Liðsfélagi hjá AGF sannfærði Mikael um að semja við Djurgården Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2025 13:32 Mikael fylgir ráðum Felix og ætlar að reyna að skora. Mikael Neville Anderson var sannfærður um að semja við sænska félagið Djurgården af liðsfélaga sínum hjá AGF, Svíanum Felix Beijmo. Yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu segir íslenska landsliðsmanninn hafa valið Djurgården fram yfir lið á meginlandi Evrópu. Felix hefur verið liðsfélagi Mikaels hjá AGF síðustu tvö ár en hann er uppalinn í Stokkhólmi og varð bikarmeistari með Djurgården árið 2018. „Felix sannfærði mig um að mér myndi líða vel og ég myndi njóta þess að spila hér í Stokkhólmi, borg sem honum þykir afar vænt um sjálfum“ sagði Mikael. „Ég hlakka til þess að byrja að spila fyrir framan áhorfendurna og Felix sagði mér að reyna að skora þegar við spilum nágrannaslaginn. Ég vona að ég geti gert það og held að þessir leikir verði mjög skemmtilegir“ sagði Mikael einnig. Spilar með syni fyrrum þjálfara síns Þá sannfærði það Mikael enn frekar að sonur fyrrum þjálfara hans spilar með liði Djurgården. Brian Priske þjálfaði Mikael í akademíu Midtjyllland og sonur hans, August Priske, spilar nú með Djurgården. Brian er hins vegar þjálfari Nökkva Þeys Þórissonar hjá Sparta Rotterdam. Mikael þekkir vel til Priske feðganna. Mikael er nokkrum árum eldri en sonurinn August og spilaði því ekki með honum í akademíunni en man eftir honum frá tímanum í Midtjylland. „Frekar fyndið, faðir hans þjálfaði mig í Midtjylland og nú er ég mættur hingað að spila með syni hans. August er frábær náungi, þannig að það er mjög gott að hafa hann hér. Alltaf gott að þekkja einhvern og svo hlakka ég auðvitað til að kynnast öllum öðrum.“ Kaus Svíþjóð frekar en meginlandið Mikael valdi að semja við Djurgården frekar en lið í Belgíu og Hollandi sem höfðu sýnt honum áhuga. „Meginland Evrópu hefði verið eðlilegt skref á þessu stigi á hans ferli, en hann hefur heyrt góða hluti um félagið og vildi koma hingað til Djurgården. Augljóslega hefur hann lært vel af Felix Beijmo sem hefur talað vel um Djurgården og það á líka við um August Priske, sem hann hefur spilað með“ sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgården, Bosse Andersson. Bosse sagði þjálfara liðsins, Jani Honkavaara, hafa miklar mætur á Mikael og líklega myndi hann leysa stöður á miðjunni, áttuna eða tíuna, frekar en að vera úti á kanti eins og oft hjá AGF. Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Sjá meira
Felix hefur verið liðsfélagi Mikaels hjá AGF síðustu tvö ár en hann er uppalinn í Stokkhólmi og varð bikarmeistari með Djurgården árið 2018. „Felix sannfærði mig um að mér myndi líða vel og ég myndi njóta þess að spila hér í Stokkhólmi, borg sem honum þykir afar vænt um sjálfum“ sagði Mikael. „Ég hlakka til þess að byrja að spila fyrir framan áhorfendurna og Felix sagði mér að reyna að skora þegar við spilum nágrannaslaginn. Ég vona að ég geti gert það og held að þessir leikir verði mjög skemmtilegir“ sagði Mikael einnig. Spilar með syni fyrrum þjálfara síns Þá sannfærði það Mikael enn frekar að sonur fyrrum þjálfara hans spilar með liði Djurgården. Brian Priske þjálfaði Mikael í akademíu Midtjyllland og sonur hans, August Priske, spilar nú með Djurgården. Brian er hins vegar þjálfari Nökkva Þeys Þórissonar hjá Sparta Rotterdam. Mikael þekkir vel til Priske feðganna. Mikael er nokkrum árum eldri en sonurinn August og spilaði því ekki með honum í akademíunni en man eftir honum frá tímanum í Midtjylland. „Frekar fyndið, faðir hans þjálfaði mig í Midtjylland og nú er ég mættur hingað að spila með syni hans. August er frábær náungi, þannig að það er mjög gott að hafa hann hér. Alltaf gott að þekkja einhvern og svo hlakka ég auðvitað til að kynnast öllum öðrum.“ Kaus Svíþjóð frekar en meginlandið Mikael valdi að semja við Djurgården frekar en lið í Belgíu og Hollandi sem höfðu sýnt honum áhuga. „Meginland Evrópu hefði verið eðlilegt skref á þessu stigi á hans ferli, en hann hefur heyrt góða hluti um félagið og vildi koma hingað til Djurgården. Augljóslega hefur hann lært vel af Felix Beijmo sem hefur talað vel um Djurgården og það á líka við um August Priske, sem hann hefur spilað með“ sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgården, Bosse Andersson. Bosse sagði þjálfara liðsins, Jani Honkavaara, hafa miklar mætur á Mikael og líklega myndi hann leysa stöður á miðjunni, áttuna eða tíuna, frekar en að vera úti á kanti eins og oft hjá AGF.
Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Sjá meira