„Auðvitað bregður fólki“ Lovísa Arnardóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 4. júní 2025 19:39 Halla Gunnarsdóttir gagnrýnir launahækkanir æðstu embættismanna og segir toppana í samfélaginu ekki sýna hófsemd. Formaður VR segir yfirvofandi launahækkanir æðstu embættismanna til marks um að topparnir í samfélaginu telji sig undanskylda þeim kröfum sem gerðar eru til venjulegs vinnandi fólks. Eðlilegra væri að launahækkanir embætismanna fylgdu kjarasamningum. Laun helstu ráðamanna og stjórnenda hjá hinu opinbera hækka um 6,5 prósent næstu mánaðamót. Það er um tveimur og hálfu prósentustigi meira en kjarasamningsbundin hækkun er á almennum markaði. Laun þingmanna hækka um mánaðamótin um 85 þúsund krónur. Launin eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár en síðustu tvö ár hefur verið samþykkt á Alþingi bráðabirgðaákvæði til að takmarka hækkunina. Þannig hækkuðu launin aðeins um 2,5 prósent árið 2023 og ekki um meira en 66 þúsund krónur í fyrra. Í fyrra voru gerðir fjögurra ára kjarasamningar á launamarkaði með hóflegum launahækkunum með það að markmiði að halda verðbólgu í skefjum. Miðað er við um þriggja til fjögurra prósenta launahækkun á ári. Grunnviðmið eru um 23.70 krónur. Núna um mánaðamótin hækkaði þingfarakaup þingmanna um 6,5 prósent, eða um 85 þúsund krónur. Þingfararkaup verður þannig um 1,6 milljón á mánuði og laun ráðherra 2,6 milljónir. Laun forseta verða 4,25 milljónir og laun dómara við Hæstarétt 2,7 milljónir. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Höllu Gunnarsdóttur, formann VR, sem sagði launahækkanirnar til marks um að „svigrúm til launahækkana“ eigi alltaf bara við um venjulegt vinnandi fólk. Hver er helst ykkar gagnrýni á þessar hækkanir núna? „Það sem auðvitað blasir við er að í aðdraganda kjarasamninga stígur seðlabankastjóri fram og kemur með sitt mat á því sem hann kallar svigrúm til launahækkana. Síðan kemur á daginn að þetta svigrúm á alltaf bara við venjulegt launafólk. Topparnir í samfélaginu, hvort sem það er innan stjórnmálanna eða atvinnulífsins, líta aldrei svo á að þetta svokallaða svigrúm eigi við þá,“ sagði Halla. „Þessu fylgja alla jafna miklar móralíseríngar gagnvart venjulegu vinnandi fólk, það þurfi að sýna hófsemd, spara og vera ekki að ætlast til of mikil. En síðan er það líka hófsemd sem virðist bara eiga við um lítinn hluta þessa þjóðfélags.“ Launaójöfnuður í samfélaginu mikill Er þetta staðreynd eða er eitthvað hægt að gera? „Auðvitað er hægt að gera fullt. Til dæmis væri hægt að miða við það að launahækkanir æðstu embættismanna tækju mið af kjarasamningum í landinu hverju sinni, þeir fylgdu þeim hækkunum sem þar er samið um og þá værum við nær því að vera á sama báti,“ segir Halla „En prósentuhækkanir draga líka fram launaójöfnuðinn í samfélaginu og hann er mjög mikill.“ Halla bendir á nýja skýrslu á vegum Hagstofunnar sem sýni að um 65 prósent fólks á Íslandi séu undir meðallaunum. Það sé hátt hlutfall. „Venjulegt vinnandi fólk sem sér ráðamenn með upp undir tvær milljónir og yfir það á mánuði fá 85 þúsund kall plús meira í vasann. Auðvitað bregður fólki,“ sagði Halla. Það mætti þá segja að boltinn sé hjá stjórnvöldum núna? „Boltinn hvað þetta varðar er hjá stjórnvöldum. En boltinn hvað þessa víðtæku umræðu um laun og kjör í samfélaginu varðar liggur hjá mörgum okkar og þar hljótum við að reisa kröfur fyrir venjulegt vinnandi fólk að kjarabætur rati til þeirra en ekki alltaf bara upp á toppana,“ sagði Halla að lokum. Kjaramál Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Laun helstu ráðamanna og stjórnenda hjá hinu opinbera hækka um 6,5 prósent næstu mánaðamót. Það er um tveimur og hálfu prósentustigi meira en kjarasamningsbundin hækkun er á almennum markaði. Laun þingmanna hækka um mánaðamótin um 85 þúsund krónur. Launin eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár en síðustu tvö ár hefur verið samþykkt á Alþingi bráðabirgðaákvæði til að takmarka hækkunina. Þannig hækkuðu launin aðeins um 2,5 prósent árið 2023 og ekki um meira en 66 þúsund krónur í fyrra. Í fyrra voru gerðir fjögurra ára kjarasamningar á launamarkaði með hóflegum launahækkunum með það að markmiði að halda verðbólgu í skefjum. Miðað er við um þriggja til fjögurra prósenta launahækkun á ári. Grunnviðmið eru um 23.70 krónur. Núna um mánaðamótin hækkaði þingfarakaup þingmanna um 6,5 prósent, eða um 85 þúsund krónur. Þingfararkaup verður þannig um 1,6 milljón á mánuði og laun ráðherra 2,6 milljónir. Laun forseta verða 4,25 milljónir og laun dómara við Hæstarétt 2,7 milljónir. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Höllu Gunnarsdóttur, formann VR, sem sagði launahækkanirnar til marks um að „svigrúm til launahækkana“ eigi alltaf bara við um venjulegt vinnandi fólk. Hver er helst ykkar gagnrýni á þessar hækkanir núna? „Það sem auðvitað blasir við er að í aðdraganda kjarasamninga stígur seðlabankastjóri fram og kemur með sitt mat á því sem hann kallar svigrúm til launahækkana. Síðan kemur á daginn að þetta svigrúm á alltaf bara við venjulegt launafólk. Topparnir í samfélaginu, hvort sem það er innan stjórnmálanna eða atvinnulífsins, líta aldrei svo á að þetta svokallaða svigrúm eigi við þá,“ sagði Halla. „Þessu fylgja alla jafna miklar móralíseríngar gagnvart venjulegu vinnandi fólk, það þurfi að sýna hófsemd, spara og vera ekki að ætlast til of mikil. En síðan er það líka hófsemd sem virðist bara eiga við um lítinn hluta þessa þjóðfélags.“ Launaójöfnuður í samfélaginu mikill Er þetta staðreynd eða er eitthvað hægt að gera? „Auðvitað er hægt að gera fullt. Til dæmis væri hægt að miða við það að launahækkanir æðstu embættismanna tækju mið af kjarasamningum í landinu hverju sinni, þeir fylgdu þeim hækkunum sem þar er samið um og þá værum við nær því að vera á sama báti,“ segir Halla „En prósentuhækkanir draga líka fram launaójöfnuðinn í samfélaginu og hann er mjög mikill.“ Halla bendir á nýja skýrslu á vegum Hagstofunnar sem sýni að um 65 prósent fólks á Íslandi séu undir meðallaunum. Það sé hátt hlutfall. „Venjulegt vinnandi fólk sem sér ráðamenn með upp undir tvær milljónir og yfir það á mánuði fá 85 þúsund kall plús meira í vasann. Auðvitað bregður fólki,“ sagði Halla. Það mætti þá segja að boltinn sé hjá stjórnvöldum núna? „Boltinn hvað þetta varðar er hjá stjórnvöldum. En boltinn hvað þessa víðtæku umræðu um laun og kjör í samfélaginu varðar liggur hjá mörgum okkar og þar hljótum við að reisa kröfur fyrir venjulegt vinnandi fólk að kjarabætur rati til þeirra en ekki alltaf bara upp á toppana,“ sagði Halla að lokum.
Kjaramál Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira