Hagsmunir heildarinnar - Fjórði kafli: Joshua Fought The Battle of Jericho Hannes Örn Blandon skrifar 10. júní 2025 09:02 Lítið er gaman að guðspjöllunum, enginn er í þeim bardaginn, sagði karlinn forðum í þjóðsögunni og því verðum við að snúa okkur að Gamla testamentinu þar sem úir og grúir af bardögum og og ævintýrum af görpum og hetjum og víða rennur blóð. Í æsku minni gleypti ég í mig þjóðsögur mér til skemmtunar og skelfingar og var því býsna myrkfælinn fram eftir aldri. Til að reyna að skilja hið hörmulega ástand meðal Palestínumanna á Gaza verðum við að leita fanga í Biblíunni. Ritningin og þá Gamla testamentið geymir ógrynni ævintýra og þjóðsagna. Ein slík fjallar um mann að nafni Abram (sem mun þýða hinn göfugi faðir eða eitthvað í þeim dúr). Abram þessi hélt ásamt ættingjum frá borginni Úr í Kaldeu í kringum 2000 - 1900 fyrir okkar tímatal ef marka má túlkun fræðimanna. Og ef að það er rétt þá er það hins vegar ekki rétt að Úr hafi verið í Kaldeu (síðar landsvæði í Babýlon) heldur í Súmer. (Og ég spyr skyldi hann hafa verið Súmeri en þeir töluðu tungumál alls óskylt hebresku?) Á leiðinni kemur guð (Jahve) að máli við hann og segir m.a.: „Ég mun gera þig að mikilli þjóð og blessa og gera nafn þitt mikið. Blessun skalt þú vera. Ég mun leiða blessun yfir þá sem blessa þig og bölvun yfir þann sem formælir þér.”(1. Mósebók, kafli 12, vers 2). Mósebækur segja okkur frá því að undir leiðsögn Egyptans Móse hafi Hebreum tekist að flýja úr þrældómi í Egyptalandi og rölt síðan um Sinai eyðimörkina í fjörtíu ár. Ég hef rúmlega hálfa ævina skoðað, flett og rýnt í Biblíuna og þó sérdeilis hin síðari ár og er tekinn að hnjóta um eitt og annað sem hvorki stenst skynsemi né rök. Sem dæmi vil ég nefna þennan umrædda flótta en ritningin segir að þar hafi farið sexhundruðþúsund karlmenn auk kvenna. Þarna hljóta einnig að hafa verið börn og gamalmenni. Hér er því um að ræða tvær til þrjár milljónir manna. Það hefur því tekið vikur ef ekki mánuði að ferja þennan hóp yfir Sefhafið og hafi þar af leiðandi orðið Faraó auðveld bráð. Það sem verra er segja fornleifafræðingar að ekki hafa fundist nein ummerki í Sinai-eyðimörkinni um flandur þessa fólks hvorki leifar né hlutir eða hvar þeir hafa gengið álfreka. Því hef ég leitað í skjóðum fræðimanna og í smiðju til fornleifafræðinga. Þeir eru margir sem grafið hafa Palestínu sundur og saman og komist hafa að ýmsum niðurstöðum. Sumir þeirra segja að enginn sé fótur fyrir atburðum og uppákomum sem Gamla testamentið greinir frá „hafa ekki fundið neitt því til sönnunar”. Aðrir trúa öllu sem þar segir, hafa sumsé þóst hafa fundið minjar og sannanir þess efnis. Svo eru þeir sem fara varlega í allar sakir og nefni ég þá Neil Asher Silberman og Israel Finkelstein. Þeir benda t.d. á það að allt sem sagt er um Salomon kóng séu hinar mestu ýkjur því hvorki hefur fundist tangur né tetur af byggingum sem hann átti að hafa reist. Þúsund árum fyrir okkar tímatal segja þeir hafi svæðið í kringum Jerúsalem verið fámennt og landið ófrjótt. Í sjötta kafla Jósúabókar, versi 21, segir um töku Jeríkóborgar sem byggð var Kanverjum: „Allt sem í borginni var helguðu þeir banni, karla og konur, unga og gamla, nautgripi, sauðfé og asna, allt helguðu þeir banni með sverðseggjum". Öllu lífi var sumsé útrýmt samkvæmt boði guðsins. Annað dæmi er að finna í áttunda kafla Jósúabókar sem fjallar um töku borgainnar Aí. Þar segir í versi 24: „Þegar Ísraelsmenn höfðu fellt alla íbúa Aí úti á sléttunni (felli úr) og allir sem einn fallnir fyrir sverðseggjum, sneru Ísraelsmenn aftur til Aí. Tólf þúsund féllu þennan dag, karlar og konur, allir íbúar Aí. Í versi 27 segir: „En Ísrael tók búfé og ránsfeng eins og Jahve hafði boðið Jósúa.” Sá er gallinn við söguna af Aí (nafnið þýðir rústir) að borgin var löngu eydd fyrir daga Hebrea að mati þeirra Silberman og Finkelstein. Svona sögur eru hins vegar óteljandi í Gamla testamentinu. og því ganga Ísraelsmenn til verks á Gaza í ljósi þeirra því í augum bókstafs og heittrúarmenn er ritning þeirra hafin yfir allan rétt og alþjóðalög. En svo réttlæti sé fullnægt þá eiga Hamasmenn töluverða sök í málum. Niðurstaðan er þá þessi: Ísraelsmenn ætla ryðja Palestínumönnum burt úr landi með góðu en aðallega illu samkvæmt handbók þó forfeður þeirra hafi búið í Palestínu lengur en Hebrear. Að þessu sögðu er afar varasamt að taka Biblíuna bókstaflega. Hún er einstaklega athygliverð bók (rétt er þó að segja bækur því orðið Biblía merkir einmitt það, 67 talsins, í þýðingu 2007), skrifuð og samsett á löngum tíma af óteljandi mönnum full af mótsögnum. Því er sennilega best að nálgast hana með hugarfari Zenbúddista, sem kljást löngum við þversagnir. Að dómi þeirra Silbermans og Finkelstein hófst ritöld í Ísrael u.þ.b. 800 fyrir okkar tímatal og á árunum 700 - 400 tóku Hebrear að safna hetju- og þjóðsögum horfinna tíma og setja í bókrollur þar sem rétttrúnaður er í fyrirrúmi, hvar guð þeirra er mestur allra nágrannaguða ef ekki sá eini. Í þessum rollum lögðu þeir löndum sínum harðar lífsreglur og hvernig á að nálgast nágrannaþjóðir, og hremma lönd þeirra, gæði og góss. Gamla testamentið er fyrst og fremst theópólitískt própaganda þ.e. guðfræði- og stjórnmálalegt áróðursrit hinnar útvöldu þjóðar sem er lítið gefin fyrir hagsmuni sinna hrjáðu landa í Palestínu. Undirritaður er áhugamaður um guðfræði og er niðri fyrir, Hannes Örn Blandon, Emeritus praep.hon. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Ég uggi orðið mjög um framtíð barna minna og reyndar allra barna í þessum heimi. Það eru víða kolsvartar blikur á lofti og um næstum allan heim berast menn á banaspjót. Enginn veit fyrir víst hvenær maðurinn birtist fyrst á fold, en eitt er ljóst að hann lærði fljótt að drepa sér til matar og síðar fóru ættbálkar að ráða hver á annan í baráttu um svæði og gæði og stendur sú barátta enn 17. maí 2025 13:01 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Lítið er gaman að guðspjöllunum, enginn er í þeim bardaginn, sagði karlinn forðum í þjóðsögunni og því verðum við að snúa okkur að Gamla testamentinu þar sem úir og grúir af bardögum og og ævintýrum af görpum og hetjum og víða rennur blóð. Í æsku minni gleypti ég í mig þjóðsögur mér til skemmtunar og skelfingar og var því býsna myrkfælinn fram eftir aldri. Til að reyna að skilja hið hörmulega ástand meðal Palestínumanna á Gaza verðum við að leita fanga í Biblíunni. Ritningin og þá Gamla testamentið geymir ógrynni ævintýra og þjóðsagna. Ein slík fjallar um mann að nafni Abram (sem mun þýða hinn göfugi faðir eða eitthvað í þeim dúr). Abram þessi hélt ásamt ættingjum frá borginni Úr í Kaldeu í kringum 2000 - 1900 fyrir okkar tímatal ef marka má túlkun fræðimanna. Og ef að það er rétt þá er það hins vegar ekki rétt að Úr hafi verið í Kaldeu (síðar landsvæði í Babýlon) heldur í Súmer. (Og ég spyr skyldi hann hafa verið Súmeri en þeir töluðu tungumál alls óskylt hebresku?) Á leiðinni kemur guð (Jahve) að máli við hann og segir m.a.: „Ég mun gera þig að mikilli þjóð og blessa og gera nafn þitt mikið. Blessun skalt þú vera. Ég mun leiða blessun yfir þá sem blessa þig og bölvun yfir þann sem formælir þér.”(1. Mósebók, kafli 12, vers 2). Mósebækur segja okkur frá því að undir leiðsögn Egyptans Móse hafi Hebreum tekist að flýja úr þrældómi í Egyptalandi og rölt síðan um Sinai eyðimörkina í fjörtíu ár. Ég hef rúmlega hálfa ævina skoðað, flett og rýnt í Biblíuna og þó sérdeilis hin síðari ár og er tekinn að hnjóta um eitt og annað sem hvorki stenst skynsemi né rök. Sem dæmi vil ég nefna þennan umrædda flótta en ritningin segir að þar hafi farið sexhundruðþúsund karlmenn auk kvenna. Þarna hljóta einnig að hafa verið börn og gamalmenni. Hér er því um að ræða tvær til þrjár milljónir manna. Það hefur því tekið vikur ef ekki mánuði að ferja þennan hóp yfir Sefhafið og hafi þar af leiðandi orðið Faraó auðveld bráð. Það sem verra er segja fornleifafræðingar að ekki hafa fundist nein ummerki í Sinai-eyðimörkinni um flandur þessa fólks hvorki leifar né hlutir eða hvar þeir hafa gengið álfreka. Því hef ég leitað í skjóðum fræðimanna og í smiðju til fornleifafræðinga. Þeir eru margir sem grafið hafa Palestínu sundur og saman og komist hafa að ýmsum niðurstöðum. Sumir þeirra segja að enginn sé fótur fyrir atburðum og uppákomum sem Gamla testamentið greinir frá „hafa ekki fundið neitt því til sönnunar”. Aðrir trúa öllu sem þar segir, hafa sumsé þóst hafa fundið minjar og sannanir þess efnis. Svo eru þeir sem fara varlega í allar sakir og nefni ég þá Neil Asher Silberman og Israel Finkelstein. Þeir benda t.d. á það að allt sem sagt er um Salomon kóng séu hinar mestu ýkjur því hvorki hefur fundist tangur né tetur af byggingum sem hann átti að hafa reist. Þúsund árum fyrir okkar tímatal segja þeir hafi svæðið í kringum Jerúsalem verið fámennt og landið ófrjótt. Í sjötta kafla Jósúabókar, versi 21, segir um töku Jeríkóborgar sem byggð var Kanverjum: „Allt sem í borginni var helguðu þeir banni, karla og konur, unga og gamla, nautgripi, sauðfé og asna, allt helguðu þeir banni með sverðseggjum". Öllu lífi var sumsé útrýmt samkvæmt boði guðsins. Annað dæmi er að finna í áttunda kafla Jósúabókar sem fjallar um töku borgainnar Aí. Þar segir í versi 24: „Þegar Ísraelsmenn höfðu fellt alla íbúa Aí úti á sléttunni (felli úr) og allir sem einn fallnir fyrir sverðseggjum, sneru Ísraelsmenn aftur til Aí. Tólf þúsund féllu þennan dag, karlar og konur, allir íbúar Aí. Í versi 27 segir: „En Ísrael tók búfé og ránsfeng eins og Jahve hafði boðið Jósúa.” Sá er gallinn við söguna af Aí (nafnið þýðir rústir) að borgin var löngu eydd fyrir daga Hebrea að mati þeirra Silberman og Finkelstein. Svona sögur eru hins vegar óteljandi í Gamla testamentinu. og því ganga Ísraelsmenn til verks á Gaza í ljósi þeirra því í augum bókstafs og heittrúarmenn er ritning þeirra hafin yfir allan rétt og alþjóðalög. En svo réttlæti sé fullnægt þá eiga Hamasmenn töluverða sök í málum. Niðurstaðan er þá þessi: Ísraelsmenn ætla ryðja Palestínumönnum burt úr landi með góðu en aðallega illu samkvæmt handbók þó forfeður þeirra hafi búið í Palestínu lengur en Hebrear. Að þessu sögðu er afar varasamt að taka Biblíuna bókstaflega. Hún er einstaklega athygliverð bók (rétt er þó að segja bækur því orðið Biblía merkir einmitt það, 67 talsins, í þýðingu 2007), skrifuð og samsett á löngum tíma af óteljandi mönnum full af mótsögnum. Því er sennilega best að nálgast hana með hugarfari Zenbúddista, sem kljást löngum við þversagnir. Að dómi þeirra Silbermans og Finkelstein hófst ritöld í Ísrael u.þ.b. 800 fyrir okkar tímatal og á árunum 700 - 400 tóku Hebrear að safna hetju- og þjóðsögum horfinna tíma og setja í bókrollur þar sem rétttrúnaður er í fyrirrúmi, hvar guð þeirra er mestur allra nágrannaguða ef ekki sá eini. Í þessum rollum lögðu þeir löndum sínum harðar lífsreglur og hvernig á að nálgast nágrannaþjóðir, og hremma lönd þeirra, gæði og góss. Gamla testamentið er fyrst og fremst theópólitískt própaganda þ.e. guðfræði- og stjórnmálalegt áróðursrit hinnar útvöldu þjóðar sem er lítið gefin fyrir hagsmuni sinna hrjáðu landa í Palestínu. Undirritaður er áhugamaður um guðfræði og er niðri fyrir, Hannes Örn Blandon, Emeritus praep.hon.
Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Ég uggi orðið mjög um framtíð barna minna og reyndar allra barna í þessum heimi. Það eru víða kolsvartar blikur á lofti og um næstum allan heim berast menn á banaspjót. Enginn veit fyrir víst hvenær maðurinn birtist fyrst á fold, en eitt er ljóst að hann lærði fljótt að drepa sér til matar og síðar fóru ættbálkar að ráða hver á annan í baráttu um svæði og gæði og stendur sú barátta enn 17. maí 2025 13:01
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar