„Ég er aldrei sáttur“ Aron Guðmundsson skrifar 9. júní 2025 10:01 Orri Steinn Óskarsson hefur upplifað ýmislegt undanfarin ár. Nú er hann leikmaður Real Sociedad í einni af sterkustu deildum heims og á sama tíma fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann verður 21 árs síðar í ár. Getty/Cesar Ortiz Gonzalez Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. Orri var keyptur á metfé frá FC Kaupmannahöfn til Real Sociedad í byrjun nýafstaðins tímabils. Hann skrifaði undir sex ára samning, fyrsta árinu nú lokið, 37 leikir fyrir Sociedad á tímabili sem var nokkurs konar aðlögunartímabil. „Ég við lögðum upp með það bæði ég og félagið. Ég þurfti að vera meðvitaður um að fyrsta árið færi í aðlögun. Það er náttúrulega bara frábært að vera tvítugur og fá að taka þessa aðlögun á þessum aldri í stað þess að koma þrjátíu ára til félagsins og hafa bara fimm ár til að gera sitt besta. Það er náttúrulega bara frábært að geta notað þetta ár, núna er þetta ár búið og þá getur maður farið að einbeita sér að því að leggja 100% af mörkum í leikjum og vera stór prófíll í þessu liði vonandi. Sýna hvað ég get.“ Ekki nóg að vera í einni bestu deild heims Draumurinn var alltaf að komast í topp fimm deild í Evrópu. Sá draumur rættist fyrir Orra og nú vill hann meira. „Auðvitað langar manni að gera sig gildandi í liðinu, vera stór prófíll og einn af stærstu leikmönnum spænsku deildarinnar. Komast á toppinn í fótboltanum. Það er eitthvað sem ég hef stefnt af síðan að ég var lítill. Mér leið alltaf eins og markmiðið væri bara að komast í topp fimm deild í Evrópu en nú þegar að maður er búinn að ná því langar manni bara í enn þá meira.“ Orri Steinn í leik gegn Barcelona á leiktíðinni.EPA-EFE/Alejandro Garcia „Það er eitthvað við mig. Ég er aldrei sáttur og það er eitthvað sem ég hef fundið. Það er ekki nóg að vera bara í topp fimm deild og vera bara eins og hver annar leikmaður þar. Ég vil vera besti leikmaðurinn í liðinu og deildinni. Það eru stór skref sem fylgja því, mikil samkeppni, heimsklassa leikmenn. Ég þarf bara að æfa eins og vitleysingur og sýna að ég get verið það.“ Ekki tími fyrir það núna Á tveimur árum hefur Orri farið frá því að vinna meistaratitla í Danmörku yfir í að semja við lið í einni af stærstu deildum Evrópu. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2023 og er nú innan við tveimur árum síðar, fyrirliði landsliðsins. 21 árs gamall má hann hins vegar ekki vera að því að staldra við og njóta árangursins. Orri Steinn Óskarsson skoraði í báðum leikjum Íslands gegn Kósovó, sínum fyrstu sem fyrirliði íslenska landsliðsins.Getty/Alex Nicodim „Það er eiginlega ekki tími fyrir það núna. En stundum þegar að hversdagsleikinn verður klikkaður gleymir maður því stundum hversu klikkaður hann er. Ég hef reynt að horfa til baka á hlutina eins og í Köben þegar að ég átti þrjá mánuði þar sem að ég skoraði næstum því í hverjum einasta leik. Reyni svona, sérstaklega þegar að ég fer í heimsókn til Kaupmannahafnar, að taka þetta inn. Hvar ég var staddur, hvernig þetta var. En þegar að maður er að gera þetta á hverjum degi þá gleymir maður því stundum hversu hratt hlutirnir eru að ganga fyrir sig, hvað maður getur verið stoltur af sjálfum sér. Það er auðvitað mikið að horfa til baka á en ég býst við því að ég geri það bara þegar að ég verð orðinn fertugur í fyrsta lagi.“ Spænski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Orri var keyptur á metfé frá FC Kaupmannahöfn til Real Sociedad í byrjun nýafstaðins tímabils. Hann skrifaði undir sex ára samning, fyrsta árinu nú lokið, 37 leikir fyrir Sociedad á tímabili sem var nokkurs konar aðlögunartímabil. „Ég við lögðum upp með það bæði ég og félagið. Ég þurfti að vera meðvitaður um að fyrsta árið færi í aðlögun. Það er náttúrulega bara frábært að vera tvítugur og fá að taka þessa aðlögun á þessum aldri í stað þess að koma þrjátíu ára til félagsins og hafa bara fimm ár til að gera sitt besta. Það er náttúrulega bara frábært að geta notað þetta ár, núna er þetta ár búið og þá getur maður farið að einbeita sér að því að leggja 100% af mörkum í leikjum og vera stór prófíll í þessu liði vonandi. Sýna hvað ég get.“ Ekki nóg að vera í einni bestu deild heims Draumurinn var alltaf að komast í topp fimm deild í Evrópu. Sá draumur rættist fyrir Orra og nú vill hann meira. „Auðvitað langar manni að gera sig gildandi í liðinu, vera stór prófíll og einn af stærstu leikmönnum spænsku deildarinnar. Komast á toppinn í fótboltanum. Það er eitthvað sem ég hef stefnt af síðan að ég var lítill. Mér leið alltaf eins og markmiðið væri bara að komast í topp fimm deild í Evrópu en nú þegar að maður er búinn að ná því langar manni bara í enn þá meira.“ Orri Steinn í leik gegn Barcelona á leiktíðinni.EPA-EFE/Alejandro Garcia „Það er eitthvað við mig. Ég er aldrei sáttur og það er eitthvað sem ég hef fundið. Það er ekki nóg að vera bara í topp fimm deild og vera bara eins og hver annar leikmaður þar. Ég vil vera besti leikmaðurinn í liðinu og deildinni. Það eru stór skref sem fylgja því, mikil samkeppni, heimsklassa leikmenn. Ég þarf bara að æfa eins og vitleysingur og sýna að ég get verið það.“ Ekki tími fyrir það núna Á tveimur árum hefur Orri farið frá því að vinna meistaratitla í Danmörku yfir í að semja við lið í einni af stærstu deildum Evrópu. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2023 og er nú innan við tveimur árum síðar, fyrirliði landsliðsins. 21 árs gamall má hann hins vegar ekki vera að því að staldra við og njóta árangursins. Orri Steinn Óskarsson skoraði í báðum leikjum Íslands gegn Kósovó, sínum fyrstu sem fyrirliði íslenska landsliðsins.Getty/Alex Nicodim „Það er eiginlega ekki tími fyrir það núna. En stundum þegar að hversdagsleikinn verður klikkaður gleymir maður því stundum hversu klikkaður hann er. Ég hef reynt að horfa til baka á hlutina eins og í Köben þegar að ég átti þrjá mánuði þar sem að ég skoraði næstum því í hverjum einasta leik. Reyni svona, sérstaklega þegar að ég fer í heimsókn til Kaupmannahafnar, að taka þetta inn. Hvar ég var staddur, hvernig þetta var. En þegar að maður er að gera þetta á hverjum degi þá gleymir maður því stundum hversu hratt hlutirnir eru að ganga fyrir sig, hvað maður getur verið stoltur af sjálfum sér. Það er auðvitað mikið að horfa til baka á en ég býst við því að ég geri það bara þegar að ég verð orðinn fertugur í fyrsta lagi.“
Spænski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira