Markalaus en öruggur opnunarleikur í Miami Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 10:31 Lionel Messi mun þurfa að bíða lengur eftir fyrsta marki mótsins. Kevin C. Cox/Getty Images Inter Miami og Al Ahly gerðu markalaust jafntefli í opnunarleiknum á heimsmeistaramóti félagsliða í fótbolta. Argentínumaðurinn í marki heimamanna var valinn maður leiksins við öruggar aðstæður á Hard Rock leikvanginum í Miami. Al Ahly var með mikla yfirburði framan af leik en Oscar Ustari stóð vaktina í marki Inter Miami og átti stórleik þar sem hann varði átta góð skot, þar á meðal vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Oscar Ustari varði vel og var valinn maður leiksins. Qian Jun/Sports Press Photo/Getty Images Samlandi hans og liðsfélagi, Lionel Messi, var svo næstum því búinn að stela sigrinum fyrir Inter Miami með skot í uppbótartímanum, sem var vel varið. HM félagsliða bíður því enn eftir sínu fyrsta marki og Inter Miami tókst ekki að taka þrjú stig með sér úr fyrsta leiknum á sínum heimavelli, sem fyrirfram skrifað átti að vera auðveldasti andstæðingurinn í riðlinum. Porto og Palmeiras eru einnig í A riðlinum. Öryggið á oddi opnunarleiksins Lögreglubílar með blikkandi ljós lögðu í röðum og hámarks öryggisgæsla var við Hard Rock leikvanginn í Miami þegar opnunarleikurinn fór fram í gærkvöldi. Ólga er þegar í borginni og Bandaríkjunum öllum í ljósi mótmæla, sem hófust í Los Angeles, gegn innflytjendastefnu forsetans. Lögreglan er á viðbragsstigi vegna mótmælaöldu í Bandaríkjunum. Jesus Olarte/Anadolu via Getty Images Síðasti stórleikur sem fór fram á Hard Rock leikvanginum var úrslitaleikur Copa America fyrir tæpu ári, þar sem seinka þurfti leiknum um rúman klukkutíma eftir að miðalausir áhorfendur höfðu brotist inn á leikvanginn. Skipuleggjendur voru staðráðnir í að endurtaka þau mistök ekki. Stjörnum prýdd en forsetalaus stúka Forseti FIFA, Gianni Infantino, er helsti hugmyndasmiður mótsins og hefur lagt mikinn metnað í það. Hann var sjálfur mættur mörgum klukkutímum fyrir leik, til að fylgjast með og tryggja að allt færi vel fram. Ronaldo, Infantino, Baggio og Beckham skemmtu sér vel saman í stúkunni. Image Photo Agency/Getty Images Með honum í stúkunni sátu svo knattspyrnugoðsagnir, Ronaldo og Roberto Baggio ásamt David Beckham, eiganda Inter Miami og nýsæmdum riddara breska konungsveldisins. Fjarverandi var hins vegar góðvinur Infantino, Bandaríkjaforsetinn Donald Trump, sem var upptekinn við afmælisfögnuð bandaríska hersins í höfuðborginni Washington. HM félagsliða í fótbolta 2025 Bandaríski fótboltinn Bandaríkin FIFA Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira
Al Ahly var með mikla yfirburði framan af leik en Oscar Ustari stóð vaktina í marki Inter Miami og átti stórleik þar sem hann varði átta góð skot, þar á meðal vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Oscar Ustari varði vel og var valinn maður leiksins. Qian Jun/Sports Press Photo/Getty Images Samlandi hans og liðsfélagi, Lionel Messi, var svo næstum því búinn að stela sigrinum fyrir Inter Miami með skot í uppbótartímanum, sem var vel varið. HM félagsliða bíður því enn eftir sínu fyrsta marki og Inter Miami tókst ekki að taka þrjú stig með sér úr fyrsta leiknum á sínum heimavelli, sem fyrirfram skrifað átti að vera auðveldasti andstæðingurinn í riðlinum. Porto og Palmeiras eru einnig í A riðlinum. Öryggið á oddi opnunarleiksins Lögreglubílar með blikkandi ljós lögðu í röðum og hámarks öryggisgæsla var við Hard Rock leikvanginn í Miami þegar opnunarleikurinn fór fram í gærkvöldi. Ólga er þegar í borginni og Bandaríkjunum öllum í ljósi mótmæla, sem hófust í Los Angeles, gegn innflytjendastefnu forsetans. Lögreglan er á viðbragsstigi vegna mótmælaöldu í Bandaríkjunum. Jesus Olarte/Anadolu via Getty Images Síðasti stórleikur sem fór fram á Hard Rock leikvanginum var úrslitaleikur Copa America fyrir tæpu ári, þar sem seinka þurfti leiknum um rúman klukkutíma eftir að miðalausir áhorfendur höfðu brotist inn á leikvanginn. Skipuleggjendur voru staðráðnir í að endurtaka þau mistök ekki. Stjörnum prýdd en forsetalaus stúka Forseti FIFA, Gianni Infantino, er helsti hugmyndasmiður mótsins og hefur lagt mikinn metnað í það. Hann var sjálfur mættur mörgum klukkutímum fyrir leik, til að fylgjast með og tryggja að allt færi vel fram. Ronaldo, Infantino, Baggio og Beckham skemmtu sér vel saman í stúkunni. Image Photo Agency/Getty Images Með honum í stúkunni sátu svo knattspyrnugoðsagnir, Ronaldo og Roberto Baggio ásamt David Beckham, eiganda Inter Miami og nýsæmdum riddara breska konungsveldisins. Fjarverandi var hins vegar góðvinur Infantino, Bandaríkjaforsetinn Donald Trump, sem var upptekinn við afmælisfögnuð bandaríska hersins í höfuðborginni Washington.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Bandaríski fótboltinn Bandaríkin FIFA Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira