Rut bætist í stóran hóp sem kvatt hefur landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 13:43 Rut Jónsdóttir hefur spilað sinn síðasta landsleik, lílkt og Steinunn Björnsdóttir sem hér heldur í treyju hennar. Síðustu landsleikirnir þeirra voru gegn Ísrael í apríl þegar Ísland tryggði sig með stæl inn á næsta HM. vísir/Hulda Margrét Rut Jónsdóttir, ein besta handboltakona sem Ísland hefur átt, kveðst hafa spilað sinn síðasta landsleik. Hún bætist þar með í hóp reynslumikilla leikmanna sem kvatt hafa landsliðið nýlega. Rut greinir frá þessu í samtali við mbl.is í dag en segir jafnframt að handboltaferlinum sé ekki lokið því hún hyggist standa við samning sinn við Hauka um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Hún lék alls 124 A-landsleiki og skoraði í þeim 249 mörk. Síðustu landsleikir Rutar voru í apríl þegar Ísland gjörsigraði Ísrael og tryggði sér sæti á sínu þriðja stórmóti í röð; HM sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok þessa árs. Þessi 34 ára, örvhenta skytta hóf ferilinn með HK en lék svo um árabil í Dannmörku og vann til að mynda EHF-bikarinn með Holstebro árið 2013. Rut kom svo til KA/Þórs árið 2020 og átti þátt í fullkomnu tímabili liðsins sem fram að því var titlalaust en varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn á fyrsta tímabili Rutar. Í vetur varð hún svo bikarmeistari á fyrsta tímabili sínu með Haukum. Sara Sif Helgadóttir og Rut Jónsdóttir verða áfram liðsfélagar hjá Haukum þó að Rut hafi nú ákveðið að segja skilið við landsliðið.vísir/Hulda Margrét Eins og fyrr segir bætist Rut nú í hóp leikmanna sem kvatt hafa landsliðið. Af þeim 18 leikmönnum sem valdir voru fyrir HM í desember síðastliðnum eru nú alls sex ekki tiltækar en þær eru þó ekki allar hættar. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Steinunn Björnsdóttir lögðu skóna á hilluna í vor, og Sunna Jónsdóttir hætti í landsliðinu og taldi líklegt að skórnir væru alfarið farnir á hilluna. Þá lagði Hildigunnur Einarsdóttir, sem var í EM-hópnum fyrir einu og hálfu ári, skóna á hilluna í vor. Við þetta bætist að Berglind Þorsteinsdóttir hefur tekið sér hlé frá handbolta til að jafna sig eftir ítrekuð hnémeiðsli og þá er Perla Ruth Albertsdóttir ólétt. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Rut greinir frá þessu í samtali við mbl.is í dag en segir jafnframt að handboltaferlinum sé ekki lokið því hún hyggist standa við samning sinn við Hauka um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Hún lék alls 124 A-landsleiki og skoraði í þeim 249 mörk. Síðustu landsleikir Rutar voru í apríl þegar Ísland gjörsigraði Ísrael og tryggði sér sæti á sínu þriðja stórmóti í röð; HM sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok þessa árs. Þessi 34 ára, örvhenta skytta hóf ferilinn með HK en lék svo um árabil í Dannmörku og vann til að mynda EHF-bikarinn með Holstebro árið 2013. Rut kom svo til KA/Þórs árið 2020 og átti þátt í fullkomnu tímabili liðsins sem fram að því var titlalaust en varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn á fyrsta tímabili Rutar. Í vetur varð hún svo bikarmeistari á fyrsta tímabili sínu með Haukum. Sara Sif Helgadóttir og Rut Jónsdóttir verða áfram liðsfélagar hjá Haukum þó að Rut hafi nú ákveðið að segja skilið við landsliðið.vísir/Hulda Margrét Eins og fyrr segir bætist Rut nú í hóp leikmanna sem kvatt hafa landsliðið. Af þeim 18 leikmönnum sem valdir voru fyrir HM í desember síðastliðnum eru nú alls sex ekki tiltækar en þær eru þó ekki allar hættar. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Steinunn Björnsdóttir lögðu skóna á hilluna í vor, og Sunna Jónsdóttir hætti í landsliðinu og taldi líklegt að skórnir væru alfarið farnir á hilluna. Þá lagði Hildigunnur Einarsdóttir, sem var í EM-hópnum fyrir einu og hálfu ári, skóna á hilluna í vor. Við þetta bætist að Berglind Þorsteinsdóttir hefur tekið sér hlé frá handbolta til að jafna sig eftir ítrekuð hnémeiðsli og þá er Perla Ruth Albertsdóttir ólétt.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn