Geðhjálp ekki á framfæri hins opinbera Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2025 09:44 Sigfús, forsprakki samtakanna Ísland, þvert á flokka, fór rangt með þegar hann fullyrti að Grímur ætti að halda sig á mottunni því Geðhjálp væri rekið á kostnað ríkisins. Bein framlög ríkisins eru hins vegar hverfandi liður í tekjum Geðhjálpar. vísir/viktor freyr/vilhelm Sigfús Aðalsteinsson, talsmaður Ísland, þvert á flokka, hélt því fram í samtali við Vísi að Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, ætti síst að atyrða fólk vegna þess Geðhjálp sé rekin á kostnað ríkisins. Hlutur ríkisins í rekstri Geðhjálpar er hins vegar hverfandi. Vísir greindi frá því að Sigfús og þau hjá Íslandi, þvert á flokka, hefði kært þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði. Fjöldi fólks hefur gert athugasemdir við það sem fram kemur í máli Sigfúsar og þá ekki síst þessi orð hans: „Grímur Atlason vinnur hjá Geðhjálp sem ætti síst að vera að atyrða fólk, þar sem Geðhjálp er að stærstum hluta styrkt af ríkinu.“ Þetta er ekki allskostar rétt eins og til að mynda Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir: „Samkvæmt ársreikningi 2024 voru heildartekjur Geðhjálpar 220.643.010 kr. Þar af voru opinberir styrkir í heild 16.920.268 kr. eða tæp 8%. Hins vegar var styrktarsöfnun 113.886.912 kr. eða rétt rúmur helmingur.“ Þetta hefur Halldór til marks um að lítið mark sé á Sigfúsi takandi: „Geðhjálp er sumsé að stærstum hluta styrkt af almenningi og fyrirtækjum og svo hefur verið í allmörg ár. Þetta veit allt fólk sem hefur lágmarks þekkingu og áhuga á þessu félagi.“ Úr ársreikningi Geðhjálpar. Grímur Atlason bætir við, á Facebook-síðu Halldórs, að af því að Sigfús tali um ríkið þá sé rétt að halda því til haga að hlutur ríkisins í fyrra hafi verið rúm sex prósent eða 14,7 milljónir króna. Hann var tæp tíu prósent árið á undan. „Í ár er rekstrarstyrkurinn sá sami og í fyrra en Reykjavíkurborg sem styrkti samtökin um 2 m.kr. síðustu tvö ár greiðir Geðhjálp ekkert í ár,“ segir Grímur. Dómsmál Geðheilbrigði Rekstur hins opinbera Félagasamtök Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Vísir greindi frá því að Sigfús og þau hjá Íslandi, þvert á flokka, hefði kært þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði. Fjöldi fólks hefur gert athugasemdir við það sem fram kemur í máli Sigfúsar og þá ekki síst þessi orð hans: „Grímur Atlason vinnur hjá Geðhjálp sem ætti síst að vera að atyrða fólk, þar sem Geðhjálp er að stærstum hluta styrkt af ríkinu.“ Þetta er ekki allskostar rétt eins og til að mynda Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir: „Samkvæmt ársreikningi 2024 voru heildartekjur Geðhjálpar 220.643.010 kr. Þar af voru opinberir styrkir í heild 16.920.268 kr. eða tæp 8%. Hins vegar var styrktarsöfnun 113.886.912 kr. eða rétt rúmur helmingur.“ Þetta hefur Halldór til marks um að lítið mark sé á Sigfúsi takandi: „Geðhjálp er sumsé að stærstum hluta styrkt af almenningi og fyrirtækjum og svo hefur verið í allmörg ár. Þetta veit allt fólk sem hefur lágmarks þekkingu og áhuga á þessu félagi.“ Úr ársreikningi Geðhjálpar. Grímur Atlason bætir við, á Facebook-síðu Halldórs, að af því að Sigfús tali um ríkið þá sé rétt að halda því til haga að hlutur ríkisins í fyrra hafi verið rúm sex prósent eða 14,7 milljónir króna. Hann var tæp tíu prósent árið á undan. „Í ár er rekstrarstyrkurinn sá sami og í fyrra en Reykjavíkurborg sem styrkti samtökin um 2 m.kr. síðustu tvö ár greiðir Geðhjálp ekkert í ár,“ segir Grímur.
Dómsmál Geðheilbrigði Rekstur hins opinbera Félagasamtök Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira