Minnihlutinn mætir ekki á morgun Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 13. júní 2025 20:14 Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í atvinnuveganefnd. Sýn Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki reikna með því að minnihlutinn sjái ástæðu til þess að mæta á boðaðan fund atvinnuveganefndar Alþingis á morgun laugardag, þar sem til stendur að afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða. Þingfundur hófst í dag með nokkrum látum þar sem þingmenn kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta, meðal annars í tengslum við boðaðan fund í atvinnuveganefnd á morgun, laugardegi þar sem meirihlutinn vill afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða úr nefndinni. Þingmaður stjórnarandstöðu líkti störfum meirihlutans við ofbeldi en stjórnarandstaðan var á móti sökuð um skæl, væl og firru. Sýnt var frá ræðum þingmanna í kvöldfréttum Sýnar í kvöld, áður en tekin voru viðtöl við Sigurjón Þórðarson, Jón Gunnarsson og Sigmar Guðmundsson. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur ekki tilefni til að verða við bón stjórnarandstöðunnar um frekari gestakomur. „Meirihlutinn hefur komist að því að málið sé fullrætt. Þá er kominn tími til að ræða það í þinginu og það er þannig að minnihlutinn er einfaldlega á móti málinu og er að kalla eftir fleiri og fleiri gestum til að tefja málið.“ „Ég sé það þannig, því það er ekkert nýtt í þessu, eða það sé verið að hlaupa yfir þau sjónarmið sem þarna koma fram,“ segir Sigurjón. Minnihlutinn biðji bara um eðlileg vinnubrögð Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ótímabært að afgreiða málið úr nefnd. „Síðast í dag fengum við nýjustu útreikninga ráðuneytisins með heilmiklum breytingum, töflu yfir það, þetta er orðinn algjör hrærigrautur. Þetta mál sem átti að vera svona vandað í undirbúningi og slíkt, það eru að koma þriðju útreikningarnir, það er ekki tími til að sannreyna þá, en það er full ástæða til miðað við það sem áður hefur gengið á,“ segir Jón. Mikilvægir álitsgjafar hafi ekki enn fengið að koma á fund nefndarinnar, eins og Byggðastofnun, Ragnar Árnason auðlindahagfræðngur og margir fleiri, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. „Það er alltof mikill hraði á þessu.“ „Við erum bara að biðja um það að hér verði stunduð eðlileg vinnubrögð, en í ljósi þess hvernig menn halda á málum þá reikna ég ekki með því að við sjáum neina ástæðu til þess á morgun, minnihlutinn, að mæta á þennan fund, vegna þess að þingið virðist ekki skipta þessa ríkisstjórnarflokka neinu máli,“ sagði Jón. Ætlarðu ekki að mæta á fundinn á morgun? Nei ég geri ekki ráð fyrir því, það er ástæðulaust, það er bara orðið ráðherraræði hérna, það er ekki hlustað á þingið, eðlilegar spurningar. Ég er búinn að vera hér í tæp tuttugu ár, ég hef aldrei kynnst svona málsmeðferð eins og verið er að bjóða okkur upp á,“ segir Jón Gunnarsson. Virðingarleysi gagnvart þingstörfum Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir það algjörlega fáheyrt að þingmenn ætli ekki að hafa fyrir því að mæta á nefndarfundi vegna ósættis við það hvernig nefndinni er stýrt. „Það hefur nú eitt og annað gengið hér á í þingstörfum í gegnum tíðina, það sem er í gangi núna er auðvitað bara áframhaldandi málþóf þessara þriggja flokka út í eitt,“ segir Sigmar. Hann segir það ekkert nýtt að mál séu tekin úr nefnd í ágreiningi. „En það virðingarleysi sem stjórnarandstæðingar ætla sýna hér þingstörfum, að vilja ekki mæta á þingfundi, er auðvitað alveg hreint með ólíkindum,“ segir Sigmar Guðmundsson. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Þingfundur hófst í dag með nokkrum látum þar sem þingmenn kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta, meðal annars í tengslum við boðaðan fund í atvinnuveganefnd á morgun, laugardegi þar sem meirihlutinn vill afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða úr nefndinni. Þingmaður stjórnarandstöðu líkti störfum meirihlutans við ofbeldi en stjórnarandstaðan var á móti sökuð um skæl, væl og firru. Sýnt var frá ræðum þingmanna í kvöldfréttum Sýnar í kvöld, áður en tekin voru viðtöl við Sigurjón Þórðarson, Jón Gunnarsson og Sigmar Guðmundsson. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur ekki tilefni til að verða við bón stjórnarandstöðunnar um frekari gestakomur. „Meirihlutinn hefur komist að því að málið sé fullrætt. Þá er kominn tími til að ræða það í þinginu og það er þannig að minnihlutinn er einfaldlega á móti málinu og er að kalla eftir fleiri og fleiri gestum til að tefja málið.“ „Ég sé það þannig, því það er ekkert nýtt í þessu, eða það sé verið að hlaupa yfir þau sjónarmið sem þarna koma fram,“ segir Sigurjón. Minnihlutinn biðji bara um eðlileg vinnubrögð Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ótímabært að afgreiða málið úr nefnd. „Síðast í dag fengum við nýjustu útreikninga ráðuneytisins með heilmiklum breytingum, töflu yfir það, þetta er orðinn algjör hrærigrautur. Þetta mál sem átti að vera svona vandað í undirbúningi og slíkt, það eru að koma þriðju útreikningarnir, það er ekki tími til að sannreyna þá, en það er full ástæða til miðað við það sem áður hefur gengið á,“ segir Jón. Mikilvægir álitsgjafar hafi ekki enn fengið að koma á fund nefndarinnar, eins og Byggðastofnun, Ragnar Árnason auðlindahagfræðngur og margir fleiri, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. „Það er alltof mikill hraði á þessu.“ „Við erum bara að biðja um það að hér verði stunduð eðlileg vinnubrögð, en í ljósi þess hvernig menn halda á málum þá reikna ég ekki með því að við sjáum neina ástæðu til þess á morgun, minnihlutinn, að mæta á þennan fund, vegna þess að þingið virðist ekki skipta þessa ríkisstjórnarflokka neinu máli,“ sagði Jón. Ætlarðu ekki að mæta á fundinn á morgun? Nei ég geri ekki ráð fyrir því, það er ástæðulaust, það er bara orðið ráðherraræði hérna, það er ekki hlustað á þingið, eðlilegar spurningar. Ég er búinn að vera hér í tæp tuttugu ár, ég hef aldrei kynnst svona málsmeðferð eins og verið er að bjóða okkur upp á,“ segir Jón Gunnarsson. Virðingarleysi gagnvart þingstörfum Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir það algjörlega fáheyrt að þingmenn ætli ekki að hafa fyrir því að mæta á nefndarfundi vegna ósættis við það hvernig nefndinni er stýrt. „Það hefur nú eitt og annað gengið hér á í þingstörfum í gegnum tíðina, það sem er í gangi núna er auðvitað bara áframhaldandi málþóf þessara þriggja flokka út í eitt,“ segir Sigmar. Hann segir það ekkert nýtt að mál séu tekin úr nefnd í ágreiningi. „En það virðingarleysi sem stjórnarandstæðingar ætla sýna hér þingstörfum, að vilja ekki mæta á þingfundi, er auðvitað alveg hreint með ólíkindum,“ segir Sigmar Guðmundsson.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira