„Þingið hefur verið svipt aðhaldi sínu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 19:55 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins og annar þingmaður Suðurkjördæmis flutti fyrstu eldhúsdagsræðu kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Fjárlaganefnd var sniðgengin. Þingið hefur verið svipt aðhaldi sínu. Ráðherrar svara ekki í þingsal, heldur í útvöldum fjölmiðlum. Þetta eru ekki smávægileg frávik. Þetta eru alvarleg merki um að þingræðinu sé ekki sýnd tilhlýðileg virðing.“ Þetta er meðal þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hún sagði ábyrgðarleysi blasa við í efnahagsmálum landsins. „Ríkisstjórnin talar um aðhald, en gerir annað. Hún lofar að draga úr útgjöldum – en bindur um fimmtung ríkisútgjalda við launavísitölu. Þannig verða tugir milljarða króna útgjöld sjálfvirk, án nokkurrar aðkomu Alþingis. Þetta er ekki ábyrgt. Þetta er afsalað vald, með lokuðum augum, frá þjóðkjörnum fulltrúum til ófyrirsjáanlegrar launaþróunar. Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin hækka skatta á undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar. Skatta sem ekki byggja á raunverulegri afkomu heldur reiknaðri. Þetta er ekki aðeins ósanngjarnt – þetta er bein árás á samkeppnishæfni Íslands og þar með á framtíð tekjuöflunar ríkisins sjálfs,“ sagði Guðrún. Bitni á lífeyrissjóðum láglaunastétta Guðrún segir lífeyriskerfið þó standa henni næst. Eitt stærsta gæfuspor sem stigið hafi verið í íslensku samfélagi hafi verið þegar launþegar og atvinnurekendur hafi ákveðið að byggja upp sameiginlegt, sjálfstætt samtryggingarkerfi lífeyrisréttinda. „Ég sé ekki betur, virðulegi forseti, en að ríkisstjórnin ætli að „berja niður verðbólguna með sleggju“ og nú beiti hún sömu sleggju á lífeyrissjóðina. Þetta er atlaga að viðkvæmu jafnvægi. Og þetta hefur afleiðingar. Afleiðingar fyrir réttindi, fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna og fyrir getu þeirra til að styðja við atvinnulífið. Þessi stefna bitnar sérstaklega á sjóðum láglaunastétta. Hún grefur undan því jafnræði sem velferðarkerfið á að byggja á. Því spyr ég: hvernig getur það samræmst réttlæti að láta verkafólk axla kostnað sem áður var á ábyrgð ríkisins?“ Stefnuleysi í ríkisfjármálum Þá sakar hún ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi í opinberum fjármálum. Forsendur ríkisstjórnarinnar um rekstrarafgang séu ekki trúverðugar. Hvorki hafi verið kynnt hvernig útgjöld verði dregin saman né hvernig skuli forgangsraðað. Í stað þess að kynna raunhæfar aðgerðir sé boðuð enn meiri útgjaldaaukning. „Það sem verra er, á sama tíma og ríkisstjórnin lýsir því yfir að tryggja eigi stöðugleika, leggur hún til að töluleg viðmið um lækkun skulda verði felld úr lögum um opinber fjármál. Þannig á að leysa vanda ríkissjóðs, með því að afnema mælikvarðana. Það er ekki fjármálastefna, virðulegi forseti. Það er ábyrgðarleysi. Hún segir vanda ríkisfjármála ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda. „Ísland er þegar með eitt umfangsmesta opinbera kerfi í heiminum. Nú þarf raunverulega hagræðingu og forgangsröðun. Það er ekki val, heldur nauðsyn , ef við ætlum að standa vörð um traust opinberra fjármála og jafnræði milli kynslóða. Þegar afkomubati er sagður markmið, en jafnframt lagt til að hækka skatta á grunnstoðir útflutnings, á sama tíma og alþjóðaviðskipti standa í upplausn, þá er ekki um stefnu að ræða, heldur stefnuleysi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hún sagði ábyrgðarleysi blasa við í efnahagsmálum landsins. „Ríkisstjórnin talar um aðhald, en gerir annað. Hún lofar að draga úr útgjöldum – en bindur um fimmtung ríkisútgjalda við launavísitölu. Þannig verða tugir milljarða króna útgjöld sjálfvirk, án nokkurrar aðkomu Alþingis. Þetta er ekki ábyrgt. Þetta er afsalað vald, með lokuðum augum, frá þjóðkjörnum fulltrúum til ófyrirsjáanlegrar launaþróunar. Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin hækka skatta á undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar. Skatta sem ekki byggja á raunverulegri afkomu heldur reiknaðri. Þetta er ekki aðeins ósanngjarnt – þetta er bein árás á samkeppnishæfni Íslands og þar með á framtíð tekjuöflunar ríkisins sjálfs,“ sagði Guðrún. Bitni á lífeyrissjóðum láglaunastétta Guðrún segir lífeyriskerfið þó standa henni næst. Eitt stærsta gæfuspor sem stigið hafi verið í íslensku samfélagi hafi verið þegar launþegar og atvinnurekendur hafi ákveðið að byggja upp sameiginlegt, sjálfstætt samtryggingarkerfi lífeyrisréttinda. „Ég sé ekki betur, virðulegi forseti, en að ríkisstjórnin ætli að „berja niður verðbólguna með sleggju“ og nú beiti hún sömu sleggju á lífeyrissjóðina. Þetta er atlaga að viðkvæmu jafnvægi. Og þetta hefur afleiðingar. Afleiðingar fyrir réttindi, fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna og fyrir getu þeirra til að styðja við atvinnulífið. Þessi stefna bitnar sérstaklega á sjóðum láglaunastétta. Hún grefur undan því jafnræði sem velferðarkerfið á að byggja á. Því spyr ég: hvernig getur það samræmst réttlæti að láta verkafólk axla kostnað sem áður var á ábyrgð ríkisins?“ Stefnuleysi í ríkisfjármálum Þá sakar hún ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi í opinberum fjármálum. Forsendur ríkisstjórnarinnar um rekstrarafgang séu ekki trúverðugar. Hvorki hafi verið kynnt hvernig útgjöld verði dregin saman né hvernig skuli forgangsraðað. Í stað þess að kynna raunhæfar aðgerðir sé boðuð enn meiri útgjaldaaukning. „Það sem verra er, á sama tíma og ríkisstjórnin lýsir því yfir að tryggja eigi stöðugleika, leggur hún til að töluleg viðmið um lækkun skulda verði felld úr lögum um opinber fjármál. Þannig á að leysa vanda ríkissjóðs, með því að afnema mælikvarðana. Það er ekki fjármálastefna, virðulegi forseti. Það er ábyrgðarleysi. Hún segir vanda ríkisfjármála ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda. „Ísland er þegar með eitt umfangsmesta opinbera kerfi í heiminum. Nú þarf raunverulega hagræðingu og forgangsröðun. Það er ekki val, heldur nauðsyn , ef við ætlum að standa vörð um traust opinberra fjármála og jafnræði milli kynslóða. Þegar afkomubati er sagður markmið, en jafnframt lagt til að hækka skatta á grunnstoðir útflutnings, á sama tíma og alþjóðaviðskipti standa í upplausn, þá er ekki um stefnu að ræða, heldur stefnuleysi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira