Ljósmyndaskólinn lokar dyrum sínum: „Þetta er mikil sorg“ Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 14:51 Ljósmyndaskólinn hefur starfað síðan 1997. Skjáskot/Google Maps Ljósmyndaskólinn lokar dyrum sínum á næsta ári þar sem reksturinn hefur reynst erfiður síðustu ár. Nemendur fá þó að klára nám sitt við skólann áður en hann lokar. Skólastjórnendur vonast til þess að námið verði fært inn í aðra menntastofnun. Tæplega þriggja áratuga sögu Ljósmyndaskólans tekur senn enda þar sem skólinn mun hætta starfsemi á næsta ári. Skólinn, sem er sá eini skólinn á Íslandi sem kennir skapandi ljósmyndun, tilkynnti nemendum þetta í gær en þeir 20-25 nemendur sem enn eru þar við nám fá að klára námið. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri og stofnandi skólans Ljósmyndaskólans, segir við fréttastofu að grundvöllur hafi ekki lengur verið fyrir rekstri skólans, en rekstrarumhverfið hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Aðsókn breyttist þegar listnám varð frítt annars staðar Skólastjórinn bendir á að leigu- og launakostnaður hafi aukist að undanförnu auk þess sem fjöldi umsókna hafi dregist saman, m.a. í kjölfar þess að ríkið ákvað árið 2023 að niðurgreiða skólagjöld í Listaháskólanum. Þá bendir einnig á efnahagsumhverfið á Íslandi, þar sem vextir hafa verið háir. Þess vegna sæki færri nemendur um nám sem ekki er gjaldfrjálst, en önnin í Ljósmyndaskólanum kostar nú um 680 þúsund krónur. „Það hefur dómínóáhrif hvað vextir hafa verið háir í landinu,“ segir Sigríður, sem er þó yfirleitt kölluð Sissa, og nefnir að meðalaldur nemenda við Ljósmyndaskólann sé um þrítugt. Námið í Ljósmyndaskólanum er á fjórða hæfniþrepi, en einingarnar sem nemendur hafa fengið í skólanum eftir tveggja og hálfs árs nám hafa þó ekki metnar inn í listaskóla hér á landi að sögn Sissu. „Þetta hefur gengið svolítið erfiðlega fyrir okkur,“ segir skólastjórinn en bætir við að nemendur hafi vel komist inn í meistaranám erlendis með einingar úr Ljósmyndaskólanum. Þetta er ekki fyrsti einkaskólinn sem lokar dyrum sínum í ár. Í vor var greint frá gjaldþroti Kvikmyndaskóla Íslands en þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur Kvikmyndaskólans. Námið haldi mögulega áfram í öðrum skóla Skólastjórnendur er þegar byrjaðir að leita lausna. „Svo erum við að vinna að því í samráði við mennta og barnamálaráðuneytið að námið flytjist annað, í aðra menntastofnanir,“ segir hún en telur þó óábyrgt að tjá sig um hverjar menntastofnanir koma til greina. „Það er líka alltaf betra þegar það eru fleiri nemendur sem geta kastað boltanum sín á milli.“ Öll von er því ekki úti fyrir skapandi ljósmyndanám á Íslandi en Sissu skólastjóra þykir þó leitt að þurfa að loka skólanum sem hún hefur rekið í tæplega þrjá áratugi. „Eins og við sögðum við nemendur í gær: Þetta er mikil sorg,“ segir hún, en horfir þó bjartsýn fram á veginn. „Okkur finnst þetta voða leiðinlegt. Okkar samfélag, sem er bæði fullt af nemendum, fyrrum nemendum, kennurum og fyrrum kennurum, okkur finnst þetta öllum sorglegt. Því að þetta er bara eins og heimilið okkar. Okkur þykir ofboðslega vænt um skólann.“ Ljósmyndun Skóla- og menntamál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Sjá meira
Tæplega þriggja áratuga sögu Ljósmyndaskólans tekur senn enda þar sem skólinn mun hætta starfsemi á næsta ári. Skólinn, sem er sá eini skólinn á Íslandi sem kennir skapandi ljósmyndun, tilkynnti nemendum þetta í gær en þeir 20-25 nemendur sem enn eru þar við nám fá að klára námið. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri og stofnandi skólans Ljósmyndaskólans, segir við fréttastofu að grundvöllur hafi ekki lengur verið fyrir rekstri skólans, en rekstrarumhverfið hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Aðsókn breyttist þegar listnám varð frítt annars staðar Skólastjórinn bendir á að leigu- og launakostnaður hafi aukist að undanförnu auk þess sem fjöldi umsókna hafi dregist saman, m.a. í kjölfar þess að ríkið ákvað árið 2023 að niðurgreiða skólagjöld í Listaháskólanum. Þá bendir einnig á efnahagsumhverfið á Íslandi, þar sem vextir hafa verið háir. Þess vegna sæki færri nemendur um nám sem ekki er gjaldfrjálst, en önnin í Ljósmyndaskólanum kostar nú um 680 þúsund krónur. „Það hefur dómínóáhrif hvað vextir hafa verið háir í landinu,“ segir Sigríður, sem er þó yfirleitt kölluð Sissa, og nefnir að meðalaldur nemenda við Ljósmyndaskólann sé um þrítugt. Námið í Ljósmyndaskólanum er á fjórða hæfniþrepi, en einingarnar sem nemendur hafa fengið í skólanum eftir tveggja og hálfs árs nám hafa þó ekki metnar inn í listaskóla hér á landi að sögn Sissu. „Þetta hefur gengið svolítið erfiðlega fyrir okkur,“ segir skólastjórinn en bætir við að nemendur hafi vel komist inn í meistaranám erlendis með einingar úr Ljósmyndaskólanum. Þetta er ekki fyrsti einkaskólinn sem lokar dyrum sínum í ár. Í vor var greint frá gjaldþroti Kvikmyndaskóla Íslands en þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur Kvikmyndaskólans. Námið haldi mögulega áfram í öðrum skóla Skólastjórnendur er þegar byrjaðir að leita lausna. „Svo erum við að vinna að því í samráði við mennta og barnamálaráðuneytið að námið flytjist annað, í aðra menntastofnanir,“ segir hún en telur þó óábyrgt að tjá sig um hverjar menntastofnanir koma til greina. „Það er líka alltaf betra þegar það eru fleiri nemendur sem geta kastað boltanum sín á milli.“ Öll von er því ekki úti fyrir skapandi ljósmyndanám á Íslandi en Sissu skólastjóra þykir þó leitt að þurfa að loka skólanum sem hún hefur rekið í tæplega þrjá áratugi. „Eins og við sögðum við nemendur í gær: Þetta er mikil sorg,“ segir hún, en horfir þó bjartsýn fram á veginn. „Okkur finnst þetta voða leiðinlegt. Okkar samfélag, sem er bæði fullt af nemendum, fyrrum nemendum, kennurum og fyrrum kennurum, okkur finnst þetta öllum sorglegt. Því að þetta er bara eins og heimilið okkar. Okkur þykir ofboðslega vænt um skólann.“
Ljósmyndun Skóla- og menntamál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Sjá meira