Reyndi að bragðbæta baneitruðu máltíðina Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2025 10:56 Erin Patterson sem er sökuð um að hafa eitruð fyrir tengdafjölskyldu sinni með baneitruðum svepp. AP/James Ross Áströlsk kona sem er sökuð um að hafa myrt skyldmenni sín með baneitruðum sveppum viðurkenndi fyrir dómi að villtir sveppir kynnu að hafa verið í banvænni máltíð sem hún gaf þeim. Hún hefði bætt þurrkuðum sveppum út í réttinn vegna þess að hann hefði verið of bragðlaus. Þrír gestir létust og einn veiktist alvarlega eftir matarboð hjá Erin Patterson í Viktoríuríki í Ástralíu júlí í fyrra. Gestirnir voru foreldrar fyrrverandi eiginmanns Patterson, móðursystir hans og eiginmaður hennar. Í ljós kom að grænserkur, einn eitraðasti sveppur heims, var í réttinum sem Patterson bauð upp á, Wellington-steik. Patterson er ákærð fyrir manndráp á fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóður sinnar en tilraun til manndráps á eiginmanni þeirrar síðastnefndu. Sá veiktist hastarlega en komst lífs af. Réttarhöldin yfir Patterson hafa staðið í mánuð og hefur ákæruvaldið leitt fram fjölda vitna og kynnt sönnunargögn í málinu. Patterson bar fyrst vitni sjálf í morgun en hún neitar allri sök. Dauði fólksins hafi verið hörmulegt slys. Hún sagðist hafa ákveðið að bæta þurrkuðum sveppum sem hún keypti í asískri matvöruverslun í Melbourne út í réttinn þar sem henni þótti vanta bragð í hann. Sveppina sótti hún í ílát í búri. Þegar hún var spurð að því hvort að aðrar sveppategundir kynnu að hafa verið í ílátinu táraðist Patterson. „Nún held ég að það sé mögulegt að það hafi verið villtir sveppir þarna líka,“ sagði hún, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ældi eftir að hafa úðað í sig gulrótarköku Hélt Patterson fram að hún hefði sjálf ælt eftir máltíðina en það var eftir að hún tróð í sig gulrótarköku sem fyrrverandi tengdamóðir hennar kom með eftir að gestirnir voru farnir. Komið hafði fram við réttarhöldin að Patterson hefði glímt við lotugræðgi um árabil. Hún hefði þó ekki borðað mikið af matnum, aðeins fjórðung eða þriðjung af því sem var á disknum hennar, vegna þess að hún hefði verið upptekin við að tala. Ian Wilkinson, eini gesturinn sem komst lífs, af sagði fyrir dómi að Patterson hefði verið með öðruvísi matardisk en gestirnir. Patterson kannaðist ekki við lýsingar hans þegar hún bar vitni í dag. Ian Wilkinson, eini matargestur Patterson sem komst lífs af, við dómshúsið í Morwell í Ástralíu í morgun. Eiginkona hans, mágkona og svili létust.AP/James Ross/AAP Gekkst Patterson við því að hafa logið að skyldmennum sínum um að hún hefði verið greind með krabbamein. Hún hafi í raun og veru verið á leið í offituaðgerð en logið þessu til þess að tryggja að hún fengi hjálp með börnin hennar á meðan hún gengist undir hnífinn. „Ég man að ég hugsaði að ég vildi ekki segja neinum hvað ég ætlaði að láta gera. Ég skammaðist mín mikið fyrir það,“ sagði Patterson. Saksóknarar halda því fram að Patterson hafi tælt skyldmenni sín í matarboðið undir því yfirskyni að hún vildi ræða við þau um krabbameinsgreininguna. Eyddi gögnum á meðan lögreglan gerði húsleit Patterson eyddi í þrígang öllum gögnum út af símanum sínum eftir matarboðið örlagaríka, meðal annars á meðan lögreglumenn leituðu á heimili hennar. Þá losaði hún sig við matarþurrkara sem hún átti. Bar hún því við að hún hefði óttast að hún yrði sökuð um að hafa drepið gesti sína. Hún hefði verið skelfingu lostin eftir að fyrrverandi eignmaður hennar spurði hana út í matarþurrkarann og hvort hún hefði notað hann til þess að eitra fyrir foreldrum hans. Ástralía Sveppir Erlend sakamál Tengdar fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. 30. apríl 2025 11:24 Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. 29. apríl 2025 14:36 Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Þrír gestir létust og einn veiktist alvarlega eftir matarboð hjá Erin Patterson í Viktoríuríki í Ástralíu júlí í fyrra. Gestirnir voru foreldrar fyrrverandi eiginmanns Patterson, móðursystir hans og eiginmaður hennar. Í ljós kom að grænserkur, einn eitraðasti sveppur heims, var í réttinum sem Patterson bauð upp á, Wellington-steik. Patterson er ákærð fyrir manndráp á fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóður sinnar en tilraun til manndráps á eiginmanni þeirrar síðastnefndu. Sá veiktist hastarlega en komst lífs af. Réttarhöldin yfir Patterson hafa staðið í mánuð og hefur ákæruvaldið leitt fram fjölda vitna og kynnt sönnunargögn í málinu. Patterson bar fyrst vitni sjálf í morgun en hún neitar allri sök. Dauði fólksins hafi verið hörmulegt slys. Hún sagðist hafa ákveðið að bæta þurrkuðum sveppum sem hún keypti í asískri matvöruverslun í Melbourne út í réttinn þar sem henni þótti vanta bragð í hann. Sveppina sótti hún í ílát í búri. Þegar hún var spurð að því hvort að aðrar sveppategundir kynnu að hafa verið í ílátinu táraðist Patterson. „Nún held ég að það sé mögulegt að það hafi verið villtir sveppir þarna líka,“ sagði hún, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ældi eftir að hafa úðað í sig gulrótarköku Hélt Patterson fram að hún hefði sjálf ælt eftir máltíðina en það var eftir að hún tróð í sig gulrótarköku sem fyrrverandi tengdamóðir hennar kom með eftir að gestirnir voru farnir. Komið hafði fram við réttarhöldin að Patterson hefði glímt við lotugræðgi um árabil. Hún hefði þó ekki borðað mikið af matnum, aðeins fjórðung eða þriðjung af því sem var á disknum hennar, vegna þess að hún hefði verið upptekin við að tala. Ian Wilkinson, eini gesturinn sem komst lífs, af sagði fyrir dómi að Patterson hefði verið með öðruvísi matardisk en gestirnir. Patterson kannaðist ekki við lýsingar hans þegar hún bar vitni í dag. Ian Wilkinson, eini matargestur Patterson sem komst lífs af, við dómshúsið í Morwell í Ástralíu í morgun. Eiginkona hans, mágkona og svili létust.AP/James Ross/AAP Gekkst Patterson við því að hafa logið að skyldmennum sínum um að hún hefði verið greind með krabbamein. Hún hafi í raun og veru verið á leið í offituaðgerð en logið þessu til þess að tryggja að hún fengi hjálp með börnin hennar á meðan hún gengist undir hnífinn. „Ég man að ég hugsaði að ég vildi ekki segja neinum hvað ég ætlaði að láta gera. Ég skammaðist mín mikið fyrir það,“ sagði Patterson. Saksóknarar halda því fram að Patterson hafi tælt skyldmenni sín í matarboðið undir því yfirskyni að hún vildi ræða við þau um krabbameinsgreininguna. Eyddi gögnum á meðan lögreglan gerði húsleit Patterson eyddi í þrígang öllum gögnum út af símanum sínum eftir matarboðið örlagaríka, meðal annars á meðan lögreglumenn leituðu á heimili hennar. Þá losaði hún sig við matarþurrkara sem hún átti. Bar hún því við að hún hefði óttast að hún yrði sökuð um að hafa drepið gesti sína. Hún hefði verið skelfingu lostin eftir að fyrrverandi eignmaður hennar spurði hana út í matarþurrkarann og hvort hún hefði notað hann til þess að eitra fyrir foreldrum hans.
Ástralía Sveppir Erlend sakamál Tengdar fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. 30. apríl 2025 11:24 Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. 29. apríl 2025 14:36 Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. 30. apríl 2025 11:24
Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. 29. apríl 2025 14:36
Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent