meðal Óskarsverðlauna. Lesa má nánar um úrskurði Mannanafnanefndar á vef Stjórnarráðsins.
Mannanöfn Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent