Hugræn atferlismeðferð á netinu Inga Hrefna Jónsdóttir skrifar 18. júní 2025 08:31 Hugræn atferlismeðferð (HAM) er vel rannsökuð sálfræðileg meðferð sem byggir á þeirri hugmynd að hugsanir, tilfinningar og hegðun séu nátengd. Meðferðin miðar að því að breyta neikvæðum eða skaðlegum hugsunum og hegðunarmynstrum sem valda eða viðhalda vanlíðan, kvíða og þunglyndi. HAM er ein af mest rannsökuðu og notuðu sálfræðimeðferðum í heiminum í dag. HAM hefur meðal annars reynst gagnleg við meðhöndlun á kvíðaröskunum (svo sem félagsfælni, almennri kvíðaröskun, ofsakvíða og áráttu- og þráhyggju), þunglyndi, áfallastreituröskun (PTSD), átröskunum, svefnvanda, þrálátum verkjum og öðrum líkamlegum kvillum. HAM og endurhæfing HAM á vel við í endurhæfingu, þar sem markmiðið er einnig að breyta skaðlegum hegðunarmynstrum og viðhorfum í átt að bættri heilsu. Á Reykjalundi hefur HAM verið hluti af endurhæfingarúrræðum síðan árið 1997. Rannsóknir sem unnar hafa verið á Reykjalundi benda til þess að HAM geti aukið árangur í endurhæfingu (sjá: reykjalundur.is). Sálfræðingar á Reykjalundi í 25 ár Reykjalundur er 80 ára endurhæfingarstofnun en fyrsti sálfræðingurinn var ráðinn á Reykjalund árið 2000. Í dag starfa sálfræðingar í öllum átta teymum stofnunarinnar, á geðheilsusviði, verkjasviði, gigtarsviði, efnaskipta- og offitusviði, taugasviði, hjartasviði, lungnasviði og á sólarhringsdeildinni. Þeir meta þörf fyrir HAM eða aðra sálfræðiþjónustu og vísa skjólstæðingum í viðeigandi úrræði, svo sem: HAM-hópmeðferð við þunglyndi og kvíða eða lágu sjálfsmati ACT við þrálátum verkjum Námskeið um svengdarvitund, núvitund, samkennd og næringu Fræðsluefni um HAM og ACT, hugræna þreytu, streitu og bjargráð Einstaklingsmeðferð hjá sálfræðingi eftir þörfum HAM-bók Reykjalundar Geðheilsuteymi Reykjalundar vann að þróun HAM-meðferðarhandbókar á íslensku og kom fyrsta útgáfa bókarinnar HAM: Handbók um hugræna atferlismeðferð út 2002. Lagt var upp með að bókin nýtist jafnt fagfólki sem meðferðarhandbók og einstaklingum sem sjálfshjálparbók. HAM-bók Reykjalundar eins og hún er oftast kölluð hefur verið í stöðugri þróun og kom 8. útgáfa út 2017 og er hún ennþá í fullu gildi. Teyminu fannst mikilvægt að bókin gæti nýst sem flestum, að hún væri einnig aðgengileg einstaklingum með námsörðugleika eða þeim sem eiga erfitt með að einbeita sér til dæmis vegna hugrænnar þreytu, þunglyndis eða kvíða. Bókin var því einnig gerð aðgengileg í rafrænu formi og með hljóðskrám, með stuðningi frá Oddfellowstúkunni Þormóði goða og kom netútgáfa bókarinnar út 2011. Ný útgáfa HAM-bókar á netinu Árið 2018 fékk Reykjalundur styrk úr Lýðheilsusjóði til að þróa vefútgáfu bókarinnar áfram. Nú er ný og endurbætt HAM-bók aðgengileg á ham.reykjalundur.is – öllum opin, án endurgjalds. Bókin skiptist í 12 kafla sem fjalla um grunnatriði HAM, þar á meðal: Kvíða og þunglyndi Markmiðssetningu og að takast á við vandann Tilfinningar og fimm þátta líkanið Hugsanaskekkjur og að breyta neikvæðum hugsunarhætti Atferlistilraunir Kjarnaviðhorf og lífsreglur Sjálfseflingu og ákveðni Bakslagsvarnir og fleiri leiðir Verkefni fylgja hverjum kafla, hægt er að hlusta á hverja síðu fyrir sig eða hlaða niður hljóðbókinni í heild. Að lokum Í starfi mínu sem sálfræðingur á Reykjalundi síðustu 25 ár hef ég hef ég orðið vitni að því hversu þverfagleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í að ná aftur heilsu og betra lífi eftir áföll og veikindi hvort sem þau eru af geðrænum eða líkamlegum toga. Líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur og hafa áhrif hvor á aðra. Við vitum öll hversu mikilvæg hreyfing, næring og svefn eru – en sálfélagslegir þættir eru oft vanmetnir. Það er því von mín að HAM-bók Reykjalundar geti hjálpað fólki við að ná betri tökum á líðan sinni, hugsunum og hegðun í átt að betri heilsu og bættum lífsgæðum. Höfundur er forstöðusálfræðingur á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hugræn atferlismeðferð (HAM) er vel rannsökuð sálfræðileg meðferð sem byggir á þeirri hugmynd að hugsanir, tilfinningar og hegðun séu nátengd. Meðferðin miðar að því að breyta neikvæðum eða skaðlegum hugsunum og hegðunarmynstrum sem valda eða viðhalda vanlíðan, kvíða og þunglyndi. HAM er ein af mest rannsökuðu og notuðu sálfræðimeðferðum í heiminum í dag. HAM hefur meðal annars reynst gagnleg við meðhöndlun á kvíðaröskunum (svo sem félagsfælni, almennri kvíðaröskun, ofsakvíða og áráttu- og þráhyggju), þunglyndi, áfallastreituröskun (PTSD), átröskunum, svefnvanda, þrálátum verkjum og öðrum líkamlegum kvillum. HAM og endurhæfing HAM á vel við í endurhæfingu, þar sem markmiðið er einnig að breyta skaðlegum hegðunarmynstrum og viðhorfum í átt að bættri heilsu. Á Reykjalundi hefur HAM verið hluti af endurhæfingarúrræðum síðan árið 1997. Rannsóknir sem unnar hafa verið á Reykjalundi benda til þess að HAM geti aukið árangur í endurhæfingu (sjá: reykjalundur.is). Sálfræðingar á Reykjalundi í 25 ár Reykjalundur er 80 ára endurhæfingarstofnun en fyrsti sálfræðingurinn var ráðinn á Reykjalund árið 2000. Í dag starfa sálfræðingar í öllum átta teymum stofnunarinnar, á geðheilsusviði, verkjasviði, gigtarsviði, efnaskipta- og offitusviði, taugasviði, hjartasviði, lungnasviði og á sólarhringsdeildinni. Þeir meta þörf fyrir HAM eða aðra sálfræðiþjónustu og vísa skjólstæðingum í viðeigandi úrræði, svo sem: HAM-hópmeðferð við þunglyndi og kvíða eða lágu sjálfsmati ACT við þrálátum verkjum Námskeið um svengdarvitund, núvitund, samkennd og næringu Fræðsluefni um HAM og ACT, hugræna þreytu, streitu og bjargráð Einstaklingsmeðferð hjá sálfræðingi eftir þörfum HAM-bók Reykjalundar Geðheilsuteymi Reykjalundar vann að þróun HAM-meðferðarhandbókar á íslensku og kom fyrsta útgáfa bókarinnar HAM: Handbók um hugræna atferlismeðferð út 2002. Lagt var upp með að bókin nýtist jafnt fagfólki sem meðferðarhandbók og einstaklingum sem sjálfshjálparbók. HAM-bók Reykjalundar eins og hún er oftast kölluð hefur verið í stöðugri þróun og kom 8. útgáfa út 2017 og er hún ennþá í fullu gildi. Teyminu fannst mikilvægt að bókin gæti nýst sem flestum, að hún væri einnig aðgengileg einstaklingum með námsörðugleika eða þeim sem eiga erfitt með að einbeita sér til dæmis vegna hugrænnar þreytu, þunglyndis eða kvíða. Bókin var því einnig gerð aðgengileg í rafrænu formi og með hljóðskrám, með stuðningi frá Oddfellowstúkunni Þormóði goða og kom netútgáfa bókarinnar út 2011. Ný útgáfa HAM-bókar á netinu Árið 2018 fékk Reykjalundur styrk úr Lýðheilsusjóði til að þróa vefútgáfu bókarinnar áfram. Nú er ný og endurbætt HAM-bók aðgengileg á ham.reykjalundur.is – öllum opin, án endurgjalds. Bókin skiptist í 12 kafla sem fjalla um grunnatriði HAM, þar á meðal: Kvíða og þunglyndi Markmiðssetningu og að takast á við vandann Tilfinningar og fimm þátta líkanið Hugsanaskekkjur og að breyta neikvæðum hugsunarhætti Atferlistilraunir Kjarnaviðhorf og lífsreglur Sjálfseflingu og ákveðni Bakslagsvarnir og fleiri leiðir Verkefni fylgja hverjum kafla, hægt er að hlusta á hverja síðu fyrir sig eða hlaða niður hljóðbókinni í heild. Að lokum Í starfi mínu sem sálfræðingur á Reykjalundi síðustu 25 ár hef ég hef ég orðið vitni að því hversu þverfagleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í að ná aftur heilsu og betra lífi eftir áföll og veikindi hvort sem þau eru af geðrænum eða líkamlegum toga. Líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur og hafa áhrif hvor á aðra. Við vitum öll hversu mikilvæg hreyfing, næring og svefn eru – en sálfélagslegir þættir eru oft vanmetnir. Það er því von mín að HAM-bók Reykjalundar geti hjálpað fólki við að ná betri tökum á líðan sinni, hugsunum og hegðun í átt að betri heilsu og bættum lífsgæðum. Höfundur er forstöðusálfræðingur á Reykjalundi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun