„Vandræðalegt að fá krampa í bæði læri eftir sextíu mínútur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2025 21:58 Guðlaugur Victor Pálsson fagnar marki sínu í kvöld. Getty/Steve Welsh/ Guðlaugur Victor Pálsson innsiglaði sigur íslenska liðsins á Skotum í kvöld þegar hann skoraði þriðja markið með flugskalla. „Mér líður bara vel en er svolítið þreyttur. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Guðlaugur Victor. „Það var skemmtilegt að spila hérna. Flottur völlur og gaman að vinna,“ sagði Guðlaugur Victor. Örugglega ekki leiðinlegt að skora svona mark líka? „Það er alltaf gaman að skora og hvað þá fyrir Ísland. Það er geggjað,“ sagði Guðlaugur Victor en hefur hann skorað mörg mörk sem svona flugskalla. Klippa: „Allir þessir litlu sigrar eru mikilvægir fyrir okkur“ „Ég er ekki búinn að sjá markið. Ég er ekki vanur að vera í flugsköllunum og ég þarf að sjá þetta aftur,“ sagði Guðlaugur Victor. Vandræðalegt að fá krampa í bæði læri Hann átti svolítið erfitt með sig í seinni hálfleiknum. „Það er frekar vandræðalegt að fá krampa í bæði aftanverð læri eftir sextíu mínútur. Ég verð að viðurkenna það. Það er langt síðan ég spilaði en ég þarf að fara í einhverja naflaskoðun,“ sagði Guðlaugur Victor. Hvað er búið að breytast hjá liðinu fyrir þennan leik frá þessum erfiða glugga í mars? „Það var margt jákvætt sem maður gat tekið úr Kósóvó leikjunum. Við vissum það þegar við byrjuðum í síðasta verkefni að Arnar ætlaði að nota þessa tvo fyrstu glugga til að slípa þetta til og púsla þessu saman,“ sagði Guðlaugur Victor. „Auðvitað var hinn glugginn alls ekki góður heilt yfir en það voru hlutir sem við tókum með okkur úr honum. Það er búið að vera mikið af fundum og farið yfir mörg atriði á æfingum,“ sagði Guðlaugur Victor. Allir þessir litlu sigrar eru mikilvægir fyrir okkur „Þetta tekur smá tíma en í dag náðum við að sýna framfarir sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Guðlaugur Victor. „Ég veit að þetta er æfingarleikur og allt það. Æfingarleikir eru öðruvísi og það er bara þannig. Fyrir okkur og fyrir okkar sjálfstraust til að taka með til Belfast og síðan fram í september þá eru allir þessir litlu sigrar eru mikilvægir fyrir okkur,“ sagði Guðlaugur Victor. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
„Mér líður bara vel en er svolítið þreyttur. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Guðlaugur Victor. „Það var skemmtilegt að spila hérna. Flottur völlur og gaman að vinna,“ sagði Guðlaugur Victor. Örugglega ekki leiðinlegt að skora svona mark líka? „Það er alltaf gaman að skora og hvað þá fyrir Ísland. Það er geggjað,“ sagði Guðlaugur Victor en hefur hann skorað mörg mörk sem svona flugskalla. Klippa: „Allir þessir litlu sigrar eru mikilvægir fyrir okkur“ „Ég er ekki búinn að sjá markið. Ég er ekki vanur að vera í flugsköllunum og ég þarf að sjá þetta aftur,“ sagði Guðlaugur Victor. Vandræðalegt að fá krampa í bæði læri Hann átti svolítið erfitt með sig í seinni hálfleiknum. „Það er frekar vandræðalegt að fá krampa í bæði aftanverð læri eftir sextíu mínútur. Ég verð að viðurkenna það. Það er langt síðan ég spilaði en ég þarf að fara í einhverja naflaskoðun,“ sagði Guðlaugur Victor. Hvað er búið að breytast hjá liðinu fyrir þennan leik frá þessum erfiða glugga í mars? „Það var margt jákvætt sem maður gat tekið úr Kósóvó leikjunum. Við vissum það þegar við byrjuðum í síðasta verkefni að Arnar ætlaði að nota þessa tvo fyrstu glugga til að slípa þetta til og púsla þessu saman,“ sagði Guðlaugur Victor. „Auðvitað var hinn glugginn alls ekki góður heilt yfir en það voru hlutir sem við tókum með okkur úr honum. Það er búið að vera mikið af fundum og farið yfir mörg atriði á æfingum,“ sagði Guðlaugur Victor. Allir þessir litlu sigrar eru mikilvægir fyrir okkur „Þetta tekur smá tíma en í dag náðum við að sýna framfarir sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Guðlaugur Victor. „Ég veit að þetta er æfingarleikur og allt það. Æfingarleikir eru öðruvísi og það er bara þannig. Fyrir okkur og fyrir okkar sjálfstraust til að taka með til Belfast og síðan fram í september þá eru allir þessir litlu sigrar eru mikilvægir fyrir okkur,“ sagði Guðlaugur Victor.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira