„Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2025 14:31 Dean Huijsen og Florentino Perez sáttir á svip eftir undirritun samningsins. real madrid Dean Huijsen hefur gengið frá félagaskiptum frá Bournemouth á Englandi til Real Madrid á Spáni, sem hann segist hafa dreymt um að spila fyrir síðan í æsku. Önnur lið, eins og Liverpool, Chelsea, Arsenal og Bayern Munchen, vöktu ekki áhuga. Real Madrid gekk frá fimmtíu milljóna punda kaupunum fyrir nokkru síðan en félagaskiptin voru ekki fest formlega fyrr en í dag, á lokadegi fyrri félagaskiptaglugga sumarsins. Huijsen gerir fimm ára samning við félagið og verður löglegur á HM félagsliða sem hefst næsta sunnudag. Hann mætti með fjölskyldu sinni í höfuðstöðvar Real Madrid í morgun, gekkst undir læknisskoðun, skrifaði undir og var kynntur sem nýr leikmaður liðsins. 🔢 Our new No.24!🌟 @DHuijsen#WelcomeHuijsen pic.twitter.com/MmPyb4hphr— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) June 10, 2025 Í kynningarmyndbandi Real Madrid hér að ofan var birt mynd af Huijsen úr barnæsku þar sem hann sást klæðast treyju liðsins. Hann hefur lengi verið aðdáandi og greindi frá því eftir að samningurinn var undirritaður að hann hefði ekki litið við neinu öðru liði. „Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið… Real Madrid hefur alltaf verið mitt uppáhaldslið“ sagði Huijsen sem fer á fyrstu æfinguna með liðinu á morgun. Foreldrar hans eru hollenskir og Huijsen fæddist þar í landi en flutti til Spánar ungur að árum og kaus að spila með spænska landsliðinu frekar en því hollenska. Huijsen ólst upp með Xabi Alonso í spænska landsliðinu. real madrid Hann hefur áður sagt að Sergio Ramos sé sín helsta fótboltahetja og hefur rætt við hann eftir að skiptin til Real Madrid voru staðfest. Sömuleiðis hefur Huijsen miklar mætur á Xabi Alonso, nýráðnum þjálfara Real Madrid og fyrrum landsliðsmanni Spánar. „Við höfum talað aðeins saman, um hvers hann ætlast af mér. Ég held að við eigum frábær ár framundan. Ég fell vel að hans hugmyndum og fótbolta. Hlakka til að leggja mitt af mörkum til liðsins og mun gera hvað sem ég get til að hjálpa“ sagði Huijsen einnig. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Real Madrid gekk frá fimmtíu milljóna punda kaupunum fyrir nokkru síðan en félagaskiptin voru ekki fest formlega fyrr en í dag, á lokadegi fyrri félagaskiptaglugga sumarsins. Huijsen gerir fimm ára samning við félagið og verður löglegur á HM félagsliða sem hefst næsta sunnudag. Hann mætti með fjölskyldu sinni í höfuðstöðvar Real Madrid í morgun, gekkst undir læknisskoðun, skrifaði undir og var kynntur sem nýr leikmaður liðsins. 🔢 Our new No.24!🌟 @DHuijsen#WelcomeHuijsen pic.twitter.com/MmPyb4hphr— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) June 10, 2025 Í kynningarmyndbandi Real Madrid hér að ofan var birt mynd af Huijsen úr barnæsku þar sem hann sást klæðast treyju liðsins. Hann hefur lengi verið aðdáandi og greindi frá því eftir að samningurinn var undirritaður að hann hefði ekki litið við neinu öðru liði. „Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið… Real Madrid hefur alltaf verið mitt uppáhaldslið“ sagði Huijsen sem fer á fyrstu æfinguna með liðinu á morgun. Foreldrar hans eru hollenskir og Huijsen fæddist þar í landi en flutti til Spánar ungur að árum og kaus að spila með spænska landsliðinu frekar en því hollenska. Huijsen ólst upp með Xabi Alonso í spænska landsliðinu. real madrid Hann hefur áður sagt að Sergio Ramos sé sín helsta fótboltahetja og hefur rætt við hann eftir að skiptin til Real Madrid voru staðfest. Sömuleiðis hefur Huijsen miklar mætur á Xabi Alonso, nýráðnum þjálfara Real Madrid og fyrrum landsliðsmanni Spánar. „Við höfum talað aðeins saman, um hvers hann ætlast af mér. Ég held að við eigum frábær ár framundan. Ég fell vel að hans hugmyndum og fótbolta. Hlakka til að leggja mitt af mörkum til liðsins og mun gera hvað sem ég get til að hjálpa“ sagði Huijsen einnig.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu