Óður til Sigga sjéní Ingvi Þór Georgsson skrifar 11. júní 2025 10:01 Sumir nafntogaðir menn og konur hafa aldrei fengið þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. Það á vissulega ekki við um málarana Monet og Renoir í dag en báðir voru þó sakaðir um að kunna ekki að mála þegar impressíon málverk þeirra litu fyrst dagsins ljós í Frakklandi seinni hluta 19.aldar. Þeir voru útskúfaðir úr elítunni og þurftu að halda eigin sýningar til að koma sér á framfæri. Verkin þóttu gróf og gengu gegn almennum viðmiðum um list á þeim tíma. Það var ekki fyrr en löngu eftir að fyrstu verkin litu dagsins ljós sem þeir byrjuðu að njóta virðingar fyrir nýjan stíl. Nær okkur í tíma og að ögn öðru meiði stendur sálfræðingurinn og markaðsráðgjafinn Howard Moskowitz sem var beðinn um að finna uppskriftina að hinni „fullkomnu“ spaghettísósu. Howard komst á endanum að því að hin fullkomna spaghetti sósa er ekki til. Niðurstaðan var sú að neytendur vilja ekki alltaf fullkomna lausn heldur val, val um mismunandi bragð, áferð, magn af salti, sætu og fleiru persónubundnu sem engin ein vörulína getur uppfyllt hjá öllum. Sigurður Guðmundsson betur þekktur sem Siggi málari eða „Siggi sjení“ eins og hann var gjarnan kallaður er ekki nafn sem margir Íslendingar þekkja úr sögu þjóðar. Sigurður var stórmerkilegur maður og vakti athygli fyrir margt; hann var einn af fyrstu hvatamönnum að stofnun atvinnuleikhúss, lagði grunn að stofnun þjóðminjasafnsins og er talinn vera frumkvæðismaður af endurreisn og formfesti þjóðbúninga íslenskra kvenna. Árið 1858 lagði Sigurður til atlögu við danska kventísku ásamt stúlkum sem voru hjá honum í teiknikennslu og til varð nýr kvenbúningur, kyrtillinn. Kyrtillinn var á þeim tíma léttari kjóll með miðaldalegu sniði ætlaður til notkunar á dansleikjum fyrir ungar stúlkur í Reykjavík. Og tískustríð Sigurðar við dönsku hirðina gat ekki af sér einn heldur tvo af núverandi þjóðbúningum Íslands en Siggi Sjéní á líka heiðurinn af því að hafa búið til skautbúninginn sem sló í gegn meðal kvenna um miðja 19 öld. Sigurður lést árið 1874. Sagt er að þegar Hilmar Finsen, landsfógeti Íslands, lagði til við konung að heiðra Sigurð fyrir störf hans, hafi konungurinn svarað einfaldlega: „Hann verðskuldar ekki nokkuð.“ Þó Sigurður hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem hann átti skilið á þeim tíma lifa Kyrtillinn og skautbúningurinn enn þann dag í dag og mögulega getum við fagnað nýrri endurreisn íslenska þjóðbúningins á 192ára afmæli Sigga Sjéní. Fyrr nefndur Moskowitz gæti allvega sannfært einhver okkar um að neytendur vilja val og mögulega er kominn tími fyrir hugvitsfólk vítt og breitt um landið í að búa til nýja búninga á 21.öldinni. Stundum brjótum við hefðir til að auðga menningu þjóðar. Höfundur er talsmaður uppfinninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir nafntogaðir menn og konur hafa aldrei fengið þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. Það á vissulega ekki við um málarana Monet og Renoir í dag en báðir voru þó sakaðir um að kunna ekki að mála þegar impressíon málverk þeirra litu fyrst dagsins ljós í Frakklandi seinni hluta 19.aldar. Þeir voru útskúfaðir úr elítunni og þurftu að halda eigin sýningar til að koma sér á framfæri. Verkin þóttu gróf og gengu gegn almennum viðmiðum um list á þeim tíma. Það var ekki fyrr en löngu eftir að fyrstu verkin litu dagsins ljós sem þeir byrjuðu að njóta virðingar fyrir nýjan stíl. Nær okkur í tíma og að ögn öðru meiði stendur sálfræðingurinn og markaðsráðgjafinn Howard Moskowitz sem var beðinn um að finna uppskriftina að hinni „fullkomnu“ spaghettísósu. Howard komst á endanum að því að hin fullkomna spaghetti sósa er ekki til. Niðurstaðan var sú að neytendur vilja ekki alltaf fullkomna lausn heldur val, val um mismunandi bragð, áferð, magn af salti, sætu og fleiru persónubundnu sem engin ein vörulína getur uppfyllt hjá öllum. Sigurður Guðmundsson betur þekktur sem Siggi málari eða „Siggi sjení“ eins og hann var gjarnan kallaður er ekki nafn sem margir Íslendingar þekkja úr sögu þjóðar. Sigurður var stórmerkilegur maður og vakti athygli fyrir margt; hann var einn af fyrstu hvatamönnum að stofnun atvinnuleikhúss, lagði grunn að stofnun þjóðminjasafnsins og er talinn vera frumkvæðismaður af endurreisn og formfesti þjóðbúninga íslenskra kvenna. Árið 1858 lagði Sigurður til atlögu við danska kventísku ásamt stúlkum sem voru hjá honum í teiknikennslu og til varð nýr kvenbúningur, kyrtillinn. Kyrtillinn var á þeim tíma léttari kjóll með miðaldalegu sniði ætlaður til notkunar á dansleikjum fyrir ungar stúlkur í Reykjavík. Og tískustríð Sigurðar við dönsku hirðina gat ekki af sér einn heldur tvo af núverandi þjóðbúningum Íslands en Siggi Sjéní á líka heiðurinn af því að hafa búið til skautbúninginn sem sló í gegn meðal kvenna um miðja 19 öld. Sigurður lést árið 1874. Sagt er að þegar Hilmar Finsen, landsfógeti Íslands, lagði til við konung að heiðra Sigurð fyrir störf hans, hafi konungurinn svarað einfaldlega: „Hann verðskuldar ekki nokkuð.“ Þó Sigurður hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem hann átti skilið á þeim tíma lifa Kyrtillinn og skautbúningurinn enn þann dag í dag og mögulega getum við fagnað nýrri endurreisn íslenska þjóðbúningins á 192ára afmæli Sigga Sjéní. Fyrr nefndur Moskowitz gæti allvega sannfært einhver okkar um að neytendur vilja val og mögulega er kominn tími fyrir hugvitsfólk vítt og breitt um landið í að búa til nýja búninga á 21.öldinni. Stundum brjótum við hefðir til að auðga menningu þjóðar. Höfundur er talsmaður uppfinninga.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar