Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. júní 2025 21:31 Ross Edgley og tækið sem er notað til að safna sýnum úr sjónum. Bjarni/aðsend Rannsóknastjóri hjá Hafró segir sund Ross Edgley í kringum landið hafa boðið íslenskum vísindamönnum upp á einstakt tækifæri. Hann bindur vonir við að nýjar uppgötvanir verði gerðar samhliða sundi kappans í kringum landið. Sundkappinn Ross Edgley sem lagði af stað í 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið fyrir um þremur vikum síðan hefur nú þegar synt um 300 kílómetra af leið sinni og er nú staddur norðan við Vestfirði. Hann syndir 12 tíma á dag, sex tíma í senn og leggur sig þess á milli. Leiðangurinn stendur jafnframt að rannsókn í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Áhafnarmeðlimir safna sýnum úr sjó á meðan á sundinu stendur en rannsóknastjóri segir um einstakt tækifæri að ræða. „Hann hafði samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á að gera vísindarannsókn saman. Þannig hófst þetta. Við höfum mjög fá sýnishorn og gögn frá strandsvæðum og þetta er því einstakt tækifæri til að afla þeirra á löngu tímabili, þ.e. þriggja mánaða tímabili á þessu svæði,“ Safna sýnum til að kanna lífríkið Í raun er um þrjú verkefni að ræða. Stærsta verkefnið sem er jafnframt evrópskt samstarfsverkefni felst í því að safna sýnum með nýlegri aðferð til að kanna lífríkið. „eDNA stendur fyrir umhverfis-DNA og er nokkuð góð aðferð sem felst í því að í stað þess að veiða tilteknar tegundir til að sjá hvað er í sjónum tekur maður sjávarsýni, skoðar DNA-raðirnar sem eru í vatnssýnunum og reynir að tengja þær við tegundirnar. Þetta er ekki banvænt og veldur ekki truflun og maður fær mikið magn upplýsinga.“ Stefnumótun um verndarsvæði Annað verkefnið gengur út á að greina för hnúfubaka og háhyrninga með ljósmyndun. „Þegar hnúfubakar kafa rís sporðurinn upp og mynstur köfunarinnar er auðgreinanlegt og má líkja því við fingrafar. Þekkja má einstaklinga eftir þessu. Með því að fá myndir hvaðanæva að frá sundferð Ross getum við séð hvort hnúfubakar syndi frá suðursvæði til norðursvæðis.“ Christophe bindir vonir við að rannsóknin verði nýtt í stefnumótun fyrir verndarsvæði. „Við gerum okkur vonir um að við fáum hugmyndir sem leiða til þess að við uppgötvum sitthvað nýtt og það er afar spennandi.“ Sund Sjósund Hafið Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Sundkappinn Ross Edgley sem lagði af stað í 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið fyrir um þremur vikum síðan hefur nú þegar synt um 300 kílómetra af leið sinni og er nú staddur norðan við Vestfirði. Hann syndir 12 tíma á dag, sex tíma í senn og leggur sig þess á milli. Leiðangurinn stendur jafnframt að rannsókn í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Áhafnarmeðlimir safna sýnum úr sjó á meðan á sundinu stendur en rannsóknastjóri segir um einstakt tækifæri að ræða. „Hann hafði samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á að gera vísindarannsókn saman. Þannig hófst þetta. Við höfum mjög fá sýnishorn og gögn frá strandsvæðum og þetta er því einstakt tækifæri til að afla þeirra á löngu tímabili, þ.e. þriggja mánaða tímabili á þessu svæði,“ Safna sýnum til að kanna lífríkið Í raun er um þrjú verkefni að ræða. Stærsta verkefnið sem er jafnframt evrópskt samstarfsverkefni felst í því að safna sýnum með nýlegri aðferð til að kanna lífríkið. „eDNA stendur fyrir umhverfis-DNA og er nokkuð góð aðferð sem felst í því að í stað þess að veiða tilteknar tegundir til að sjá hvað er í sjónum tekur maður sjávarsýni, skoðar DNA-raðirnar sem eru í vatnssýnunum og reynir að tengja þær við tegundirnar. Þetta er ekki banvænt og veldur ekki truflun og maður fær mikið magn upplýsinga.“ Stefnumótun um verndarsvæði Annað verkefnið gengur út á að greina för hnúfubaka og háhyrninga með ljósmyndun. „Þegar hnúfubakar kafa rís sporðurinn upp og mynstur köfunarinnar er auðgreinanlegt og má líkja því við fingrafar. Þekkja má einstaklinga eftir þessu. Með því að fá myndir hvaðanæva að frá sundferð Ross getum við séð hvort hnúfubakar syndi frá suðursvæði til norðursvæðis.“ Christophe bindir vonir við að rannsóknin verði nýtt í stefnumótun fyrir verndarsvæði. „Við gerum okkur vonir um að við fáum hugmyndir sem leiða til þess að við uppgötvum sitthvað nýtt og það er afar spennandi.“
Sund Sjósund Hafið Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32