Aflögufærir, hafið samband við söngskóla í neyð Gunnar Guðbjörnsson skrifar 16. júní 2025 07:18 Það er sorglegt að þurfa að auglýsa flygil eins af okkar þekktustu tónskáldum til sölu í þeim tilgangi að fjármagna launagreiðslur kennaranna við Söngskóla Sigurðar Demetz (SSD) en þetta neyddist ég til að gera á föstudag. Enn hefur enginn kaupandi sett sig í samband en um miðjan dag í gær áttaði ég mig á því, að ég hafði hvorki tilkynnt netfang né símanúmer. Það geri ég í lok þessarar greinar. Árangur SSD er góður og ástæða til að gleðjast yfir mörgu. Aldrei fyrr, í bráðum 30 ára sögu SSD, hefur tekist að laða jafnmarga gesti á vorsýningar nemenda hans eins og í ár. Meira en 1500 áhorfendur komu á sýningar okkar á Nýja sviði Borgarleikhússins, í leikhúsi leikfélags Kópavogs og í sal SSD í Ármúla. Alls stunduðu um 50 nemendur nám í óperu- og söngleikjadeildum skólans í vetur. Að lokinni útskrift halda margir nemendanna áfram námi í listaháskólum heima og erlendis. Söngvarar frá skólanum starfa við erlend óperuhús en síðari ár hefur einnig fjölgað í hópi atvinnuleikara sem sótt hafa nám í SSD. Nemendur úr skólanum hafa haslað sér völl í sviðslistatengdum fögum en ávinningurinn af starfsemi skólans felst ekki síst í þeim gæðum sem hann skilar fólki í valdeflingu og sjálfstrausti. Gildir þá einu hvert starf þeirra verður að lokum. Til dæmis er algengt að nemendur í söng- og leiklist fái áhuga á að styðja ungt fólk og vinna í félagslega kerfinu. Jákvæð áhrif söngs og söngnáms á andlega líðan hafa verið staðfest með rannsóknum og okkar eigin könnun meðal nemenda hefur einnig gefið afgerandi niðurstöður. Fjöldi nemanda er með greiningu af einhverju tagi, ADHD, kvíða, þunglyndi, einhverfu og þar fram eftir götunum. Þeir telja námið í SSD jákvætt í glímu þeirra og að það hjálpi þeim. Ferill þeirra að námi loknu er óræk sönnun þess. SSD hefur í samstarfi við Menntaskólann við Sund áform um stofnun menntaskólabrauta, þar á meðal heilsueflandi söngbrautar. Tilgangurinn með SSD er nefnilega ekki eingöngu að búa í haginn fyrir blómlegar nýjar kynslóðir af óperusöngvurum, söngleikjasöngvurum og leikurum heldur að eignast í framtíðinni músíkþerapista og kórstjóra með þekkingu á heilsueflingu gegnum söng og kennara í valdeflandi leiklistarkennslu. Það yrði okkar framlag til að mæta nýjum áskorunum í íslensku samfélagi. Hvers vegna hrannast þá óveðursskýin upp? Ég ætla að gera tilraun til að útskýra það í fáum orðum. Kennslan er að stórum hluta fjármögnuð með framlagi ríkisins samkvæmt samkomulagi sem gert var við sveitarfélögin árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Lengst af hefur framlagið engan veginn dugað til að greiða alla kennsluna. Reykjavík hefur í 14 ár ekkert lagt til kennslukostnaðar á efri stigum tónlistarnáms. Kjarabætur kennara eru ákveðnar án aðkomu SSD og án samsvarandi leiðréttingar á framlögum. Eftir launahækkun kennara í febrúar á þessu ári er staðan sú að upphæðin sem við fáum í okkar hlut hrekkur rétt fyrir um 70% af raunkostnaði kennslu. Tónlistarkennslu á að fjármagna úr opinberum rekstri og ekki er leyfilegt samkvæmt lögum að nýta skólagjöldin til að greiða kennslukostnað. Hjá því verður þó ekki komist og það hefur verið raunin síðan gert var svokallað samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Undanfarin misseri hefur sífellt hallað á ógæfuhliðina og nú duga skólagjöld ekki lengur til. Það þarf að borga margt annað en kennaralaun líka. Er því augljóst að það stefnir í lokun skólans, fyrr en síðar. Á nýliðnu skólaári var hallinn 10 milljónir króna og stefnir í að verða 15 milljónir eða meira á því næsta. Skólinn neyðist til að skera niður nemendafjölda enda er kennslukostnaður að mestu fólginn í greiðslu launa til kennslu í einkatímum. Við þetta skerðast skólagjaldatekjur og hengingarólin um háls SSD herðist. Kjarabætur eru því öfugmæli séu framlög til kennslukostnaðar ekki tryggð. Að óbreyttu gæti farið svo að loka yrði skólanum að loknum næsta vetri, 30 ára afmælisvetrinum. Lokaður skóli gerir engum gagn og því verð ég greinilega að leita nýrra leiða til að fjármagna námið í SSD, a.m.k. að hluta. Flygill Jórunnar er enn falur en allir sem eru aflögufærir og treysta sér til að veita okkur fjárhagsstuðning geta sent mér línu á netfangið gunnar@songskoli.is eða slegið á þráðinn í síma 6634239. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz ses. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að þurfa að auglýsa flygil eins af okkar þekktustu tónskáldum til sölu í þeim tilgangi að fjármagna launagreiðslur kennaranna við Söngskóla Sigurðar Demetz (SSD) en þetta neyddist ég til að gera á föstudag. Enn hefur enginn kaupandi sett sig í samband en um miðjan dag í gær áttaði ég mig á því, að ég hafði hvorki tilkynnt netfang né símanúmer. Það geri ég í lok þessarar greinar. Árangur SSD er góður og ástæða til að gleðjast yfir mörgu. Aldrei fyrr, í bráðum 30 ára sögu SSD, hefur tekist að laða jafnmarga gesti á vorsýningar nemenda hans eins og í ár. Meira en 1500 áhorfendur komu á sýningar okkar á Nýja sviði Borgarleikhússins, í leikhúsi leikfélags Kópavogs og í sal SSD í Ármúla. Alls stunduðu um 50 nemendur nám í óperu- og söngleikjadeildum skólans í vetur. Að lokinni útskrift halda margir nemendanna áfram námi í listaháskólum heima og erlendis. Söngvarar frá skólanum starfa við erlend óperuhús en síðari ár hefur einnig fjölgað í hópi atvinnuleikara sem sótt hafa nám í SSD. Nemendur úr skólanum hafa haslað sér völl í sviðslistatengdum fögum en ávinningurinn af starfsemi skólans felst ekki síst í þeim gæðum sem hann skilar fólki í valdeflingu og sjálfstrausti. Gildir þá einu hvert starf þeirra verður að lokum. Til dæmis er algengt að nemendur í söng- og leiklist fái áhuga á að styðja ungt fólk og vinna í félagslega kerfinu. Jákvæð áhrif söngs og söngnáms á andlega líðan hafa verið staðfest með rannsóknum og okkar eigin könnun meðal nemenda hefur einnig gefið afgerandi niðurstöður. Fjöldi nemanda er með greiningu af einhverju tagi, ADHD, kvíða, þunglyndi, einhverfu og þar fram eftir götunum. Þeir telja námið í SSD jákvætt í glímu þeirra og að það hjálpi þeim. Ferill þeirra að námi loknu er óræk sönnun þess. SSD hefur í samstarfi við Menntaskólann við Sund áform um stofnun menntaskólabrauta, þar á meðal heilsueflandi söngbrautar. Tilgangurinn með SSD er nefnilega ekki eingöngu að búa í haginn fyrir blómlegar nýjar kynslóðir af óperusöngvurum, söngleikjasöngvurum og leikurum heldur að eignast í framtíðinni músíkþerapista og kórstjóra með þekkingu á heilsueflingu gegnum söng og kennara í valdeflandi leiklistarkennslu. Það yrði okkar framlag til að mæta nýjum áskorunum í íslensku samfélagi. Hvers vegna hrannast þá óveðursskýin upp? Ég ætla að gera tilraun til að útskýra það í fáum orðum. Kennslan er að stórum hluta fjármögnuð með framlagi ríkisins samkvæmt samkomulagi sem gert var við sveitarfélögin árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Lengst af hefur framlagið engan veginn dugað til að greiða alla kennsluna. Reykjavík hefur í 14 ár ekkert lagt til kennslukostnaðar á efri stigum tónlistarnáms. Kjarabætur kennara eru ákveðnar án aðkomu SSD og án samsvarandi leiðréttingar á framlögum. Eftir launahækkun kennara í febrúar á þessu ári er staðan sú að upphæðin sem við fáum í okkar hlut hrekkur rétt fyrir um 70% af raunkostnaði kennslu. Tónlistarkennslu á að fjármagna úr opinberum rekstri og ekki er leyfilegt samkvæmt lögum að nýta skólagjöldin til að greiða kennslukostnað. Hjá því verður þó ekki komist og það hefur verið raunin síðan gert var svokallað samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Undanfarin misseri hefur sífellt hallað á ógæfuhliðina og nú duga skólagjöld ekki lengur til. Það þarf að borga margt annað en kennaralaun líka. Er því augljóst að það stefnir í lokun skólans, fyrr en síðar. Á nýliðnu skólaári var hallinn 10 milljónir króna og stefnir í að verða 15 milljónir eða meira á því næsta. Skólinn neyðist til að skera niður nemendafjölda enda er kennslukostnaður að mestu fólginn í greiðslu launa til kennslu í einkatímum. Við þetta skerðast skólagjaldatekjur og hengingarólin um háls SSD herðist. Kjarabætur eru því öfugmæli séu framlög til kennslukostnaðar ekki tryggð. Að óbreyttu gæti farið svo að loka yrði skólanum að loknum næsta vetri, 30 ára afmælisvetrinum. Lokaður skóli gerir engum gagn og því verð ég greinilega að leita nýrra leiða til að fjármagna námið í SSD, a.m.k. að hluta. Flygill Jórunnar er enn falur en allir sem eru aflögufærir og treysta sér til að veita okkur fjárhagsstuðning geta sent mér línu á netfangið gunnar@songskoli.is eða slegið á þráðinn í síma 6634239. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz ses.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar