Sá tapar sem fyrstur nefnir nasistana: gengisfelling orðsins „rasisti“ Birgir Finnsson skrifar 10. júní 2025 11:01 Í árdaga internetsins, löngu fyrir tilkomu samfélagsmiðla og áður en nokkur hafði heyrt orðið "woke", var oft mikið rifist á spjallþráðum hér og þar um netið. Þá, líkt og nú, hafði fólk sterkar skoðanir á málefnum og oft gekk mikið á þegar harkalega var tekist á í umræðuhópum. Þá átti „nasistavörnin“ sína stuttu gullöld. Það var vinsælt lokaúrræði rökþrota rifrildisseggja, sem komnir voru út í horn í málflutningi sínum, að líkja andstæðingi sínum við Hitler og/eða nasistana, enda eru nasistarnir réttilega taldir dreggjar mannsorpsins og versti söfnuður sem hægt er að hugsa sér. Svo rammt kvað að þessu að árið 1990 setti rithöfundurinn Michael Godwin fram Lögmál Godwins, sem hljómar þannig að eftir því sem umræða á netinu dregst lengur þeim meira aukast líkurnar á að einhver þáttakandi líki andstæðingi sínum við nasistana. Godwin vildi réttilega meina að þessi óábyrga misnotkun nasistastimpilsins drægi úr alvarleika Helfararinnar og annarra voðaverka Þriðja Ríkisins. Þetta lögmál dreifðist hratt um spjallþræðina. Fólk áttaði sig á að það að segja andstæðing sinn "nasista" var auðvitað ekki marktækt með neinu móti og ekki svaravert innlegg í umræðuna. Þetta væri einungis lokatilraun rökþrota manna til að vinna ritdeilu með því að segja andstæðing sinn svo illan og vondan að allt sem hann segði og skrifaði væri ómarktækt í ljósi þessarar yfirþyrmandi mannvonsku.Þetta varð til þess að umsjónaraðilar margra spjallþráða og umræðuhópa settu sér hefð sem enn má víða finna: þegar nasista- eða Hitlers samanburður er gerður, þá telst umræðan þar með á enda. Spjallþræðinum er umsvifalaust lokað og sá sem gerði samanburðinn hefur sjálfkrafa tapað. Með öðrum orðum: sá sem fyrstur kallar hinn "nasista" hefur þar með tapað umræðunni. Í dag er býsna fágætt að fólki sé líkt við nasista einungis fyrir það eitt að vera ósammála einhverjum. Það gerist þó af og til. Fyrir nokkrum dögum var nasistavörninni t.d. beitt af ónefndum starfsmanni Reykjavíkurborgarí opinni Facebook færslu, þegar hún - við góðan róm m.a. fyrrum alþingismanna- lýsti yfir að réttast væri að "berja nasistana" sem voru að mótmæla á Austurvelli. Þetta var skemmtilega retro tilraun til að stöðva umræðuna, svipað og maður sá fyrir 30-40 árum á netinu. En annað orð hefur að mestu tekið við og er af vissum hópum notað af jafnvel enn meira offorsi en nasistasamlíkingin var áður. Það er hið mjög svo gildishlaðna orð "rasisti". Rasistarnir eru nefninlega hinir nýju nasistar. Í dag er þetta það versta sem hægt er að segja um einhvern: ef þú ert rasisti þá ertu einfaldlega svo yfirþyrmandi illur einstaklingur að þú átt þér engar málsbætur. Ef einhver kallar þig rasista, eða segir skoðanir þínar bera keim af rasisma, þá áttu bara að hundskast út í horn, halda þér saman og hætta undir eins öllum samskiptum við gott og siðmenntað fólk (líkt og t.d. þann sem kallaði þig "rasista" og sem er án efa mu betri og vandaðri einstaklingur en þú). Í dag er augljóslega verið að nota hugtakið á sama hátt og nasistarnir voru notaðir hérna áður fyrr - sem ódýra og ómerkilega leið til að komast hjá því að ræða það sem máli skiptir með því að setja stimpil á andstæðinginni og slá allan hans málflutning út af borðinu sem ómarktæka mannvonsku. Þegar vissir hópar eru komnir út í horn með málflutning sinn og eiga engin málefnaleg svör lengur, þá grípa þeir til þess lokaúrræðis að kalla andstæðing sinn "rasista" og telja sig þar með hafa unnið rökræðuna, því við slíku rothöggi sé ekkert svar. Ansi margir byrja jafnvel umræðuna á að kalla andstæðinginn "rasista" um leið og bjallan glymur til að reyna að ná rothögginu strax í upphafi fyrstu lotu og kæfa þannig umræðuna áður en hún nær að komast á flug. Sumir nota kanski annað og fínna orðalag, en aðferðafræðin er sú sama. T.d. kvaddi sér nýlega hljóðs maður sem af mörgum er talinn einn af æðstu klerkum góða fólksins á Íslandi, og kallaði erlendan fyrirlesara sem hingað kom "aula" og "vondan mann", án þess auðvitað að svara orðræðu fyrirlesarans málefnalega á nokkurn hátt. Sömuleiðis hefur sitjandi ráðherra - með eftirtektarverðu drambi - nýverið kallað mótmælendur á Austurvelli "jaðarhóp" og "fordómafulla" og þannig ýjað að því að það þurfi ekkert að taka mark á svoleiðis fólki. Hugsanlega er ráðherrann sammála verkefnastjóranum hjá Reykjavíkurborg um að þetta séu bara nasistar sem eigi að lemja. Þessi óábyrga misnotkun á hugtakinu "rasisti" dregur auðvitað tennurnar úr hugtakinu og gerir bara lítið úr þeirri hættu sem stafar af raunverulegum kynþáttafordómum. Þegar ákveðnir hópar góla í sífellu um fordóma og rasisma hjá þeim sem hafa bara aðrar skoðanir, þá verður venjulegt fólk - og ekki bara þeir sem verið er að stimpla í það skiptið - dofið og ónæmt fyrir hávaðanum, og etv. ekki jafn vel á varðbergi gagnvart eiginlegu kynþáttahatri (ekki ósvipað og með drenginn sem æpti í sífellu "Úlfur! Úlfur!" í sögunni). En auðvitað er allt þetta fólk með skoðanirnar sínar ekki rasistar, ekki frekar en fólkið hérna áður fyrr var nasistar. Við vitum alveg að inn á milli eru einstaklingar sem eiga stimpilinn hugsanlega skilið, en meginþorri þeirra sem eru á svo yfirborðskenndan hátt stimplaðir "rasistar" eru það augljóslega ekki. Þetta er bara venjulegt fólk sem hefur sér það eitt til sakar unnið að hafa áhyggjur og vera með skoðanir sem einhverjum öðrum finnst óþægilegar og erfiðar og treystir sér ekki til að ræða málefnalega. Ef einhverjum finnst sér ógnað eða hefur áhyggjur af samfélaginu og framtíðinni þá á að sýna fólki þá virðingu að ræða við það, hlusta á áhyggjur þess og reyna að finna hvort raunverulegt vandamál sé til staðar og ef svo þá ræða hvernig hægt er að leysa það þannig að sátt ríki um. Það á ekki að afskrifa fólk sem "rasista" eða "jaðarhóp" bara vegna þess að þú ýmist nennir ekki, getur ekki eða þorir ekki að taka umræðuna. Það er bæði ómerkilegt og lágkúrulegt. Svona talar fólk sem stendur stuggur af frjálsri umræðu, þolir engar skoðanir aðrar en sínar eigin og vill bara stöðva samtalið. Svona talar líka fólk sem virðist svo logandi hrætt við að vera útskúfað sjálft að það þorir ekki öðru en að dyggðaskreyta sig af öllum lífs og sálar kröftum og ætíð meira en næsti maður. Og svona talar fólk sem hefur vondan málstað að verja og getur ekkert nema reyna að hæða, smána og hræða aðrar skoðanir í burtu með því að draga fram versta stimpil sem hægt er að setja á nokkurn mann ... og vona að það dugi til að allar aðrar raddir þagni. Auðvitað er þetta ekkert annað en grófasta skoðanakúgun af hálfu þeirra sem óttast framar öllu að missa tökin á tíðarandanum.En það sjá flestir orðið í gegnum þetta. Út af þessari skefjalausu misnotkun þá hefur hugtakið "rasismi" misst allan kraft og verið gengisfellt svo rækilega að ásökunin "rasisti" hefur ekkert bit lengur. Því á kjarninn í lögmáli Godwins við enn þann dag í dag: Sá sem fyrstur kallar andstæðing sinn "nasista", "rasista", "fordómafullan", segir hann í "jaðarhóp" eða notar einhvern annan niðrandi og lítillækkandi stimpil hefur þar með afhjúpað sig sem málefnalega gjaldþrota og hefur því sjálfkrafa tapað umræðunni. Líkt og áður fyrr þá þarf bara að gæta þess að gefa slíku fólki ekki athygli heldur loka þræðinum og halda samtalinu áfram annars staðar. Höfundur er fréttafíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í árdaga internetsins, löngu fyrir tilkomu samfélagsmiðla og áður en nokkur hafði heyrt orðið "woke", var oft mikið rifist á spjallþráðum hér og þar um netið. Þá, líkt og nú, hafði fólk sterkar skoðanir á málefnum og oft gekk mikið á þegar harkalega var tekist á í umræðuhópum. Þá átti „nasistavörnin“ sína stuttu gullöld. Það var vinsælt lokaúrræði rökþrota rifrildisseggja, sem komnir voru út í horn í málflutningi sínum, að líkja andstæðingi sínum við Hitler og/eða nasistana, enda eru nasistarnir réttilega taldir dreggjar mannsorpsins og versti söfnuður sem hægt er að hugsa sér. Svo rammt kvað að þessu að árið 1990 setti rithöfundurinn Michael Godwin fram Lögmál Godwins, sem hljómar þannig að eftir því sem umræða á netinu dregst lengur þeim meira aukast líkurnar á að einhver þáttakandi líki andstæðingi sínum við nasistana. Godwin vildi réttilega meina að þessi óábyrga misnotkun nasistastimpilsins drægi úr alvarleika Helfararinnar og annarra voðaverka Þriðja Ríkisins. Þetta lögmál dreifðist hratt um spjallþræðina. Fólk áttaði sig á að það að segja andstæðing sinn "nasista" var auðvitað ekki marktækt með neinu móti og ekki svaravert innlegg í umræðuna. Þetta væri einungis lokatilraun rökþrota manna til að vinna ritdeilu með því að segja andstæðing sinn svo illan og vondan að allt sem hann segði og skrifaði væri ómarktækt í ljósi þessarar yfirþyrmandi mannvonsku.Þetta varð til þess að umsjónaraðilar margra spjallþráða og umræðuhópa settu sér hefð sem enn má víða finna: þegar nasista- eða Hitlers samanburður er gerður, þá telst umræðan þar með á enda. Spjallþræðinum er umsvifalaust lokað og sá sem gerði samanburðinn hefur sjálfkrafa tapað. Með öðrum orðum: sá sem fyrstur kallar hinn "nasista" hefur þar með tapað umræðunni. Í dag er býsna fágætt að fólki sé líkt við nasista einungis fyrir það eitt að vera ósammála einhverjum. Það gerist þó af og til. Fyrir nokkrum dögum var nasistavörninni t.d. beitt af ónefndum starfsmanni Reykjavíkurborgarí opinni Facebook færslu, þegar hún - við góðan róm m.a. fyrrum alþingismanna- lýsti yfir að réttast væri að "berja nasistana" sem voru að mótmæla á Austurvelli. Þetta var skemmtilega retro tilraun til að stöðva umræðuna, svipað og maður sá fyrir 30-40 árum á netinu. En annað orð hefur að mestu tekið við og er af vissum hópum notað af jafnvel enn meira offorsi en nasistasamlíkingin var áður. Það er hið mjög svo gildishlaðna orð "rasisti". Rasistarnir eru nefninlega hinir nýju nasistar. Í dag er þetta það versta sem hægt er að segja um einhvern: ef þú ert rasisti þá ertu einfaldlega svo yfirþyrmandi illur einstaklingur að þú átt þér engar málsbætur. Ef einhver kallar þig rasista, eða segir skoðanir þínar bera keim af rasisma, þá áttu bara að hundskast út í horn, halda þér saman og hætta undir eins öllum samskiptum við gott og siðmenntað fólk (líkt og t.d. þann sem kallaði þig "rasista" og sem er án efa mu betri og vandaðri einstaklingur en þú). Í dag er augljóslega verið að nota hugtakið á sama hátt og nasistarnir voru notaðir hérna áður fyrr - sem ódýra og ómerkilega leið til að komast hjá því að ræða það sem máli skiptir með því að setja stimpil á andstæðinginni og slá allan hans málflutning út af borðinu sem ómarktæka mannvonsku. Þegar vissir hópar eru komnir út í horn með málflutning sinn og eiga engin málefnaleg svör lengur, þá grípa þeir til þess lokaúrræðis að kalla andstæðing sinn "rasista" og telja sig þar með hafa unnið rökræðuna, því við slíku rothöggi sé ekkert svar. Ansi margir byrja jafnvel umræðuna á að kalla andstæðinginn "rasista" um leið og bjallan glymur til að reyna að ná rothögginu strax í upphafi fyrstu lotu og kæfa þannig umræðuna áður en hún nær að komast á flug. Sumir nota kanski annað og fínna orðalag, en aðferðafræðin er sú sama. T.d. kvaddi sér nýlega hljóðs maður sem af mörgum er talinn einn af æðstu klerkum góða fólksins á Íslandi, og kallaði erlendan fyrirlesara sem hingað kom "aula" og "vondan mann", án þess auðvitað að svara orðræðu fyrirlesarans málefnalega á nokkurn hátt. Sömuleiðis hefur sitjandi ráðherra - með eftirtektarverðu drambi - nýverið kallað mótmælendur á Austurvelli "jaðarhóp" og "fordómafulla" og þannig ýjað að því að það þurfi ekkert að taka mark á svoleiðis fólki. Hugsanlega er ráðherrann sammála verkefnastjóranum hjá Reykjavíkurborg um að þetta séu bara nasistar sem eigi að lemja. Þessi óábyrga misnotkun á hugtakinu "rasisti" dregur auðvitað tennurnar úr hugtakinu og gerir bara lítið úr þeirri hættu sem stafar af raunverulegum kynþáttafordómum. Þegar ákveðnir hópar góla í sífellu um fordóma og rasisma hjá þeim sem hafa bara aðrar skoðanir, þá verður venjulegt fólk - og ekki bara þeir sem verið er að stimpla í það skiptið - dofið og ónæmt fyrir hávaðanum, og etv. ekki jafn vel á varðbergi gagnvart eiginlegu kynþáttahatri (ekki ósvipað og með drenginn sem æpti í sífellu "Úlfur! Úlfur!" í sögunni). En auðvitað er allt þetta fólk með skoðanirnar sínar ekki rasistar, ekki frekar en fólkið hérna áður fyrr var nasistar. Við vitum alveg að inn á milli eru einstaklingar sem eiga stimpilinn hugsanlega skilið, en meginþorri þeirra sem eru á svo yfirborðskenndan hátt stimplaðir "rasistar" eru það augljóslega ekki. Þetta er bara venjulegt fólk sem hefur sér það eitt til sakar unnið að hafa áhyggjur og vera með skoðanir sem einhverjum öðrum finnst óþægilegar og erfiðar og treystir sér ekki til að ræða málefnalega. Ef einhverjum finnst sér ógnað eða hefur áhyggjur af samfélaginu og framtíðinni þá á að sýna fólki þá virðingu að ræða við það, hlusta á áhyggjur þess og reyna að finna hvort raunverulegt vandamál sé til staðar og ef svo þá ræða hvernig hægt er að leysa það þannig að sátt ríki um. Það á ekki að afskrifa fólk sem "rasista" eða "jaðarhóp" bara vegna þess að þú ýmist nennir ekki, getur ekki eða þorir ekki að taka umræðuna. Það er bæði ómerkilegt og lágkúrulegt. Svona talar fólk sem stendur stuggur af frjálsri umræðu, þolir engar skoðanir aðrar en sínar eigin og vill bara stöðva samtalið. Svona talar líka fólk sem virðist svo logandi hrætt við að vera útskúfað sjálft að það þorir ekki öðru en að dyggðaskreyta sig af öllum lífs og sálar kröftum og ætíð meira en næsti maður. Og svona talar fólk sem hefur vondan málstað að verja og getur ekkert nema reyna að hæða, smána og hræða aðrar skoðanir í burtu með því að draga fram versta stimpil sem hægt er að setja á nokkurn mann ... og vona að það dugi til að allar aðrar raddir þagni. Auðvitað er þetta ekkert annað en grófasta skoðanakúgun af hálfu þeirra sem óttast framar öllu að missa tökin á tíðarandanum.En það sjá flestir orðið í gegnum þetta. Út af þessari skefjalausu misnotkun þá hefur hugtakið "rasismi" misst allan kraft og verið gengisfellt svo rækilega að ásökunin "rasisti" hefur ekkert bit lengur. Því á kjarninn í lögmáli Godwins við enn þann dag í dag: Sá sem fyrstur kallar andstæðing sinn "nasista", "rasista", "fordómafullan", segir hann í "jaðarhóp" eða notar einhvern annan niðrandi og lítillækkandi stimpil hefur þar með afhjúpað sig sem málefnalega gjaldþrota og hefur því sjálfkrafa tapað umræðunni. Líkt og áður fyrr þá þarf bara að gæta þess að gefa slíku fólki ekki athygli heldur loka þræðinum og halda samtalinu áfram annars staðar. Höfundur er fréttafíkill.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun