Erlendir ríkisborgarar rúmlega helmingur atvinnulausra Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 22:21 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Einar Atvinnuleysi minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og mældist atvinnuleysi 3,7 prósent í maímánuði, samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. Um 54 prósent fólks á atvinnuleysisskrá eru erlendir ríkisborgarar. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir erfiðara að koma erlendu fólki aftur í vinnu. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að hátt hlutfall erlendra ríkisborgara meðal atvinnulausra hafi verið viðvarandi ástand í nokkur ár. „Þetta hlutfall hefur verið afar hátt, við eigum erfiðarar með að koma fólki aftur í vinnu sem kemur erlendis frá. Þetta er yfirleitt hópurinn sem fyrst er látinn fara og síðastur tekinn inn aftur,“ segir hún. Hún segir að maður þurfi að hafa unnið á Íslandi í tólf mánuði til að vinna sér inn fullar tryggingar hjá atvinnuleysissjóði. Hafi maður unnið í sex mánuði, fái maður fimmtíu prósent tryggingargreiðslur, og þar fram eftir götunum. Unnur var til viðtals á Bylgjunni um málið í dag. Fólk í árstíðarbundnum vinnum Unnur segir að stærsta skýringin á þessu hlutfalli sé mögulega að fólk sem kemur hingað erlendis frá vinni mikið í árstíðarbundnum atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu og jafnvel byggingariðnað. „Nú er þetta að fara af stað, og við sjáum stökk í maímánuði, það fækkaði töluvert af útlendingum á skránni hjá okkur, og það mun örugglega fækka meira í júní.“ Er þetta fólk lengi á atvinnuleysisskrá? „Ekkert lengur en Íslendingar,“ segir Unnur. Að meðaltali sé fólk fjóra til sex mánuði á atvinnuleysisskrá. Eftir þann tíma hafi rúmur helmingur fundið sér nýtt starf. „Þannig fólk staldrar hér mjög stutt við. Kerfið er að virka eins og það er hugsað. Þetta eru tryggingar til að grípa þig þegar þú missir vinnu, á meðan þú ert að leita þér að annarri,“ segir hún. Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi ýmis ráð til að hafa eftirlit með fólki á atvinnuleysisskrá, svo kerfið sé ekki misnotað. „Við erum með mjög öfluga vinnumiðlun hér, fólk kemur hingað og útbýr ferilskrá, fólk kemur hingað og lærir að leita að vinnu í tölvunni, við erum í töluverðri snertingu við fólk í atvinnuleit. Eftir því sem fólkið er lengur á skrá höfum við meira samband við fólkið.“ Sé fólk lengi að finna sér nýja vinnu fari stofnunin að grennslast fyrir um það hvað það gæti verið sem veldur því. Mjög erfitt að fylgjast með svartri vinnu Unnur segir að vandinn við svarta vinnu sé að hún sé einmitt kolsvört, það sé erfitt að finna slíka vinnu. Nú fáum við hringingar í símatíma hér þar sem fólk heldur að það sé ágætur hluti þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá sem eru að vinna svart, eruð þið með eftirlit með slíku? „Við erum með sama eftirlit og skatturinn. Það er mjög erfitt að finna svarta vinnu. Það er helst að þú finnir svarta vinnu þegar vinnueftirlitið fer inn á vinnustaðina, og fer kannski að bera saman bakfærsluskrá skattstjórans og fólksins sem er í starfi,“ segir hún. Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi ekkert sérstakt eftirlit með til dæmis síðum á Facebook þar sem auglýst er eftir svartri vinnu. „Nei við erum ekki þar. Ég held bara satt best að segja að svo lítið hlutfall af þeim sem eru í atvinnuleit hjá okkur séu þarna inni. Svo veit maður heldur ekki hversu mikla vinnu fólk fær í gegnum svona auglýsingar. Þú ert kannski að skipta um glugga, laga skáp, ég held þetta sé það sem telji.“ Unnur segir að flestir finni sér nýja vinnu á fjórum til sex mánuðum. Þegar lengri tíi líður, verði fólk yfirleitt að taka því starfi sem býðst, nema fólk hafi lögmætar skýringar á því hvers vegna starfið hentar ekki. „Til dæmis þegar við bjóðum vaktavinnu á Keflavíkurflugvelli, og þetta eru einstæðar mæður með lítil börn, þá geta þær eðli máls samkvæmt ekki farið út að vinna klukkan fjögur að nóttu til,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að hátt hlutfall erlendra ríkisborgara meðal atvinnulausra hafi verið viðvarandi ástand í nokkur ár. „Þetta hlutfall hefur verið afar hátt, við eigum erfiðarar með að koma fólki aftur í vinnu sem kemur erlendis frá. Þetta er yfirleitt hópurinn sem fyrst er látinn fara og síðastur tekinn inn aftur,“ segir hún. Hún segir að maður þurfi að hafa unnið á Íslandi í tólf mánuði til að vinna sér inn fullar tryggingar hjá atvinnuleysissjóði. Hafi maður unnið í sex mánuði, fái maður fimmtíu prósent tryggingargreiðslur, og þar fram eftir götunum. Unnur var til viðtals á Bylgjunni um málið í dag. Fólk í árstíðarbundnum vinnum Unnur segir að stærsta skýringin á þessu hlutfalli sé mögulega að fólk sem kemur hingað erlendis frá vinni mikið í árstíðarbundnum atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu og jafnvel byggingariðnað. „Nú er þetta að fara af stað, og við sjáum stökk í maímánuði, það fækkaði töluvert af útlendingum á skránni hjá okkur, og það mun örugglega fækka meira í júní.“ Er þetta fólk lengi á atvinnuleysisskrá? „Ekkert lengur en Íslendingar,“ segir Unnur. Að meðaltali sé fólk fjóra til sex mánuði á atvinnuleysisskrá. Eftir þann tíma hafi rúmur helmingur fundið sér nýtt starf. „Þannig fólk staldrar hér mjög stutt við. Kerfið er að virka eins og það er hugsað. Þetta eru tryggingar til að grípa þig þegar þú missir vinnu, á meðan þú ert að leita þér að annarri,“ segir hún. Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi ýmis ráð til að hafa eftirlit með fólki á atvinnuleysisskrá, svo kerfið sé ekki misnotað. „Við erum með mjög öfluga vinnumiðlun hér, fólk kemur hingað og útbýr ferilskrá, fólk kemur hingað og lærir að leita að vinnu í tölvunni, við erum í töluverðri snertingu við fólk í atvinnuleit. Eftir því sem fólkið er lengur á skrá höfum við meira samband við fólkið.“ Sé fólk lengi að finna sér nýja vinnu fari stofnunin að grennslast fyrir um það hvað það gæti verið sem veldur því. Mjög erfitt að fylgjast með svartri vinnu Unnur segir að vandinn við svarta vinnu sé að hún sé einmitt kolsvört, það sé erfitt að finna slíka vinnu. Nú fáum við hringingar í símatíma hér þar sem fólk heldur að það sé ágætur hluti þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá sem eru að vinna svart, eruð þið með eftirlit með slíku? „Við erum með sama eftirlit og skatturinn. Það er mjög erfitt að finna svarta vinnu. Það er helst að þú finnir svarta vinnu þegar vinnueftirlitið fer inn á vinnustaðina, og fer kannski að bera saman bakfærsluskrá skattstjórans og fólksins sem er í starfi,“ segir hún. Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi ekkert sérstakt eftirlit með til dæmis síðum á Facebook þar sem auglýst er eftir svartri vinnu. „Nei við erum ekki þar. Ég held bara satt best að segja að svo lítið hlutfall af þeim sem eru í atvinnuleit hjá okkur séu þarna inni. Svo veit maður heldur ekki hversu mikla vinnu fólk fær í gegnum svona auglýsingar. Þú ert kannski að skipta um glugga, laga skáp, ég held þetta sé það sem telji.“ Unnur segir að flestir finni sér nýja vinnu á fjórum til sex mánuðum. Þegar lengri tíi líður, verði fólk yfirleitt að taka því starfi sem býðst, nema fólk hafi lögmætar skýringar á því hvers vegna starfið hentar ekki. „Til dæmis þegar við bjóðum vaktavinnu á Keflavíkurflugvelli, og þetta eru einstæðar mæður með lítil börn, þá geta þær eðli máls samkvæmt ekki farið út að vinna klukkan fjögur að nóttu til,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira