Robertson um Íslendinga: „Augljóslega ósáttir eins og við“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 14:47 Andy Robertson á æfingu skoska landsliðins. Hann segir Íslendinga augljóslega vonsvikna eftir tapið geng Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Samsett/Getty Liverpool-bakvörðurinn Andy Robertson, fyrirliði skoska landsliðsins, segir Skota verða að sýna íslenska liðinu virðingu í kvöld. Stefnan sé að sjálfsögðu á sigur fyrir framan tugþúsundir stuðningsmanna á Hampden Park. Robertson og félagar í skoska landsliðinu eru í 44. sæti heimslistans, þrjátíu sætum fyrir ofan Ísland. Skotar léku í A-deild Þjóðadeildar í fyrra en féllu úr henni eftir umspilsleiki við Grikkland í mars, á sama tíma og Ísland féll niður í C-deild með tapi gegn Kósovó. Vísir spurði Robertson út í andstæðinga kvöldsins en hann nefndi enga sérstaka leikmenn sem Skotar yrðu að varast: „Þeir skiptu auðvitað um þjálfara fyrir ekki svo löngu og voru slegnir út í umspilinu eins og við. Þeir eru augljóslega ósáttir eins og við. Þetta verður erfitt próf,“ sagði Robertson en viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Ísland er í leit að sínum fyrsta sigri undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, eftir vægast sagt slæma byrjun í leikjunum gegn Kósovó í mars. Robertson er hins vegar ekki með neitt vanmat fyrir kvöldið: „Við vitum að þetta er gott lið. Þeir vilja pressa, koma framar og koma boltanum inn í teiginn, og það reynir á okkur að vera upp á okkar besta. Fyrir framan okkar fólk viljum við auðvitað reyna að vinna leikinn og ná okkur á skrið. En það verður erfitt. Þeir munu gera okkur það erfitt. Ég er viss um að þeir munu vilja eins og við ná sér vel á strik en við ætlum að koma í veg fyrir það,“ sagði Robertson en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Þar er hins vegar ekkert rætt um viðkvæma stöðu Skotans hjá Liverpool því óskað var eftir því að hún yrði ekki rædd. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
Robertson og félagar í skoska landsliðinu eru í 44. sæti heimslistans, þrjátíu sætum fyrir ofan Ísland. Skotar léku í A-deild Þjóðadeildar í fyrra en féllu úr henni eftir umspilsleiki við Grikkland í mars, á sama tíma og Ísland féll niður í C-deild með tapi gegn Kósovó. Vísir spurði Robertson út í andstæðinga kvöldsins en hann nefndi enga sérstaka leikmenn sem Skotar yrðu að varast: „Þeir skiptu auðvitað um þjálfara fyrir ekki svo löngu og voru slegnir út í umspilinu eins og við. Þeir eru augljóslega ósáttir eins og við. Þetta verður erfitt próf,“ sagði Robertson en viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Ísland er í leit að sínum fyrsta sigri undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, eftir vægast sagt slæma byrjun í leikjunum gegn Kósovó í mars. Robertson er hins vegar ekki með neitt vanmat fyrir kvöldið: „Við vitum að þetta er gott lið. Þeir vilja pressa, koma framar og koma boltanum inn í teiginn, og það reynir á okkur að vera upp á okkar besta. Fyrir framan okkar fólk viljum við auðvitað reyna að vinna leikinn og ná okkur á skrið. En það verður erfitt. Þeir munu gera okkur það erfitt. Ég er viss um að þeir munu vilja eins og við ná sér vel á strik en við ætlum að koma í veg fyrir það,“ sagði Robertson en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Þar er hins vegar ekkert rætt um viðkvæma stöðu Skotans hjá Liverpool því óskað var eftir því að hún yrði ekki rædd.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira