Í vítahring stöðnunnar og úreldra vísinda Björn Ólafsson skrifar 12. júní 2025 06:47 Ný ríkisstjórn hefur góðan byr í seglin, og stefnan þjóðinni hagfelld. Það blása ferskir vindar. Mitt aðaláhugamál er hafið, og lífríki þess, og hefur verið í yfir 50 ár. Ég fór í minn fyrsta alvöru róður aðeins 10 ára gamall, og var komin á hafrannsóknarskip 16 ára. Í fyrri greinum mínum, hef ég hoggið í starfssemi Hafró, stofnun sem mér þykir mikið vænt um. Hafró býr yfir ótrúlegum gagnagrunnum og þekkingu, en hefur þróast í hrokafullt ríki í Ríkinu. Stjórnmálamenn eru svo “óttaslegnir” við sérfræðinga Haró, að þeir tala um “ að fá lánaðan kvóta til að flytja milli ára”. Það er ekki aðeins með eindæmum sorglegt en lýsir mikilli vanþekkingu á vistkerfi hafsins. Þú geymir ekki fisk í hafinu, og ætlar að taka hann seinna eins og bankainnlegg. Aukið heldur við kvótan það magn sem vantar upp á, ráðgjöf Hafró er ekki upp á svo marga fiska, að nokkur þúsund tonn til eða frá breyti einhverju. Hafró er að fara svipaða leið með sjávarauðlindir landsmanna, og bankastjórarnir fóru með bankana fyrir hrun. Hver nytjastofninn af öðrum hverfur úr veiðinni. Forstjórastaðan gengið í “erfðir”. Allt frá því að Jón Jónsson varð forstjóri Hafró 1965, hefur forstjórastaðan gengið í erfðir innan stofnunarinnar. Á eftir Jóni tók aðstoðarmaður hans Jakob Jakobsson við. Jóhann Sigurjónsson tók við að Jakobi, en báðir áttu langan starfsferil að baki hjá Hafró. Þegar Veiðimálastofnun var sameinuð Hafró, var reglan brotin þegar Sigurður Guðjónsson var ráðinn forstjóri. En sú ráðning var fljólega leiðrétt; Sigurður var rekinn af Kristjáni Þór Júlíussyni ráðherra og Þorsteinn Sigurðsson ráðinn. En Þorsteinn var starfsmaður ráðuneytis Kristjáns, og fyrrverandi starfsmaður Hafró til margra ára. Þannig var starfsemi Hafró komið aftur á rétta braut gamalla hefða og vísinda. Skortur á dýnamík í hrokafullri stofnun. Hafró hefur verið stjórnað af mjög einsleitum mannskap. Allir hafa þeir fengið “uppeldi” innan stofnunarinnar. En það er einmitt einn af dragbítum Hafró. Einsleitir stjórnendur hafa staðið stofnuninni fyrir þrifum. Alla dýnamík hefur skort í starfsemina. Stofnunin einkennist af gömlum og oft úreldum vinnubrögðum, sem stjórnendur hafa verið “aldir upp við” áratugum saman innan stofnunarinnar. Ráðgjöfin hefur borið einkenni þrýstings frá sjávarútvegsfyrirtækjunum og pólitíksum, í stað líffræðilegrar sjálfbærni fiskistofna. Það má slá föstu að ráðgjöfin í loðnu, humri, rækju og þorski var eða er byggð á allt öðru en sjálfbærni fiskistofna. Hafró sem stofnun, hefur tileinkað sér hrokafulla framkomu gagnvart allri faglegri gagnrýni. Stofnunin hefur komist upp með að vera aldrei spurð út í vísindaleg vinnubrögð hennar, aldrei þurft að standa skil á úreldum vinnubrögðum. Ráðamenn eru sekir um algjört tómlæti, sem hefur reynst þjóðinni dýrt. Langlífasta kenning Hafró, löngu úreld og afsönnuð. Þrátt fyrir að hyrningarstofn þorsks hafi ekki verið stærri í 60 ár, þá hækkaði ráðgjöfin í kjölfarið lítið. Það er þvert á ýtrekaðar fullyrðingar Hafró um stærð hrygningarstofns. Áratugum saman hefur Hafró “lofað” að með stórum hrygningarstofni megi auka veiðina. Kenning sem vísindin hafa fyrir löngu afsannað; framleiðni stofns eykst ekki í beinu hlutfalli við stærð hrygningarstofns. Staðreynd sem Hafró hefur afneitað. Eftirfarandi staðreyndir hefðu átt fyrir löngu að kalla á nýja nálgun: 1970 til 1980 var hrygningarstofninn 146 til 370 þús tonn. Aflinn 340 til 475 þús tonn. 1981-1990 var hrygningarstofninn 144- 276 þús tonn. Aflinn 282 til 465 þús tonn 2014 til 2024 var hrygningarstofninn 380 til 560 þús tonn. Aflinn 208 til 270 þús tonn Nýliðun í stofni er grundvöllur afraksturs hans. Áratugum saman hefur Hafró velt fyrir sér minnkun nýliðunnar í þorski og fleiri stofnum. Enn hefur stofnuninni ekki tekist að koma með skýringar á minnkandi nýliðun. Frá 1980 hefur meðalnýliðun í þorskstofninum á ári minnkað um 70-80 milljónir einstaklinga. En nýliðun er reiknuð út frá fjölda fiska 3 ára og eldri. Ekkert átak hefur verið gert í að kanna hvert dánarhlutfallið er á aldrinum 0-3 ára, sem er óafsakanlegt. Til að greina nýliðun verður að leggja meiri áherslu á hvað gerist hjá fiskistofnun fyrstu 2 árin. Hafró nálgast hvern fiskistofn eins og hann sé sá eini í hafinu. Alla vistfræðilega nálgun hefur vantað. Hver fiskistofn, hver lífvera, hefur áhrif á vistkerfið. Ofveiði loðnu hefur verið dýru verði keypt. Kennir umhverfisbreytingum um allt sem miður fer. Hafró hefur fundið leið til að afgreiða alla gagnrýni á það sem miður fer. Það er sama hvaða vandamál um ræðir; allt umhverfisáhrifum að kenna/hlýnun sjávar, jafn vel þó rætt sé um vandamál sem komu upp löngu fyrir tímann sem farið var að tala um umhverfisáhrif. En hvað gerir Hafró til að takast á við þessar breytingar? Sú vísindagrein sem vex ört og er beitt í æ ríkara mæli í fiskifræðinni er; atferlisfræði fiska. En að skilja hegðun fiskistofna er lykilatriði á tímum umhverfisbreytinga. Engin sérfræðingur í atferlisfræði fiskistofna er hjá Hafró. Um árið sótti sprenglærður atferlisfræðingur á sviði fiskifræði um starf hjá Hafró, á þeim bæ var slíkt afgreitt sem “rugl”. Þessi staðreynd lýsir skorti Hafró á að tileinka sér nýjungar og metnaðarleysi í vísindum á sviði vistfræði sjávar. eDNA Hafró er eitthvað farið að vinna með svokallað eDNA, umhverfis DNA, sérstaklega í uppsjávarfiski. En er þó skammt á veg komið. Erlendar þjóðir eru löngu farnar að notast við þessa mögnuðu tækni. Með eDNA er hægt að stórauka nákvæmni stofnstæðarmælinga, og sem mikilvæga viðbót við togararöll og fleiri mælileiðir. Með eDNA er hægt að finna út hvað fiskur, fiskitegund er í sjónum á tilteknu svæði. Allur fiskur skilur eftir sig úrgang, hreistur og fleiri lífssýni sem má nýjustu tækni greina og mæla úr sýni úr sjónum. Stofnstærðarmælingar Hafró eru fjarri því að hafa verið uppfærðar miðað við nútíma vísindi og þekkingu. Í 40 ár hefur “sama” trollinu verið dröslað yfir sömu bleyðurnar á sama tíma ársins. Ekkert er tekið tillit til þeirra umhverfisbreytinga sem hafa orðið þessa fjóra áratugi, hvað þá stöðu hafstrauma, Hafró hefur tapað trúverðugleika. Eftir áratuga sögu veiðiráðgjafar hefur stofnunin tapað trúverðugleika. Ekkert bendir til að afli okkar verðmætasta fisks; þorks aukist á næstu árum. Enn er aflinn rétt um 50% af því sem áður var, áratugum saman. Nú um daginn var gefin út ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Enn er dregið úr þorskkvóta, en sagt að samt eigum við að vera stolt af stórum þorskstofni og svo sé ýsuaflinn á uppleið. En ekki nefnt að innan við 20 árum síðan, var ýsuaflinn mun meiri en nú er (2004-2009 var hann rúm 100 þús tonn, tæp 80 þús tonn nú) Þessu er ekki hægt að skella á umhverfisbreytingar. Á vakt Hafró hafa mikilvægir og verðmætir stofnar hrunið sökum ofveiði og óstjórnar . Þrátt fyrir aðvaranir hefur loðnan verið ofveidd árum saman; mikilvægasta fisktegund vistkerfi sjávar hér við land. ICES hefur oft bent Hafró á skort á vistfræðilegri nálgun í ráðgjöf. Humar nánast útrýmt, og til skammar hvernig forstjórinn reynir að þvo hendur stofnunarinnar á þeirri vitleysu. Rækjustofnar svipur hjá sjón, lúða: hvað er það? Trúverðugleiki Hafró fór alveg út í veður og vind, þegar stofnunin gaf fyrirtæki leyfi fyrir vítissóda tilraun í Hvalfirði og þyggja frá því styrk. Eitthvað sem erfitt er að finna virt vísindafólk til að kvitta upp á. Hafró fái alvöru yfirhalningu. Það var gleðilegt þegar formaður atvinnuveganefndar, talaði um að fá annað álit á ráðgjöfinni sem Hafró setti fram fyrir stuttu. Mikið var. Helst að fá vísindamenn frá Þýskalandi , Bandaríkjunum eða Kanada, þjóðum sem standa framalega í vísindum á sviði vistfræði sjávar. Það er löngu tímabært að ríkisstjórn láti fara fram faglega úttekt á Hafró. Það er þjóðinni dýrt, ef fiskistofnar halda áfram að hrynja eins og spilaborgir vegna tómlætis ráðamanna. Björn Ólafsson, útgerðartæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur góðan byr í seglin, og stefnan þjóðinni hagfelld. Það blása ferskir vindar. Mitt aðaláhugamál er hafið, og lífríki þess, og hefur verið í yfir 50 ár. Ég fór í minn fyrsta alvöru róður aðeins 10 ára gamall, og var komin á hafrannsóknarskip 16 ára. Í fyrri greinum mínum, hef ég hoggið í starfssemi Hafró, stofnun sem mér þykir mikið vænt um. Hafró býr yfir ótrúlegum gagnagrunnum og þekkingu, en hefur þróast í hrokafullt ríki í Ríkinu. Stjórnmálamenn eru svo “óttaslegnir” við sérfræðinga Haró, að þeir tala um “ að fá lánaðan kvóta til að flytja milli ára”. Það er ekki aðeins með eindæmum sorglegt en lýsir mikilli vanþekkingu á vistkerfi hafsins. Þú geymir ekki fisk í hafinu, og ætlar að taka hann seinna eins og bankainnlegg. Aukið heldur við kvótan það magn sem vantar upp á, ráðgjöf Hafró er ekki upp á svo marga fiska, að nokkur þúsund tonn til eða frá breyti einhverju. Hafró er að fara svipaða leið með sjávarauðlindir landsmanna, og bankastjórarnir fóru með bankana fyrir hrun. Hver nytjastofninn af öðrum hverfur úr veiðinni. Forstjórastaðan gengið í “erfðir”. Allt frá því að Jón Jónsson varð forstjóri Hafró 1965, hefur forstjórastaðan gengið í erfðir innan stofnunarinnar. Á eftir Jóni tók aðstoðarmaður hans Jakob Jakobsson við. Jóhann Sigurjónsson tók við að Jakobi, en báðir áttu langan starfsferil að baki hjá Hafró. Þegar Veiðimálastofnun var sameinuð Hafró, var reglan brotin þegar Sigurður Guðjónsson var ráðinn forstjóri. En sú ráðning var fljólega leiðrétt; Sigurður var rekinn af Kristjáni Þór Júlíussyni ráðherra og Þorsteinn Sigurðsson ráðinn. En Þorsteinn var starfsmaður ráðuneytis Kristjáns, og fyrrverandi starfsmaður Hafró til margra ára. Þannig var starfsemi Hafró komið aftur á rétta braut gamalla hefða og vísinda. Skortur á dýnamík í hrokafullri stofnun. Hafró hefur verið stjórnað af mjög einsleitum mannskap. Allir hafa þeir fengið “uppeldi” innan stofnunarinnar. En það er einmitt einn af dragbítum Hafró. Einsleitir stjórnendur hafa staðið stofnuninni fyrir þrifum. Alla dýnamík hefur skort í starfsemina. Stofnunin einkennist af gömlum og oft úreldum vinnubrögðum, sem stjórnendur hafa verið “aldir upp við” áratugum saman innan stofnunarinnar. Ráðgjöfin hefur borið einkenni þrýstings frá sjávarútvegsfyrirtækjunum og pólitíksum, í stað líffræðilegrar sjálfbærni fiskistofna. Það má slá föstu að ráðgjöfin í loðnu, humri, rækju og þorski var eða er byggð á allt öðru en sjálfbærni fiskistofna. Hafró sem stofnun, hefur tileinkað sér hrokafulla framkomu gagnvart allri faglegri gagnrýni. Stofnunin hefur komist upp með að vera aldrei spurð út í vísindaleg vinnubrögð hennar, aldrei þurft að standa skil á úreldum vinnubrögðum. Ráðamenn eru sekir um algjört tómlæti, sem hefur reynst þjóðinni dýrt. Langlífasta kenning Hafró, löngu úreld og afsönnuð. Þrátt fyrir að hyrningarstofn þorsks hafi ekki verið stærri í 60 ár, þá hækkaði ráðgjöfin í kjölfarið lítið. Það er þvert á ýtrekaðar fullyrðingar Hafró um stærð hrygningarstofns. Áratugum saman hefur Hafró “lofað” að með stórum hrygningarstofni megi auka veiðina. Kenning sem vísindin hafa fyrir löngu afsannað; framleiðni stofns eykst ekki í beinu hlutfalli við stærð hrygningarstofns. Staðreynd sem Hafró hefur afneitað. Eftirfarandi staðreyndir hefðu átt fyrir löngu að kalla á nýja nálgun: 1970 til 1980 var hrygningarstofninn 146 til 370 þús tonn. Aflinn 340 til 475 þús tonn. 1981-1990 var hrygningarstofninn 144- 276 þús tonn. Aflinn 282 til 465 þús tonn 2014 til 2024 var hrygningarstofninn 380 til 560 þús tonn. Aflinn 208 til 270 þús tonn Nýliðun í stofni er grundvöllur afraksturs hans. Áratugum saman hefur Hafró velt fyrir sér minnkun nýliðunnar í þorski og fleiri stofnum. Enn hefur stofnuninni ekki tekist að koma með skýringar á minnkandi nýliðun. Frá 1980 hefur meðalnýliðun í þorskstofninum á ári minnkað um 70-80 milljónir einstaklinga. En nýliðun er reiknuð út frá fjölda fiska 3 ára og eldri. Ekkert átak hefur verið gert í að kanna hvert dánarhlutfallið er á aldrinum 0-3 ára, sem er óafsakanlegt. Til að greina nýliðun verður að leggja meiri áherslu á hvað gerist hjá fiskistofnun fyrstu 2 árin. Hafró nálgast hvern fiskistofn eins og hann sé sá eini í hafinu. Alla vistfræðilega nálgun hefur vantað. Hver fiskistofn, hver lífvera, hefur áhrif á vistkerfið. Ofveiði loðnu hefur verið dýru verði keypt. Kennir umhverfisbreytingum um allt sem miður fer. Hafró hefur fundið leið til að afgreiða alla gagnrýni á það sem miður fer. Það er sama hvaða vandamál um ræðir; allt umhverfisáhrifum að kenna/hlýnun sjávar, jafn vel þó rætt sé um vandamál sem komu upp löngu fyrir tímann sem farið var að tala um umhverfisáhrif. En hvað gerir Hafró til að takast á við þessar breytingar? Sú vísindagrein sem vex ört og er beitt í æ ríkara mæli í fiskifræðinni er; atferlisfræði fiska. En að skilja hegðun fiskistofna er lykilatriði á tímum umhverfisbreytinga. Engin sérfræðingur í atferlisfræði fiskistofna er hjá Hafró. Um árið sótti sprenglærður atferlisfræðingur á sviði fiskifræði um starf hjá Hafró, á þeim bæ var slíkt afgreitt sem “rugl”. Þessi staðreynd lýsir skorti Hafró á að tileinka sér nýjungar og metnaðarleysi í vísindum á sviði vistfræði sjávar. eDNA Hafró er eitthvað farið að vinna með svokallað eDNA, umhverfis DNA, sérstaklega í uppsjávarfiski. En er þó skammt á veg komið. Erlendar þjóðir eru löngu farnar að notast við þessa mögnuðu tækni. Með eDNA er hægt að stórauka nákvæmni stofnstæðarmælinga, og sem mikilvæga viðbót við togararöll og fleiri mælileiðir. Með eDNA er hægt að finna út hvað fiskur, fiskitegund er í sjónum á tilteknu svæði. Allur fiskur skilur eftir sig úrgang, hreistur og fleiri lífssýni sem má nýjustu tækni greina og mæla úr sýni úr sjónum. Stofnstærðarmælingar Hafró eru fjarri því að hafa verið uppfærðar miðað við nútíma vísindi og þekkingu. Í 40 ár hefur “sama” trollinu verið dröslað yfir sömu bleyðurnar á sama tíma ársins. Ekkert er tekið tillit til þeirra umhverfisbreytinga sem hafa orðið þessa fjóra áratugi, hvað þá stöðu hafstrauma, Hafró hefur tapað trúverðugleika. Eftir áratuga sögu veiðiráðgjafar hefur stofnunin tapað trúverðugleika. Ekkert bendir til að afli okkar verðmætasta fisks; þorks aukist á næstu árum. Enn er aflinn rétt um 50% af því sem áður var, áratugum saman. Nú um daginn var gefin út ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Enn er dregið úr þorskkvóta, en sagt að samt eigum við að vera stolt af stórum þorskstofni og svo sé ýsuaflinn á uppleið. En ekki nefnt að innan við 20 árum síðan, var ýsuaflinn mun meiri en nú er (2004-2009 var hann rúm 100 þús tonn, tæp 80 þús tonn nú) Þessu er ekki hægt að skella á umhverfisbreytingar. Á vakt Hafró hafa mikilvægir og verðmætir stofnar hrunið sökum ofveiði og óstjórnar . Þrátt fyrir aðvaranir hefur loðnan verið ofveidd árum saman; mikilvægasta fisktegund vistkerfi sjávar hér við land. ICES hefur oft bent Hafró á skort á vistfræðilegri nálgun í ráðgjöf. Humar nánast útrýmt, og til skammar hvernig forstjórinn reynir að þvo hendur stofnunarinnar á þeirri vitleysu. Rækjustofnar svipur hjá sjón, lúða: hvað er það? Trúverðugleiki Hafró fór alveg út í veður og vind, þegar stofnunin gaf fyrirtæki leyfi fyrir vítissóda tilraun í Hvalfirði og þyggja frá því styrk. Eitthvað sem erfitt er að finna virt vísindafólk til að kvitta upp á. Hafró fái alvöru yfirhalningu. Það var gleðilegt þegar formaður atvinnuveganefndar, talaði um að fá annað álit á ráðgjöfinni sem Hafró setti fram fyrir stuttu. Mikið var. Helst að fá vísindamenn frá Þýskalandi , Bandaríkjunum eða Kanada, þjóðum sem standa framalega í vísindum á sviði vistfræði sjávar. Það er löngu tímabært að ríkisstjórn láti fara fram faglega úttekt á Hafró. Það er þjóðinni dýrt, ef fiskistofnar halda áfram að hrynja eins og spilaborgir vegna tómlætis ráðamanna. Björn Ólafsson, útgerðartæknir.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar