Sara Björk hittir áhorfendur og sendir stelpunum okkar EM kveðju Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 15:01 Sara Björk var fyrirliði Íslands áður en hún lagði landsliðsskóna á hilluna. Marcio Machado/Eurasia Sport Images/Getty Images Sara Björk Gunnarsdóttir mun senda stelpunum okkar EM kveðju fyrir leik Íslands og Frakklands, á skilti sem verður sett upp í anddyri Laugardalsvallar. Allir áhorfendur geta gert slíkt hið sama, skrifað nafn sitt eða nokkur vel valin orð fyrir íslenska landsliðið, og fengið að hitta fyrrum landsliðsfyrirliðann. Landsbankinn stendur fyrir verkefninu „Skrifum söguna saman“ í samstarfi við KSÍ. Búið er að strekkja breiðtjald á striga sem áhorfendur geta skrifað á, áður en þeir fara upp í stúku og sjá fyrsta landsleikinn á nýja Laugardalsvellinum, sem hefst klukkan sex í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði til fjölda ára, verður á svæðinu og skrifar á spjaldið sem stelpurnar okkar munu svo taka með sér út á Evrópumótið í Sviss. Skiltið sem Sara og áhorfendur munu skrifa á fer með stelpunum okkar út á EM í Sviss. Sátt við að hafa kvatt landsliðið Sara lék sinn fyrsta landsleik árið 2007, enn aðeins sextán ára gömul, og á leikjametið á Íslandi með því að hafa spilað 145 leiki. Hún fór til að mynda fjórum sinnum á EM en eftir að Íslandi mistókst að komast á HM, með sáru tapi í framlengdum leik í Portúgal haustið 2022, ákvað Sara að landsliðsskórnir færu á hilluna. Spilar í Sádi-Arabíu Eftir að hafa spilað með toppliðum á Ítalíu, í Frakklandi og Þýskalandi tók Sara að sér ansi ólíkt verkefni og lék með Al Qadsiah í Sádi-Arabíu í vetur. Hún segir síðustu níu mánuði hafa verið lærdómsríka og gefur lítið fyrir tal um að erlent íþróttafólk þar taki þátt í hvítþvotti ríkisins af mannréttindabrotum. Liðið þarf stöðugleika Landsliðsþjálfarar Íslands hafa ekki reynt að fá hana til að snúast hugur og Sara hefur í vetur einbeitt sér að því að spila með liði Al Qadsiah í sádiarabísku deildinni. Hún fylgist þó með framgangi íslenska liðsins og segir allt opið fyrir liðið á Evrópumótinu í Sviss í sumar en að til þess þurfi meiri stöðugleika. „Ég fylgist með liðinu. Mér finnst þær vera upp og niður. Þær eiga sína leiki eins og þegar þær unnu til dæmis Þýskaland í fyrra hér heima. Það var ótrúlegt – frábær leikur. En mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika í liðið. Þetta er eiginlega alltaf það sama, um að halda bolta betur innan liðsins. Og þegar ég horfi á leikina núna í sjónvarpi þá sé ég að það eru möguleikar til staðar. Við erum með leikmenn sem eiga að geta tekið meira við boltanum á miðjunni en mér finnst alltaf smástress, kannski smáhræðsla eða óöryggi, og við lendum oft í þessum löngu boltum. Það virkar oft en er líka takmarkað stundum, sérstaklega þegar hin liðin lesa það og taka Sveindísi út. Þá er jókerinn okkar farinn“ sagði Sara í viðtali við Sindra Sverrisson fyrir skemmstu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Landsbankinn stendur fyrir verkefninu „Skrifum söguna saman“ í samstarfi við KSÍ. Búið er að strekkja breiðtjald á striga sem áhorfendur geta skrifað á, áður en þeir fara upp í stúku og sjá fyrsta landsleikinn á nýja Laugardalsvellinum, sem hefst klukkan sex í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði til fjölda ára, verður á svæðinu og skrifar á spjaldið sem stelpurnar okkar munu svo taka með sér út á Evrópumótið í Sviss. Skiltið sem Sara og áhorfendur munu skrifa á fer með stelpunum okkar út á EM í Sviss. Sátt við að hafa kvatt landsliðið Sara lék sinn fyrsta landsleik árið 2007, enn aðeins sextán ára gömul, og á leikjametið á Íslandi með því að hafa spilað 145 leiki. Hún fór til að mynda fjórum sinnum á EM en eftir að Íslandi mistókst að komast á HM, með sáru tapi í framlengdum leik í Portúgal haustið 2022, ákvað Sara að landsliðsskórnir færu á hilluna. Spilar í Sádi-Arabíu Eftir að hafa spilað með toppliðum á Ítalíu, í Frakklandi og Þýskalandi tók Sara að sér ansi ólíkt verkefni og lék með Al Qadsiah í Sádi-Arabíu í vetur. Hún segir síðustu níu mánuði hafa verið lærdómsríka og gefur lítið fyrir tal um að erlent íþróttafólk þar taki þátt í hvítþvotti ríkisins af mannréttindabrotum. Liðið þarf stöðugleika Landsliðsþjálfarar Íslands hafa ekki reynt að fá hana til að snúast hugur og Sara hefur í vetur einbeitt sér að því að spila með liði Al Qadsiah í sádiarabísku deildinni. Hún fylgist þó með framgangi íslenska liðsins og segir allt opið fyrir liðið á Evrópumótinu í Sviss í sumar en að til þess þurfi meiri stöðugleika. „Ég fylgist með liðinu. Mér finnst þær vera upp og niður. Þær eiga sína leiki eins og þegar þær unnu til dæmis Þýskaland í fyrra hér heima. Það var ótrúlegt – frábær leikur. En mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika í liðið. Þetta er eiginlega alltaf það sama, um að halda bolta betur innan liðsins. Og þegar ég horfi á leikina núna í sjónvarpi þá sé ég að það eru möguleikar til staðar. Við erum með leikmenn sem eiga að geta tekið meira við boltanum á miðjunni en mér finnst alltaf smástress, kannski smáhræðsla eða óöryggi, og við lendum oft í þessum löngu boltum. Það virkar oft en er líka takmarkað stundum, sérstaklega þegar hin liðin lesa það og taka Sveindísi út. Þá er jókerinn okkar farinn“ sagði Sara í viðtali við Sindra Sverrisson fyrir skemmstu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira