Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2025 12:01 Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna '78 segir aldrei hafa verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu en myndin til hægri er tekin í göngunni í fyrra. Vísir Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. Það var í mars á þessu ári sem ungverska þingið samþykkti viðauka ríkisstjórnar Viktors Orban við stjórnarskrá landsins þar sem samkomur hinsegin fólks í landinu voru bannaðar, undir þeim formerkjum að þær brytu gegn lögum um barnavernd. Á ári hverju í júnímánuði fer fram gleðigangan Búdapest Pride og hyggjast skipuleggjendur halda göngunni til streitu næstu helgi þrátt fyrir bannið en viðurlög við þátttöku eru fjársektir. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 kemur fram að fimm einstaklingar á vegum samtakanna muni halda utan til Ungverjalands. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður segir mikilvægt að sýna alþjóðlega samstöðu. „Okkur fannst eiginlega ekkert annað koma til greina þegar það barst ákall frá Búdaapest Pride til alþjóðasamfélagsins þar sem þau óskuðu eftir stuðning og í ljósi þess að við erum í þannig stöðu að við getum farið þá fannst okkur mikilvægt að gera það og Ísland hefur lengi verið fremst í flokki hvað varðar réttindi hinsegin fólks og þannig höfum við ákveðna ábyrgð líka þegar kemur að alþjóðasamfélaginu.“ Þrátt fyrir að ungversk lögregla hafi lýst því yfir að gangan sé ólögleg hefur Gergely Karáczony borgarstjóri Búdapest lýst yfir stuðningi við gönguna og hyggst hann taka þátt. „Hvernig svo þetta raunverulega fer er enn óljóst samkvæmt skipuleggjendum Búdapest Pride. Lögreglan hefur enn í hyggju að vera með dróna og tækni til þess að greina fólk, þannig við vitum í raun enn ekki hver lokaniðurstaðan verður en þetta klárlega gengur gegn alþjóðalögum.“ Staða hinsegin fólks í Ungverjalandi sé erfið og mikilvægt að sýna því samstöðu. „Sýnum að okkur er ekki sama, það er verið að fylgjast með um helgina, þá mun heimurinn fylgjast með því sem er að gerast í Búdapest og þar munum við vera með merki samtakanna, Hinsegin daga og að sjálfsögðu íslenska þjóðfánann.“ Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Það var í mars á þessu ári sem ungverska þingið samþykkti viðauka ríkisstjórnar Viktors Orban við stjórnarskrá landsins þar sem samkomur hinsegin fólks í landinu voru bannaðar, undir þeim formerkjum að þær brytu gegn lögum um barnavernd. Á ári hverju í júnímánuði fer fram gleðigangan Búdapest Pride og hyggjast skipuleggjendur halda göngunni til streitu næstu helgi þrátt fyrir bannið en viðurlög við þátttöku eru fjársektir. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 kemur fram að fimm einstaklingar á vegum samtakanna muni halda utan til Ungverjalands. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður segir mikilvægt að sýna alþjóðlega samstöðu. „Okkur fannst eiginlega ekkert annað koma til greina þegar það barst ákall frá Búdaapest Pride til alþjóðasamfélagsins þar sem þau óskuðu eftir stuðning og í ljósi þess að við erum í þannig stöðu að við getum farið þá fannst okkur mikilvægt að gera það og Ísland hefur lengi verið fremst í flokki hvað varðar réttindi hinsegin fólks og þannig höfum við ákveðna ábyrgð líka þegar kemur að alþjóðasamfélaginu.“ Þrátt fyrir að ungversk lögregla hafi lýst því yfir að gangan sé ólögleg hefur Gergely Karáczony borgarstjóri Búdapest lýst yfir stuðningi við gönguna og hyggst hann taka þátt. „Hvernig svo þetta raunverulega fer er enn óljóst samkvæmt skipuleggjendum Búdapest Pride. Lögreglan hefur enn í hyggju að vera með dróna og tækni til þess að greina fólk, þannig við vitum í raun enn ekki hver lokaniðurstaðan verður en þetta klárlega gengur gegn alþjóðalögum.“ Staða hinsegin fólks í Ungverjalandi sé erfið og mikilvægt að sýna því samstöðu. „Sýnum að okkur er ekki sama, það er verið að fylgjast með um helgina, þá mun heimurinn fylgjast með því sem er að gerast í Búdapest og þar munum við vera með merki samtakanna, Hinsegin daga og að sjálfsögðu íslenska þjóðfánann.“
Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira