Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Árni Sæberg skrifar 24. júní 2025 15:48 Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir eru hluti af borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu eftirfarandi ályktunartillögu fram á fundi borgarstjórnar í dag: „Borgarstjórn skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að gera viðeigandi breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og eftir atvikum öðru regluverki sem snýr að heilbrigðiseftirliti, svo sveitarfélögum gefist kostur að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit.“ Eftir nokkuð miklar umræðum um ályktunartillöguna var hún felld með atkvæðum meirihlutans. Sjálfstæðismenn greiddu eins og gefur að skilja atkvæði með eigin tillögu en aðrir sátu hjá. Kaldar kveðjur „Veitingamönnum voru sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum í dag. Borgarstjóri greip til varna fyrir kerfi sem augljóslega er laskað og hefur reynst veitingamönnum fjötur um fót um árabil. Meðal meirihlutaflokkanna virtist lítill vilji til að einfalda kerfið, bæta þjónustuna og opna möguleika á útvistun heilbrigðiseftirlits. Það eru veruleg vonbrigði,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í samtali við Vísi. Í greinargerð með ályktunartillögunni segir að að undanförnu hafi töluvert verið fjallað um samskipti veitingamanna við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Allar beri frásagnirnar að sama brunni; leiðbeiningar séu veittar treglega, biðtími eftir leyfum sé langur, svartími fyrirspurna óreglulegur og þjónustan óvinveitt. Heilbrigðiseftirlitið gangi hart fram gagnvart umsækjendum og beiti matskenndum túlkunum á regluverki. Allt leiði það af sér gríðarlegar tafir við opnun veitingahúsa með tilheyrandi kostnaði og óvissu. „Segja veitingamenn samskiptin við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óvinveittari og ósveigjanlegri en samskiptin við heilbrigðiseftirlit annarra sveitarfélaga.“ Eftirlitið væri háð afköstum Sjálfstæðismenn telji útvistun heilbrigðiseftirlits geta haft margvíslega kosti í för með sér. Líkur bendi til þess að skilvirkni og málshraði myndi aukast við útvistun eftirlitsins. Einkaaðilar starfi á markaði og séu að fullu háðir árangri í störfum, ólíkt stofnunum sem njóta opinberra fjárveitinga án tillits til afkasta. Auk þess geti útvistun falið í sér hagræði í opinberum rekstri, en ekki síst hagræði fyrir þá sem eiga í samskiptum við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Með bættri þjónustu, auknum málshraða og meiri skilvirkni megi draga verulega úr þeim kostnaði sem óhjákvæmilega fellur til við hvers kyns tafir sem heilbrigðiseftirlit veldur við opnun veitingastarfsemi og annarrar eftirlitsskyldrar starfsemi í Reykjavík. Ekki ósvipað bifreiðaeftirliti „Við gætum tekið bifreiðaeftirlit sem dæmi en frá því framkvæmd eftirlits með bifreiðum var útvistað hafa afköst aukist og þjónusta batnað. Einkaaðilar hafa skýra hvata til að vanda sig, þeir keppast almennt við að bjóða þjónstu á hagkvæman hátt og hafa hag af því að einfalda ferla og innleiða nýja tækni. Jákvæðar reynslusögur af útvistun eftirlits eru víða í íslensku samfélagi, enda felast mörg tækifæri í því að leysa krafta einkaframtaksins úr læðingi,“ segir Hildur. Nauðsynlegt sé að treyst fólki til þess að gera hluti vel og þar séu veitingamenn engin undantekning, þegar þeir opna veitingastaði sína. „Við eigum að treysta einkaaðilum til að sinna eftirliti af metnaði og nákvæmni. En því miður fór lítið fyrir traustinu í sal borgarstjórnar í dag, stjórnlyndið var allsráðandi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu eftirfarandi ályktunartillögu fram á fundi borgarstjórnar í dag: „Borgarstjórn skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að gera viðeigandi breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og eftir atvikum öðru regluverki sem snýr að heilbrigðiseftirliti, svo sveitarfélögum gefist kostur að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit.“ Eftir nokkuð miklar umræðum um ályktunartillöguna var hún felld með atkvæðum meirihlutans. Sjálfstæðismenn greiddu eins og gefur að skilja atkvæði með eigin tillögu en aðrir sátu hjá. Kaldar kveðjur „Veitingamönnum voru sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum í dag. Borgarstjóri greip til varna fyrir kerfi sem augljóslega er laskað og hefur reynst veitingamönnum fjötur um fót um árabil. Meðal meirihlutaflokkanna virtist lítill vilji til að einfalda kerfið, bæta þjónustuna og opna möguleika á útvistun heilbrigðiseftirlits. Það eru veruleg vonbrigði,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í samtali við Vísi. Í greinargerð með ályktunartillögunni segir að að undanförnu hafi töluvert verið fjallað um samskipti veitingamanna við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Allar beri frásagnirnar að sama brunni; leiðbeiningar séu veittar treglega, biðtími eftir leyfum sé langur, svartími fyrirspurna óreglulegur og þjónustan óvinveitt. Heilbrigðiseftirlitið gangi hart fram gagnvart umsækjendum og beiti matskenndum túlkunum á regluverki. Allt leiði það af sér gríðarlegar tafir við opnun veitingahúsa með tilheyrandi kostnaði og óvissu. „Segja veitingamenn samskiptin við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óvinveittari og ósveigjanlegri en samskiptin við heilbrigðiseftirlit annarra sveitarfélaga.“ Eftirlitið væri háð afköstum Sjálfstæðismenn telji útvistun heilbrigðiseftirlits geta haft margvíslega kosti í för með sér. Líkur bendi til þess að skilvirkni og málshraði myndi aukast við útvistun eftirlitsins. Einkaaðilar starfi á markaði og séu að fullu háðir árangri í störfum, ólíkt stofnunum sem njóta opinberra fjárveitinga án tillits til afkasta. Auk þess geti útvistun falið í sér hagræði í opinberum rekstri, en ekki síst hagræði fyrir þá sem eiga í samskiptum við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Með bættri þjónustu, auknum málshraða og meiri skilvirkni megi draga verulega úr þeim kostnaði sem óhjákvæmilega fellur til við hvers kyns tafir sem heilbrigðiseftirlit veldur við opnun veitingastarfsemi og annarrar eftirlitsskyldrar starfsemi í Reykjavík. Ekki ósvipað bifreiðaeftirliti „Við gætum tekið bifreiðaeftirlit sem dæmi en frá því framkvæmd eftirlits með bifreiðum var útvistað hafa afköst aukist og þjónusta batnað. Einkaaðilar hafa skýra hvata til að vanda sig, þeir keppast almennt við að bjóða þjónstu á hagkvæman hátt og hafa hag af því að einfalda ferla og innleiða nýja tækni. Jákvæðar reynslusögur af útvistun eftirlits eru víða í íslensku samfélagi, enda felast mörg tækifæri í því að leysa krafta einkaframtaksins úr læðingi,“ segir Hildur. Nauðsynlegt sé að treyst fólki til þess að gera hluti vel og þar séu veitingamenn engin undantekning, þegar þeir opna veitingastaði sína. „Við eigum að treysta einkaaðilum til að sinna eftirliti af metnaði og nákvæmni. En því miður fór lítið fyrir traustinu í sal borgarstjórnar í dag, stjórnlyndið var allsráðandi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira