Hvað kosta mannréttindi? Anna Lára Steindal skrifar 6. júní 2025 08:32 Í umræðunni um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er umræðan um kostnað og hver á að borga ráðandi. En spurningin ætti auðvitað frekar að vera: Hvers vegna hefur fatlað fólk þurft að bíða svona lengi eftir því að njóta sömu réttinda og aðrir? Grundvallaratriði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er að það er ekkert „að“ fötluðu fólki. Fötlun er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna, galli sem þarf að laga og alls ekki eitthvað sem réttlætir jaðarsetningu og útilokun. Fötlun verður til í samspili skerðinga og umhverfis sem tekur ekki mið af fjölbreytileika. Fatlað fólk hefur alla tíð verið jaðarsett og ósýnilegt og tók ekki þátt í að móta það samfélag sem það á loksins möguleika á að lifa og starfa í og njóta sjálfsagðra mannréttinda eins og allir aðrir. Fólk sem fær viðeigandi stuðning til að lifa lífinu á sínum eigin forsendum er ekki fatlað heima hjá sér – vegna þess að þar er umhverfi og stuðningur sem hentar þörfum þess. Það mætti segja að samfélagið sé í innviðaskuld við fatlað fólk. Og það er augljóslega óréttlátt að ætla fötluðu fólki að líða áfram fyrir þessa skuld sem stjórnvöld viðurkenndu fyrir níu árum með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það kostar peninga að reka samfélag. Við vitum það öll. Ég held að flest viljum við setja meiri peninga í samfélagið, ekki minni. Mannréttindi eru forsenda allra okkar lífsgæða og við viljum efla þau og verja. Já, ég ætla bara að gerast svo hástemmd að segja að mannréttindi séu forsenda mennskunnar. En í umræðunni um mannréttindi fatlaðs fólks er kostnaðurinn oftar en ekki settur í brennidepil – ekki mennskan. Eins og mannréttindi fatlaðs fólks sé íþyngjandi verkefni sem við getum ákveðið að sinna eða sinna ekki, ef og þegar við eigum peninga afgangs eftir að hafa borgað fyrir önnur verkefni. Mannréttindi fatlaðs fólks eru auðvitað óumdeilanleg enfaldlega vegna þess að fatlað fólk er fyrst og síðast manneskjur. Við tölum ekki í krónum og aurum um mannréttindi annarra hópa. Af hverju tölum við þá svoleiðis um fatlað fólk? Kannski vegna þess að við höfum enn ekki náð að uppræta rótgróin viðhorf sem jaðarsettu og útilokuðu fatlað fólk um aldir – viðhorf sem sannarlega mismuna. Kannski vegna þess að ómeðvitað teljum við að það sé ásættanlegt að undanskilja fatlað fólk þegar við útdeilum mannréttindum og lífsgæðum í samfélaginu af því að það er eitthvað “að” því. Þó lögin séu til staðar, og þó við höfum skrifað undir alþjóðasamning sem á að tryggja jafnrétti, þá höfum við ekki enn lært að skipuleggja samfélagið út frá fjölbreyttum þörfum eða endurforgangsraðað með mannréttindi allra að leiðarljósi. Við höfum ekki uppfært úrelta hugsun um fötlun og áttað okkur á því að það er samfélagið sem fatlar. Það er ekkert “að” fötluðu fólki. En það er eitthvað að samfélagi sem mismunar á grundvelli fötlunar. Og því þarf að breyta. Ef af því hlýst kostnaður er það ekki vandamál fatlaðs fólks – heldur stjórnvalda og samfélags sem bera ábyrgðina á lélegri frumhönnun. Getum við ekki sammælst um að allar manneskjur, óháð fötlun, eiga að vera hjartað í samfélaginu okkar? Að mannréttindi allra sé jafn mikils virði? Og hætt að setja verðmiða á mannréttindi eins hóps en borgað athugasemdalaust fyrir mannréttindi annarra? Er það ekki algjört prinsippmál í samfélagi sem við getum öll verið stolt af? Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er umræðan um kostnað og hver á að borga ráðandi. En spurningin ætti auðvitað frekar að vera: Hvers vegna hefur fatlað fólk þurft að bíða svona lengi eftir því að njóta sömu réttinda og aðrir? Grundvallaratriði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er að það er ekkert „að“ fötluðu fólki. Fötlun er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna, galli sem þarf að laga og alls ekki eitthvað sem réttlætir jaðarsetningu og útilokun. Fötlun verður til í samspili skerðinga og umhverfis sem tekur ekki mið af fjölbreytileika. Fatlað fólk hefur alla tíð verið jaðarsett og ósýnilegt og tók ekki þátt í að móta það samfélag sem það á loksins möguleika á að lifa og starfa í og njóta sjálfsagðra mannréttinda eins og allir aðrir. Fólk sem fær viðeigandi stuðning til að lifa lífinu á sínum eigin forsendum er ekki fatlað heima hjá sér – vegna þess að þar er umhverfi og stuðningur sem hentar þörfum þess. Það mætti segja að samfélagið sé í innviðaskuld við fatlað fólk. Og það er augljóslega óréttlátt að ætla fötluðu fólki að líða áfram fyrir þessa skuld sem stjórnvöld viðurkenndu fyrir níu árum með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það kostar peninga að reka samfélag. Við vitum það öll. Ég held að flest viljum við setja meiri peninga í samfélagið, ekki minni. Mannréttindi eru forsenda allra okkar lífsgæða og við viljum efla þau og verja. Já, ég ætla bara að gerast svo hástemmd að segja að mannréttindi séu forsenda mennskunnar. En í umræðunni um mannréttindi fatlaðs fólks er kostnaðurinn oftar en ekki settur í brennidepil – ekki mennskan. Eins og mannréttindi fatlaðs fólks sé íþyngjandi verkefni sem við getum ákveðið að sinna eða sinna ekki, ef og þegar við eigum peninga afgangs eftir að hafa borgað fyrir önnur verkefni. Mannréttindi fatlaðs fólks eru auðvitað óumdeilanleg enfaldlega vegna þess að fatlað fólk er fyrst og síðast manneskjur. Við tölum ekki í krónum og aurum um mannréttindi annarra hópa. Af hverju tölum við þá svoleiðis um fatlað fólk? Kannski vegna þess að við höfum enn ekki náð að uppræta rótgróin viðhorf sem jaðarsettu og útilokuðu fatlað fólk um aldir – viðhorf sem sannarlega mismuna. Kannski vegna þess að ómeðvitað teljum við að það sé ásættanlegt að undanskilja fatlað fólk þegar við útdeilum mannréttindum og lífsgæðum í samfélaginu af því að það er eitthvað “að” því. Þó lögin séu til staðar, og þó við höfum skrifað undir alþjóðasamning sem á að tryggja jafnrétti, þá höfum við ekki enn lært að skipuleggja samfélagið út frá fjölbreyttum þörfum eða endurforgangsraðað með mannréttindi allra að leiðarljósi. Við höfum ekki uppfært úrelta hugsun um fötlun og áttað okkur á því að það er samfélagið sem fatlar. Það er ekkert “að” fötluðu fólki. En það er eitthvað að samfélagi sem mismunar á grundvelli fötlunar. Og því þarf að breyta. Ef af því hlýst kostnaður er það ekki vandamál fatlaðs fólks – heldur stjórnvalda og samfélags sem bera ábyrgðina á lélegri frumhönnun. Getum við ekki sammælst um að allar manneskjur, óháð fötlun, eiga að vera hjartað í samfélaginu okkar? Að mannréttindi allra sé jafn mikils virði? Og hætt að setja verðmiða á mannréttindi eins hóps en borgað athugasemdalaust fyrir mannréttindi annarra? Er það ekki algjört prinsippmál í samfélagi sem við getum öll verið stolt af? Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun