Ronaldo að semja á ný við Al-Nassr Aron Guðmundsson skrifar 25. júní 2025 16:08 Cristiano Ronaldo fagnar með Al-Nassr AFP/ Fayez NURELDINE Portúgalski fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo er við það að skrifa undir nýjan samning við sádiarabíska félagið Al-Nassr. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X. Verið sé að ganga frá síðustu lausu endum samkomulagsins milli leikmannsins og félagsins, þar á meðal hvort samningurinn verði til eins eða tveggja ára en það veltur á Ronaldo sjálfum. 🚨🇵🇹 BREAKING: Cristiano Ronaldo set to sign new deal at Al Nassr as formal documents are being checked.Final detail being discussed: one or two year deal, concrete possibility to make it happen until June 2027 if Cristiano wants.Massive move for SPL to keep Cristiano. pic.twitter.com/Aw1dyKPUNO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 25, 2025 Mikið hafði verið rætt um framtíð Ronaldo í aðdraganda heimsmeistarakeppni félagsliða sem nú stendur yfir í tengslum við það hvort Ronaldo myndi skipta yfir til félags sem tekur þátt á mótinu. Ekkert varð úr því og nú virðist dvöl hans í Sádi-Arabíu ætla að standa lengur yfir. Fyrr í dag greindi Al-Nassr frá því að aðalþjálfari liðsins Stefano Pioli hefði látið af störfum sem og þjálfarateymið í kringum hann, Ronaldo mun því spila undir stjórn nýs þjálfara á næstunni. Pioli er ekki lengur þjálfari Al-NassrVísir/Getty Ronaldo, sem er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður allra tíma, varð fjörutíu ára fyrr á þessu ári. Hann hefur verið á mála hjá Al-Nassr síðan snemma árs 2023 og var markahæsti leikmaður sádiarabísku deildarinnar á nýafstöðnu tímabili með 25 mörk, Al-Nassr endaði í 3.sæti deildarinnar. Portúgalinn hefur hingað til átt afar farsælan feril bæði með félagsliðum á borð við Manchester United, Real Madrid og Juventus en einnig með portúgalska landsliðinu. Ronaldo varð Evrópumeistari með Portúgal árið 2016 og nýverið hjálpaði hann liðinu að vinna Þjóðadeildina. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X. Verið sé að ganga frá síðustu lausu endum samkomulagsins milli leikmannsins og félagsins, þar á meðal hvort samningurinn verði til eins eða tveggja ára en það veltur á Ronaldo sjálfum. 🚨🇵🇹 BREAKING: Cristiano Ronaldo set to sign new deal at Al Nassr as formal documents are being checked.Final detail being discussed: one or two year deal, concrete possibility to make it happen until June 2027 if Cristiano wants.Massive move for SPL to keep Cristiano. pic.twitter.com/Aw1dyKPUNO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 25, 2025 Mikið hafði verið rætt um framtíð Ronaldo í aðdraganda heimsmeistarakeppni félagsliða sem nú stendur yfir í tengslum við það hvort Ronaldo myndi skipta yfir til félags sem tekur þátt á mótinu. Ekkert varð úr því og nú virðist dvöl hans í Sádi-Arabíu ætla að standa lengur yfir. Fyrr í dag greindi Al-Nassr frá því að aðalþjálfari liðsins Stefano Pioli hefði látið af störfum sem og þjálfarateymið í kringum hann, Ronaldo mun því spila undir stjórn nýs þjálfara á næstunni. Pioli er ekki lengur þjálfari Al-NassrVísir/Getty Ronaldo, sem er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður allra tíma, varð fjörutíu ára fyrr á þessu ári. Hann hefur verið á mála hjá Al-Nassr síðan snemma árs 2023 og var markahæsti leikmaður sádiarabísku deildarinnar á nýafstöðnu tímabili með 25 mörk, Al-Nassr endaði í 3.sæti deildarinnar. Portúgalinn hefur hingað til átt afar farsælan feril bæði með félagsliðum á borð við Manchester United, Real Madrid og Juventus en einnig með portúgalska landsliðinu. Ronaldo varð Evrópumeistari með Portúgal árið 2016 og nýverið hjálpaði hann liðinu að vinna Þjóðadeildina.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira