John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júní 2025 12:01 John Andrews var látinn fara sem þjálfari Víkings í gær. Vísir/Anton Brink „Þetta kom mér mjög á óvart. Í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár var ég spurður út í starf mitt í viðtali eftir leikinn við Þór/KA. Ég sá margt jákvætt í gangi og var virkilega peppaður fyrir því að snúa þessu við,“ segir John Andrews sem var látinn fara sem þjálfari Víkinga í Bestu-deild kvenna í gær. Leikurinn gegn Þór/KA tapaðist fyrir norðan 4-1 á laugardaginn. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig. Hann hafði verið með liðið síðan 2019 og gerði það að bikarmeisturum árið 2023 þegar Víkingar léku í næst efstu deild. „Það er kannski ekki mitt að segja hvort þetta hafi verið sanngjarnt eða ósanngjarnt. Þetta er bara hluti af fótboltanum og skoðanir mínar skipta í raun ekki máli í því samhengi. Við fórum frá því að vera neðst í Lengjudeildinni yfir í að verða meistarar og svo samkeppnishæft lið í Bestu deildinni. Mér finnst það bara nokkuð gott.“ Hann segir að ekki hafi allt fallið með liðinu á tímabilinu. Usain Bolt með bakpoka „Á sex vikna tímabili kemur í ljós að þrír af mínum mikilvægustu leikmönnum urðu allar óléttar. Ég elska þær allar en þá var þetta í rauninni eins og biðja Usain Bolt að hlaupa hundrað metrana með bakpoka. Þetta gerði verkefnið erfiðara. Það komu líka upp innri áskoranir sem við tókumst á við með reisn og virðingu. Við héldum því öllu utan fjölmiðla, og ég er stoltur af því hversu fagmannlega við tókumst á við þetta. Það er styrkleiki að geta haldið einbeitingu innan hópsins þrátt fyrir erfiðleika.“ John segist hafa viljað fá lengri tíma við liðinu. „Ég sit núna á lestarstöð á leiðinni til fjölskyldu minnar í Cork. Þessir leikmenn eru einhverjir mögnuðustu einstaklingar sem ég hef kynnst. Þegar þú elskar einhvern, þá viltu eyða öllum tíma með þeim. Besti hluti dagsins hjá mér var gefa leikmönnunum fimmu og sjá gleðina sem ríkti á æfingum, með leikmönnum eins og Bergdísi, Kötlu, Birtu, Rakel, Freyju og Emmu, þær vita hvað ég meina. Sá sem tekur við liðinu er að taka við mjög vel þjálfuðum og öguðum hóp, og þarf lítið að breyta. Ég er stoltur af því að geta sagt það. Auðvitað hefði ég viljað meiri tíma. Ég elskaði að vinna með þessum leikmönnum. Það er aðeins einn dagur liðinn og ég sakna þeirra nú þegar.“ En Írinn segir að lífið haldi einfaldlega áfram. „Ég er ekki sorgmæddur yfir því að þessu sé lokið. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af sögu sem verður mögulega aldrei endurtekin. Hjarta mitt er fullt af kærleika og hausinn fullur af þakklæti.“ Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leikurinn gegn Þór/KA tapaðist fyrir norðan 4-1 á laugardaginn. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig. Hann hafði verið með liðið síðan 2019 og gerði það að bikarmeisturum árið 2023 þegar Víkingar léku í næst efstu deild. „Það er kannski ekki mitt að segja hvort þetta hafi verið sanngjarnt eða ósanngjarnt. Þetta er bara hluti af fótboltanum og skoðanir mínar skipta í raun ekki máli í því samhengi. Við fórum frá því að vera neðst í Lengjudeildinni yfir í að verða meistarar og svo samkeppnishæft lið í Bestu deildinni. Mér finnst það bara nokkuð gott.“ Hann segir að ekki hafi allt fallið með liðinu á tímabilinu. Usain Bolt með bakpoka „Á sex vikna tímabili kemur í ljós að þrír af mínum mikilvægustu leikmönnum urðu allar óléttar. Ég elska þær allar en þá var þetta í rauninni eins og biðja Usain Bolt að hlaupa hundrað metrana með bakpoka. Þetta gerði verkefnið erfiðara. Það komu líka upp innri áskoranir sem við tókumst á við með reisn og virðingu. Við héldum því öllu utan fjölmiðla, og ég er stoltur af því hversu fagmannlega við tókumst á við þetta. Það er styrkleiki að geta haldið einbeitingu innan hópsins þrátt fyrir erfiðleika.“ John segist hafa viljað fá lengri tíma við liðinu. „Ég sit núna á lestarstöð á leiðinni til fjölskyldu minnar í Cork. Þessir leikmenn eru einhverjir mögnuðustu einstaklingar sem ég hef kynnst. Þegar þú elskar einhvern, þá viltu eyða öllum tíma með þeim. Besti hluti dagsins hjá mér var gefa leikmönnunum fimmu og sjá gleðina sem ríkti á æfingum, með leikmönnum eins og Bergdísi, Kötlu, Birtu, Rakel, Freyju og Emmu, þær vita hvað ég meina. Sá sem tekur við liðinu er að taka við mjög vel þjálfuðum og öguðum hóp, og þarf lítið að breyta. Ég er stoltur af því að geta sagt það. Auðvitað hefði ég viljað meiri tíma. Ég elskaði að vinna með þessum leikmönnum. Það er aðeins einn dagur liðinn og ég sakna þeirra nú þegar.“ En Írinn segir að lífið haldi einfaldlega áfram. „Ég er ekki sorgmæddur yfir því að þessu sé lokið. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af sögu sem verður mögulega aldrei endurtekin. Hjarta mitt er fullt af kærleika og hausinn fullur af þakklæti.“
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn