Vanvirkar fjölskyldur og hlutverkin sem skilja eftir sár Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. júní 2025 13:56 Valdimar segir að hlutverkin sem myndast innan vanvirkra fjölskyldna geti haft áhrif á líðan einstaklinga langt fram á fullorðinsár. Margir taka ómeðvitað að sér ákveðin hlutverk í vanvirkum fjölskyldum, hlutverk sem ekki aðeins hafa áhrif langt fram á fullorðinsár, heldur geta jafnvel gengið í erfðir. Valdimar Þór Svavarsson, meðferðaraðili og annar eigandi ráðgjafastofunnar Fyrsta skrefið, ræðir þessi hlutverk í nýjasta þætti Íslands í dag. Valdimar rekur Fyrsta skrefið ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Ósk Guðnadóttur. Þar bjóða þau meðal annars upp á áfallameðferð, djúpöndunarvinnu og fræðslu um meðvirkni. Þau standa einnig að hlaðvarpinu Meðvirkni-podkastið, þar sem þau fjalla ítarlega um þessi málefni. Auk þess hefur Valdimar sérhæft sig í meðvirkni og áfallafræðum og heldur reglulega fyrirlestra og námskeið, meðal annars um svokölluð systkinahlutverk. „Þetta eru mynstur sem spretta upp úr alvarlegum vanda. Þegar fólk fer að skoða uppruna sinn og æsku, áttar það sig gjarnan á því hvaða hlutverk það hefur leikið og hvernig það hefur þjónað kerfinu, jafnvel á eigin kostnað,“ segir Valdimar. Hlutverkin myndast oft vegna ójafnvægis og skekkju í fjölskyldukerfinu. Þá skapast þrýstingur sem ýtir undir að einstaklingar tileinki sér ákveðin hlutverk til að halda kerfinu í jafnvægi. Í sumum tilfellum taka þeir að sér fleiri en eitt hlutverk í senn. Fimm algeng hlutverk í vanvirkum fjölskyldum Bjargvætturinn: Þetta er oft maki eða annar fjölskyldumeðlimur sem reynir stöðugt að bjarga öðrum og laga aðstæður innan fjölskyldunnar. Bjargvætturinn tekur oft yfir stjórn og ábyrgð, stundum á kostnað eigin líðan. Hetjan: Almennt fyrsta barnið í fjölskyldunni sem þróar með sér mikla ábyrgðartilfinningu. Hetjan stendur sig fullkomlega út á við, er dugleg, áreiðanleg og vill ekki valda neinum vonbrigðum. Hún eða hann er oft miðpunktur fjölskyldunnar, en undir yfirborðinu býr fullkomnunarárátta og mikill þrýstingur. Hetjan reynir að þóknast öllum og sinna þörfum annarra en á kostnað eigin sjálfsþarfna, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd og líðan. Blóraböggullinn: Þetta er einstaklingurinn sem fær oft sökina fyrir vandamál fjölskyldunnar. Blóraböggullinn dregur oft að sér neikvæða athygli og getur verið fórnarlamb kerfisins. Með þessu fær fjölskyldan eitthvað sem veldur athygli frá dýpri vandamálum eða ójafnvægi innan fjölskyldukerfisins. Þessi hlutverk getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd og framtíðar sambönd einstaklingsins. Týnda barnið: Sá sem dregur sig í hlé, vill hverfa frá erfiðum aðstæðum og tengist litlu innan fjölskyldunnar. Týnda barnið getur verið líkamlega eða andlega fjarverandi, með minni tilfinningalega nærveru. Þetta getur verið leið einstaklingsins til að vernda sig gegn sársauka eða átökum innan fjölskyldunnar, en það veldur því að hann/hún upplifir sig oft einangraðan eða ósýnilegan. Trúðurinn: Sá sem notar húmor og léttan til að bægja vandamálum og spennu frá fjölskyldunni. Trúðurinn reynir að létta andrúmsloftið með því að gera grín að erfiðleikum eða nota kímnigáfu til að forðast alvarleika. Þetta hlutverk getur verið mikilvægt fyrir að halda fjölskyldunni saman en getur einnig hamlað því að vandamálin séu tekin alvarlega og unnin. Viðtalið við Valdimar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Varaþingmaður VG á von á barni Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Aðventumolar Árna í Árdal: Heitt jarðaberjasúkkulaði Matur Syndir um eins og hafmeyja í laugunum Lífið Skellihló með kærastanum á rauðu ljósi Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Fréttakviss vikunnar: Ertu með á nótunum? Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Valdimar rekur Fyrsta skrefið ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Ósk Guðnadóttur. Þar bjóða þau meðal annars upp á áfallameðferð, djúpöndunarvinnu og fræðslu um meðvirkni. Þau standa einnig að hlaðvarpinu Meðvirkni-podkastið, þar sem þau fjalla ítarlega um þessi málefni. Auk þess hefur Valdimar sérhæft sig í meðvirkni og áfallafræðum og heldur reglulega fyrirlestra og námskeið, meðal annars um svokölluð systkinahlutverk. „Þetta eru mynstur sem spretta upp úr alvarlegum vanda. Þegar fólk fer að skoða uppruna sinn og æsku, áttar það sig gjarnan á því hvaða hlutverk það hefur leikið og hvernig það hefur þjónað kerfinu, jafnvel á eigin kostnað,“ segir Valdimar. Hlutverkin myndast oft vegna ójafnvægis og skekkju í fjölskyldukerfinu. Þá skapast þrýstingur sem ýtir undir að einstaklingar tileinki sér ákveðin hlutverk til að halda kerfinu í jafnvægi. Í sumum tilfellum taka þeir að sér fleiri en eitt hlutverk í senn. Fimm algeng hlutverk í vanvirkum fjölskyldum Bjargvætturinn: Þetta er oft maki eða annar fjölskyldumeðlimur sem reynir stöðugt að bjarga öðrum og laga aðstæður innan fjölskyldunnar. Bjargvætturinn tekur oft yfir stjórn og ábyrgð, stundum á kostnað eigin líðan. Hetjan: Almennt fyrsta barnið í fjölskyldunni sem þróar með sér mikla ábyrgðartilfinningu. Hetjan stendur sig fullkomlega út á við, er dugleg, áreiðanleg og vill ekki valda neinum vonbrigðum. Hún eða hann er oft miðpunktur fjölskyldunnar, en undir yfirborðinu býr fullkomnunarárátta og mikill þrýstingur. Hetjan reynir að þóknast öllum og sinna þörfum annarra en á kostnað eigin sjálfsþarfna, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd og líðan. Blóraböggullinn: Þetta er einstaklingurinn sem fær oft sökina fyrir vandamál fjölskyldunnar. Blóraböggullinn dregur oft að sér neikvæða athygli og getur verið fórnarlamb kerfisins. Með þessu fær fjölskyldan eitthvað sem veldur athygli frá dýpri vandamálum eða ójafnvægi innan fjölskyldukerfisins. Þessi hlutverk getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd og framtíðar sambönd einstaklingsins. Týnda barnið: Sá sem dregur sig í hlé, vill hverfa frá erfiðum aðstæðum og tengist litlu innan fjölskyldunnar. Týnda barnið getur verið líkamlega eða andlega fjarverandi, með minni tilfinningalega nærveru. Þetta getur verið leið einstaklingsins til að vernda sig gegn sársauka eða átökum innan fjölskyldunnar, en það veldur því að hann/hún upplifir sig oft einangraðan eða ósýnilegan. Trúðurinn: Sá sem notar húmor og léttan til að bægja vandamálum og spennu frá fjölskyldunni. Trúðurinn reynir að létta andrúmsloftið með því að gera grín að erfiðleikum eða nota kímnigáfu til að forðast alvarleika. Þetta hlutverk getur verið mikilvægt fyrir að halda fjölskyldunni saman en getur einnig hamlað því að vandamálin séu tekin alvarlega og unnin. Viðtalið við Valdimar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Varaþingmaður VG á von á barni Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Aðventumolar Árna í Árdal: Heitt jarðaberjasúkkulaði Matur Syndir um eins og hafmeyja í laugunum Lífið Skellihló með kærastanum á rauðu ljósi Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Fréttakviss vikunnar: Ertu með á nótunum? Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira