„Rangstaða og hefði ekki staðið með VAR“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 21:19 Fyrra mark Frakklands hefði aldrei átt að standa. vísir / anton brink Glódís Perla Viggósdóttir segir mörkin sem Ísland fékk á sig í 2-0 tapinu gegn Frakklandi mjög pirrandi. Hún tapaði hlutkestinu þriðja leikinn í röð á Laugardalsvelli og þótti vont að spila á móti vindi í seinni hálfleik. „Heilt yfir í leiknum eru þær ekkert að skapa sér rosalega mikið. Mjög pirrandi mörk sem þær skora, fyrsta markið þegar við gleymum okkur í innkasti er reyndar rangstaða og hefði ekki staðið með VAR. Auðvitað breytir það mark leiknum, að spila á móti vindi 1-0 undir á móti Frakklandi er ekki auðveld staða til að vera í“ sagði Glódís Perla um klukkustund eftir að leikurinn kláraðist. Eins og hún segir var Melvine Malard, sem gaf stoðsendinguna, rangstæð og markið hefði ekki átt að standa. Melvine stakk sér inn fyrir Glódísi, sem áttaði sig ekki á því í augnablikinu að Melvine hefði verið rangstæð, enda stóð það mjög tæpt. Leikgreinandi landsliðsins benti henni á það. „Alls ekki. Ég veit ekki einu sinni hver er rangstæð. Þetta er bara augnablik sem við hleypum þeim innan á okkur, við verðum að vera þéttari þarna og megum ekki leyfa þessu að gerast svona.“ Ísland var með vindinn í bakið í seinni hálfleik og hefði klárlega getað skorað mark. „Ég fæ gott færi og svo fáum við annað færi stuttu seinna, ef við hefðum nýtt þau hefðum við breytt leiknum. Alltaf betra að vera yfir þegar þú ferð svo inn í mótvindinn… Hlutkestið nánast ákvarðar leikinn af því að það er alltaf betra að spila með vindi í seinni hálfleik.“ Glódís hjálpar Karólínu Leu á lappir eftir högg í seinni hálfleik.vísir / anton brink Ísland hefur spilað þrjá leiki í mjög miklum vindi í Þjóðadeildinni, gegn Frakklandi í dag og áður gegn Austurríki og Þýskalandi. „Ég tapa hlutkestinu í öllum þessum leikjum en bæði Þýskaland og Austurríki velja að byrja með vindi. Við vissum að það væri gott fyrir okkur. Svo í dag velja þær að byrja á móti vindi, sem var drullu pirrandi.“ Nú tekur við mánaðarundirbúningur fyrir Evrópumótið í Sviss. Íslenska landsliðið kemur saman í lok júní og spilar æfingaleik við Serbíu. „Frí/undirbúningur fyrir EM. Ég tek mér kannski viku að slaka aðeins á og svo byrja ég að æfa aftur og verð klár fyrir EM“ sagði Glódís sem ætlar að skella sér aðeins í sólina á næstu dögum. Þaðan fer hún heim til Þýskalands að æfa þangað til íslenska landsliðið kemur saman í Serbíu í undirbúningi mótsins. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjá meira
„Heilt yfir í leiknum eru þær ekkert að skapa sér rosalega mikið. Mjög pirrandi mörk sem þær skora, fyrsta markið þegar við gleymum okkur í innkasti er reyndar rangstaða og hefði ekki staðið með VAR. Auðvitað breytir það mark leiknum, að spila á móti vindi 1-0 undir á móti Frakklandi er ekki auðveld staða til að vera í“ sagði Glódís Perla um klukkustund eftir að leikurinn kláraðist. Eins og hún segir var Melvine Malard, sem gaf stoðsendinguna, rangstæð og markið hefði ekki átt að standa. Melvine stakk sér inn fyrir Glódísi, sem áttaði sig ekki á því í augnablikinu að Melvine hefði verið rangstæð, enda stóð það mjög tæpt. Leikgreinandi landsliðsins benti henni á það. „Alls ekki. Ég veit ekki einu sinni hver er rangstæð. Þetta er bara augnablik sem við hleypum þeim innan á okkur, við verðum að vera þéttari þarna og megum ekki leyfa þessu að gerast svona.“ Ísland var með vindinn í bakið í seinni hálfleik og hefði klárlega getað skorað mark. „Ég fæ gott færi og svo fáum við annað færi stuttu seinna, ef við hefðum nýtt þau hefðum við breytt leiknum. Alltaf betra að vera yfir þegar þú ferð svo inn í mótvindinn… Hlutkestið nánast ákvarðar leikinn af því að það er alltaf betra að spila með vindi í seinni hálfleik.“ Glódís hjálpar Karólínu Leu á lappir eftir högg í seinni hálfleik.vísir / anton brink Ísland hefur spilað þrjá leiki í mjög miklum vindi í Þjóðadeildinni, gegn Frakklandi í dag og áður gegn Austurríki og Þýskalandi. „Ég tapa hlutkestinu í öllum þessum leikjum en bæði Þýskaland og Austurríki velja að byrja með vindi. Við vissum að það væri gott fyrir okkur. Svo í dag velja þær að byrja á móti vindi, sem var drullu pirrandi.“ Nú tekur við mánaðarundirbúningur fyrir Evrópumótið í Sviss. Íslenska landsliðið kemur saman í lok júní og spilar æfingaleik við Serbíu. „Frí/undirbúningur fyrir EM. Ég tek mér kannski viku að slaka aðeins á og svo byrja ég að æfa aftur og verð klár fyrir EM“ sagði Glódís sem ætlar að skella sér aðeins í sólina á næstu dögum. Þaðan fer hún heim til Þýskalands að æfa þangað til íslenska landsliðið kemur saman í Serbíu í undirbúningi mótsins.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjá meira