Risa skandall þar sem sænskur maður hagræðir fótboltaleikjum Haraldur Örn Haraldsson skrifar 24. júní 2025 10:32 Lögreglan í Svíþjóð er að rannsaka fjármálsbrot þar sem hagræðing úrslita í fótbolta er meðal brotanna. Getty/Vísir Sænski fjölmiðillinn Fotbollskanalen greindi nú í morgun frá skandal í fótboltaheiminum þar sem um hagræðingu úrslita var að ræða, bæði í Svíþjóð og víðar. Fyrir nokkrum árum gerði lögreglan í Svíþjóð, farsíma upptækan sem innihélt mikið af upplýsingum varðandi hagræðingu úrslita í Svíþjóð. Í símanum voru upplýsingar um svindl í fótboltanum, bæði í Svíðþjóð og alþjóðlega. Þrátt fyrir mikið af sönnunargögnum hefur sænska lögreglan enn ekki ákært neinn í málinu, og fram til dagsins í dag hefur það ekki verið opinbert hvaða upplýsingar má finna í símanum. Fotbollskanalen hefur komist í hluta af þessum upplýsingum og hefur greint frá því í dag. Þetta er mest megnis skilaboð á smáforritinu Telegram, þar sem Svíar hafa ýmist planað eða tekið þátt í hagræðingu úrslita. Einn maður er grunaður um stóra glæpi í málinu, meðal annars skattsvik, bókhaldssvik, peninga þvott og íbúaskráningarbrot. Þessi maður hefur áður verið yfirmaður í stórum félagsliðum í Svíþjóð. Maðurinn neitar sök, þrátt fyrir sterk sönnunargögn gegn honum. Í þeim skjölum sem Fotbollskanalen hefur fengið, hafa þeir fundið skilaboð sem vísa til minnsta kosti sjö leikja í sænskum fótbolta, þar sem plön um hagræðingu úrslita er að ræða. Auk þess má finna í þessum skilaboðum upplýsingar um leiki í Evrópudeild félagsliða, aðrar erlendar deildir og Þjóðadeildinni. Þá má einnig finna skilaboð hjá fólki sem segist hafa unnið veðmál út frá leikjum í Ensku Úrvalsdeildinni sem hafa verið hagrædd. Samtölin í símanum sýna fram á hvernig maðurinn byggði upp stórt netverk, sem leyfði honum að græða stórar summur af peningum. Í greininni má sjá mikið af samskiptunum sem áttu sér stað, en þau eru sláandi. Hér fyrir neðan má sjá þýðingu á einu slíku þar sem maðurinn, sem er grunaður talar um liðið sem hann stýrði sjálfur. „Ég á mitt eigið lið sem ég keypti, svo er ég að fara taka yfir annað lið. Best að bíða þar til þau spila (áður en hans tengiliðir veðja). Ómögulegt að tapa þar, ég er með alla ellefu leikmennina, þetta eru starfsmennirnir mínir,“ segir maðurinn við sína tengiliði. Hann gefur mönnum ráð um hvaða leikir eru hagræddir og hvað á að veðja á. „Ég hef fulla stjórn á mínu liði. Stjórnin er bara nöfn. Þau eru öll ég. Í allri Svíþjóð er ég líkast til eini sem stýrir liði svona algjörlega í þessari deild.“ Maðurinn er enn starfandi hjá félaginu sem hann greinir frá. Þrátt fyrir að þessi skilaboð sé hluti af rannsókninni í hann, hefur hann ekki verið yfirheyrður um hagræðingu úrslita, og hann segist ekki kannast við þessi skilaboð. Þessi maður er aðeins hluti af stærri rannsókn hjá sænsku lögreglunni í fjárhagsglæpi. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Fyrir nokkrum árum gerði lögreglan í Svíþjóð, farsíma upptækan sem innihélt mikið af upplýsingum varðandi hagræðingu úrslita í Svíþjóð. Í símanum voru upplýsingar um svindl í fótboltanum, bæði í Svíðþjóð og alþjóðlega. Þrátt fyrir mikið af sönnunargögnum hefur sænska lögreglan enn ekki ákært neinn í málinu, og fram til dagsins í dag hefur það ekki verið opinbert hvaða upplýsingar má finna í símanum. Fotbollskanalen hefur komist í hluta af þessum upplýsingum og hefur greint frá því í dag. Þetta er mest megnis skilaboð á smáforritinu Telegram, þar sem Svíar hafa ýmist planað eða tekið þátt í hagræðingu úrslita. Einn maður er grunaður um stóra glæpi í málinu, meðal annars skattsvik, bókhaldssvik, peninga þvott og íbúaskráningarbrot. Þessi maður hefur áður verið yfirmaður í stórum félagsliðum í Svíþjóð. Maðurinn neitar sök, þrátt fyrir sterk sönnunargögn gegn honum. Í þeim skjölum sem Fotbollskanalen hefur fengið, hafa þeir fundið skilaboð sem vísa til minnsta kosti sjö leikja í sænskum fótbolta, þar sem plön um hagræðingu úrslita er að ræða. Auk þess má finna í þessum skilaboðum upplýsingar um leiki í Evrópudeild félagsliða, aðrar erlendar deildir og Þjóðadeildinni. Þá má einnig finna skilaboð hjá fólki sem segist hafa unnið veðmál út frá leikjum í Ensku Úrvalsdeildinni sem hafa verið hagrædd. Samtölin í símanum sýna fram á hvernig maðurinn byggði upp stórt netverk, sem leyfði honum að græða stórar summur af peningum. Í greininni má sjá mikið af samskiptunum sem áttu sér stað, en þau eru sláandi. Hér fyrir neðan má sjá þýðingu á einu slíku þar sem maðurinn, sem er grunaður talar um liðið sem hann stýrði sjálfur. „Ég á mitt eigið lið sem ég keypti, svo er ég að fara taka yfir annað lið. Best að bíða þar til þau spila (áður en hans tengiliðir veðja). Ómögulegt að tapa þar, ég er með alla ellefu leikmennina, þetta eru starfsmennirnir mínir,“ segir maðurinn við sína tengiliði. Hann gefur mönnum ráð um hvaða leikir eru hagræddir og hvað á að veðja á. „Ég hef fulla stjórn á mínu liði. Stjórnin er bara nöfn. Þau eru öll ég. Í allri Svíþjóð er ég líkast til eini sem stýrir liði svona algjörlega í þessari deild.“ Maðurinn er enn starfandi hjá félaginu sem hann greinir frá. Þrátt fyrir að þessi skilaboð sé hluti af rannsókninni í hann, hefur hann ekki verið yfirheyrður um hagræðingu úrslita, og hann segist ekki kannast við þessi skilaboð. Þessi maður er aðeins hluti af stærri rannsókn hjá sænsku lögreglunni í fjárhagsglæpi.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti