Ertu klár? Jakob Smári Magnússon skrifar 3. júní 2025 12:01 Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur undanfarið verið að kynna verkefnið Ertu klár? fyrir landsmönnum og benda á heimasíðuna 3dagar.is. Viðbrögðin hafa almennt verið góð en einnig hefur komið fram gagnrýni á eitt og annað sem jákvætt og lærdómsríkt fyrir okkur. Það er alls ekki ætlun RKÍ að vekja upp ótta hjá fólki heldur miklu frekar benda á og fræða. Við erum fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar og benda á mikilvægi þess að fólk sé viðbúið ef eitthvað gerist. Aukin náttúruvá hér á landi og breytingar í heiminum kalla á viðbrögð, ekki bara hins opinbera heldur einnig viðbrögð og meðvitund almennings. Á Norðurlöndunum hefur sambærilegt átak verið í gangi um nokkurt skeið og í Noregi er til dæmis talað um að vera klár í 7 daga. Við látum 3 duga hér á landi líkt og frændur okkar Danir. Rauði krossinn á Íslandi byrjaði reyndar með átakið fyrir 10 árum en nú var ákveðið að uppfæra heimasíðuna og vekja athygli á verkefninu. Af hverju 3 dagar? Þegar neyðarástand skellur á, t.d. vegna eldgosa eða annarrar náttúruvár, er mesta álagið á viðbragðsaðilum fyrstu dagana. Þess vegna er nauðsynlegt að hvert og eitt okkar, sem ekki þurfum lífsbjargandi aðstoð, getum séð um okkur sjálf fyrstu dagana hvað varðar mat, vatn og aðrar nauðsynjar. Viðlagakassinn Við mælum með að fólk útbúi svokallaðan viðlagakassa sem inniheldur eitt og annað sem gæti komið sér vel í t.d. vatns- og rafmagnsleysi. Nánari upplýsingar um hvað ætti að vera í viðlagakassanum eru að finna á 3dagar.is. Með því að hafa slíkan viðlagakassa ertu með flest allt sem þú gætir þurft á að halda á einum stað. Við tölum um að eiga nóg af vatni og mat sem ekki þarf að geyma í kæli. Maturinn og vatnið þurfa ekki endilega að vera í kassanum. Bara að það sé til á heimilinu, en með því að geyma sem flest í viðlagakassanum tryggjum við að allt sé til á vísum stað. Að útbúa viðlagakassa er í rauninni ekki ósvipað því að undirbúa útilegu. Í upphafi sumars gæti verið tilvalið að fara yfir útilegubúnaðinn og hver veit nema þar leynist ýmislegt sem kemur sér vel í viðlagakassanum eins og til dæmis prímus Reiðufé Einhverjir hafa komið með gagnrýni á að við mælum með að hafa reiðufé í viðlagakassanum og rök þeirra eru þau að ef það er rafmagnslaust þá virka ekki afgreiðslukassar til dæmis. Í rafmagnsleysinu á Spáni og víðar nýverið sýndi það sig hins vegar að reiðufé kom sér vel því margar verslanir tóku við reiðufé og þannig gat fólk verslað. Eins og fyrr segir er tilgangurinn ekki að hræða heldur fræða. Við erum að koma með ábendingar og viljum vekja fólk til umhugsunar. Við vitum aldrei hvað getur gerst. Hver bjóst við að það færi að gjósa við Grindavík ? Voru íbúar á Íberíuskaga að gera ráð fyrir rafmagnsleysi ? Hér á landi hefur ýmislegt gengið á undanfarin ár. Aukin jarðskjálftavirkni og aukin merki um hugsanleg eldgos. Er þá ekki gott að vera klár ef eitthvað óvænt gerist ? Því betur sem við erum undirbúin — því auðveldara verður að takast á við neyðarástand. Vertu klár! Höfundur er neyðarvarnafulltrúi hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur undanfarið verið að kynna verkefnið Ertu klár? fyrir landsmönnum og benda á heimasíðuna 3dagar.is. Viðbrögðin hafa almennt verið góð en einnig hefur komið fram gagnrýni á eitt og annað sem jákvætt og lærdómsríkt fyrir okkur. Það er alls ekki ætlun RKÍ að vekja upp ótta hjá fólki heldur miklu frekar benda á og fræða. Við erum fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar og benda á mikilvægi þess að fólk sé viðbúið ef eitthvað gerist. Aukin náttúruvá hér á landi og breytingar í heiminum kalla á viðbrögð, ekki bara hins opinbera heldur einnig viðbrögð og meðvitund almennings. Á Norðurlöndunum hefur sambærilegt átak verið í gangi um nokkurt skeið og í Noregi er til dæmis talað um að vera klár í 7 daga. Við látum 3 duga hér á landi líkt og frændur okkar Danir. Rauði krossinn á Íslandi byrjaði reyndar með átakið fyrir 10 árum en nú var ákveðið að uppfæra heimasíðuna og vekja athygli á verkefninu. Af hverju 3 dagar? Þegar neyðarástand skellur á, t.d. vegna eldgosa eða annarrar náttúruvár, er mesta álagið á viðbragðsaðilum fyrstu dagana. Þess vegna er nauðsynlegt að hvert og eitt okkar, sem ekki þurfum lífsbjargandi aðstoð, getum séð um okkur sjálf fyrstu dagana hvað varðar mat, vatn og aðrar nauðsynjar. Viðlagakassinn Við mælum með að fólk útbúi svokallaðan viðlagakassa sem inniheldur eitt og annað sem gæti komið sér vel í t.d. vatns- og rafmagnsleysi. Nánari upplýsingar um hvað ætti að vera í viðlagakassanum eru að finna á 3dagar.is. Með því að hafa slíkan viðlagakassa ertu með flest allt sem þú gætir þurft á að halda á einum stað. Við tölum um að eiga nóg af vatni og mat sem ekki þarf að geyma í kæli. Maturinn og vatnið þurfa ekki endilega að vera í kassanum. Bara að það sé til á heimilinu, en með því að geyma sem flest í viðlagakassanum tryggjum við að allt sé til á vísum stað. Að útbúa viðlagakassa er í rauninni ekki ósvipað því að undirbúa útilegu. Í upphafi sumars gæti verið tilvalið að fara yfir útilegubúnaðinn og hver veit nema þar leynist ýmislegt sem kemur sér vel í viðlagakassanum eins og til dæmis prímus Reiðufé Einhverjir hafa komið með gagnrýni á að við mælum með að hafa reiðufé í viðlagakassanum og rök þeirra eru þau að ef það er rafmagnslaust þá virka ekki afgreiðslukassar til dæmis. Í rafmagnsleysinu á Spáni og víðar nýverið sýndi það sig hins vegar að reiðufé kom sér vel því margar verslanir tóku við reiðufé og þannig gat fólk verslað. Eins og fyrr segir er tilgangurinn ekki að hræða heldur fræða. Við erum að koma með ábendingar og viljum vekja fólk til umhugsunar. Við vitum aldrei hvað getur gerst. Hver bjóst við að það færi að gjósa við Grindavík ? Voru íbúar á Íberíuskaga að gera ráð fyrir rafmagnsleysi ? Hér á landi hefur ýmislegt gengið á undanfarin ár. Aukin jarðskjálftavirkni og aukin merki um hugsanleg eldgos. Er þá ekki gott að vera klár ef eitthvað óvænt gerist ? Því betur sem við erum undirbúin — því auðveldara verður að takast á við neyðarástand. Vertu klár! Höfundur er neyðarvarnafulltrúi hjá Rauða krossinum.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun