„Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2025 14:31 Dean Huijsen og Florentino Perez sáttir á svip eftir undirritun samningsins. real madrid Dean Huijsen hefur gengið frá félagaskiptum frá Bournemouth á Englandi til Real Madrid á Spáni, sem hann segist hafa dreymt um að spila fyrir síðan í æsku. Önnur lið, eins og Liverpool, Chelsea, Arsenal og Bayern Munchen, vöktu ekki áhuga. Real Madrid gekk frá fimmtíu milljóna punda kaupunum fyrir nokkru síðan en félagaskiptin voru ekki fest formlega fyrr en í dag, á lokadegi fyrri félagaskiptaglugga sumarsins. Huijsen gerir fimm ára samning við félagið og verður löglegur á HM félagsliða sem hefst næsta sunnudag. Hann mætti með fjölskyldu sinni í höfuðstöðvar Real Madrid í morgun, gekkst undir læknisskoðun, skrifaði undir og var kynntur sem nýr leikmaður liðsins. 🔢 Our new No.24!🌟 @DHuijsen#WelcomeHuijsen pic.twitter.com/MmPyb4hphr— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) June 10, 2025 Í kynningarmyndbandi Real Madrid hér að ofan var birt mynd af Huijsen úr barnæsku þar sem hann sást klæðast treyju liðsins. Hann hefur lengi verið aðdáandi og greindi frá því eftir að samningurinn var undirritaður að hann hefði ekki litið við neinu öðru liði. „Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið… Real Madrid hefur alltaf verið mitt uppáhaldslið“ sagði Huijsen sem fer á fyrstu æfinguna með liðinu á morgun. Foreldrar hans eru hollenskir og Huijsen fæddist þar í landi en flutti til Spánar ungur að árum og kaus að spila með spænska landsliðinu frekar en því hollenska. Huijsen ólst upp með Xabi Alonso í spænska landsliðinu. real madrid Hann hefur áður sagt að Sergio Ramos sé sín helsta fótboltahetja og hefur rætt við hann eftir að skiptin til Real Madrid voru staðfest. Sömuleiðis hefur Huijsen miklar mætur á Xabi Alonso, nýráðnum þjálfara Real Madrid og fyrrum landsliðsmanni Spánar. „Við höfum talað aðeins saman, um hvers hann ætlast af mér. Ég held að við eigum frábær ár framundan. Ég fell vel að hans hugmyndum og fótbolta. Hlakka til að leggja mitt af mörkum til liðsins og mun gera hvað sem ég get til að hjálpa“ sagði Huijsen einnig. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Real Madrid gekk frá fimmtíu milljóna punda kaupunum fyrir nokkru síðan en félagaskiptin voru ekki fest formlega fyrr en í dag, á lokadegi fyrri félagaskiptaglugga sumarsins. Huijsen gerir fimm ára samning við félagið og verður löglegur á HM félagsliða sem hefst næsta sunnudag. Hann mætti með fjölskyldu sinni í höfuðstöðvar Real Madrid í morgun, gekkst undir læknisskoðun, skrifaði undir og var kynntur sem nýr leikmaður liðsins. 🔢 Our new No.24!🌟 @DHuijsen#WelcomeHuijsen pic.twitter.com/MmPyb4hphr— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) June 10, 2025 Í kynningarmyndbandi Real Madrid hér að ofan var birt mynd af Huijsen úr barnæsku þar sem hann sást klæðast treyju liðsins. Hann hefur lengi verið aðdáandi og greindi frá því eftir að samningurinn var undirritaður að hann hefði ekki litið við neinu öðru liði. „Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið… Real Madrid hefur alltaf verið mitt uppáhaldslið“ sagði Huijsen sem fer á fyrstu æfinguna með liðinu á morgun. Foreldrar hans eru hollenskir og Huijsen fæddist þar í landi en flutti til Spánar ungur að árum og kaus að spila með spænska landsliðinu frekar en því hollenska. Huijsen ólst upp með Xabi Alonso í spænska landsliðinu. real madrid Hann hefur áður sagt að Sergio Ramos sé sín helsta fótboltahetja og hefur rætt við hann eftir að skiptin til Real Madrid voru staðfest. Sömuleiðis hefur Huijsen miklar mætur á Xabi Alonso, nýráðnum þjálfara Real Madrid og fyrrum landsliðsmanni Spánar. „Við höfum talað aðeins saman, um hvers hann ætlast af mér. Ég held að við eigum frábær ár framundan. Ég fell vel að hans hugmyndum og fótbolta. Hlakka til að leggja mitt af mörkum til liðsins og mun gera hvað sem ég get til að hjálpa“ sagði Huijsen einnig.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira