Fundað vegna örtraðarinnar í höllinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2025 20:41 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Vísir/Ívar Fannar Viðbragsaðilar funduðu í morgun með rekstraraðilum Laugardalshallar vegna stórtónleika FM95BLÖ þar sem fjöldi manns var hætt kominn vegna skipulags. Slökkviliðsstjóri segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu en tónleikagestur segist enn vera að jafna sig. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fundaði í dag með forsvarsmönnum Laugardalshallar eftir að fjöldi manns var hætt kominn í örtröð sem myndaðist á stórtónleikum FM95BLÖ um helgina. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur fréttastofa ekki náð í aðstandendur tónleikanna, þá Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egil Einarsson og ekki heldur Björgvin Þór Rúnarsson eiganda Nordic Live Events sem sá um skipulagningu. Fram hefur komið að þeir verði boðaðir á fund lögreglu í vikunni. Megi draga lærdóm af málinu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir málið koma á óvart. „Það í raun og veru kemur á óvart því fjöldinn á þessum viðburði, þetta er ekki óeðlilega mikill fjöldi miðað við höllina en þarna kemur eitthvað móment, það er fólk sem er að fara inn og annað sem er að fara út og þá myndast stífla,“ segir Jón Viðar. Hann segir að farið verði yfir myndefni úr höllinni en forsvarsmenn Laugardalshallar hafa sagt að farið verði yfir verklag í kjölfar tónleikanna. „Það er náttúrulega bara hellings lærdómur í þessu og Laugardalshöllin hefur lagt gríðarlega áherslu á að draga fram þessa veiku hlekki sem voru þarna.“ Föst í tuttugu mínútur Tónleikagestir lýsa mikilli örtröð á tónleikunum og eru dæmi um að gestir hafi fengið marbletti á líkamann, meðal annars á bakið og þá í formi skófars eftir að traðkað var á þeim í þvögunni. Einn gesta Guðný Björk Halldórsdóttir segist hafa verið nálægt yfirliði, hún hafi skemmt sér vel á tónleikunum og segir allt hafa gengið vel í höllinni þangað til komið var fram á gang. „Það er aðallega það að það var svo rosalegt súrefnisleysi þarna að það perlaði af manni svitinn og nú er ég frekar kuldagjörn að þetta var rosalega erfitt og það var á þeim tímapunkti þegar augun mín voru farin að ranghvolfast upp og ég var búin að vera að reyna að veifa einhverjum þá sáu einhverjir strákar það og náðu semí að ýta mér út úr svæðinu og koma mér upp en þar af leiðandi, við erum komin upp og það er engin útgönguleið þar.“ Guðný segist vona að skipuleggjendur dragi lærdóm af málinu. „Þarna lendirðu í aðstæðum í yfir tuttugu mínútur þar sem þú þarft að horfa upp, þú þarft að halda ró þinni, það var erfiðast og ég veit ekki, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, bara kvíði, en skaðinn er skeður og þetta er klárlega eitthvað sem mun hafa áhrif á mig.“ @soleyja Fm95blö tók sko vel utan um mann #fermingaveislafm95 ♬ original sound - Soley Jóns Tónlist Tónleikar á Íslandi Slökkvilið FM95BLÖ Tengdar fréttir „Heppnir að enginn hafi dáið“ Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og tónleikahaldari hjá Senu segir félagana í FM95BLÖ hafa verið heppna að enginn hefði dáið þegar troðningur myndaðist á stórtónleikum sem þeir héldu undir formerkjum „Fermingarveislu aldarinnar.“ Skoða þurfi regluverkið í kringum tónleikahald. 2. júní 2025 09:32 „Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04 „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fundaði í dag með forsvarsmönnum Laugardalshallar eftir að fjöldi manns var hætt kominn í örtröð sem myndaðist á stórtónleikum FM95BLÖ um helgina. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur fréttastofa ekki náð í aðstandendur tónleikanna, þá Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egil Einarsson og ekki heldur Björgvin Þór Rúnarsson eiganda Nordic Live Events sem sá um skipulagningu. Fram hefur komið að þeir verði boðaðir á fund lögreglu í vikunni. Megi draga lærdóm af málinu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir málið koma á óvart. „Það í raun og veru kemur á óvart því fjöldinn á þessum viðburði, þetta er ekki óeðlilega mikill fjöldi miðað við höllina en þarna kemur eitthvað móment, það er fólk sem er að fara inn og annað sem er að fara út og þá myndast stífla,“ segir Jón Viðar. Hann segir að farið verði yfir myndefni úr höllinni en forsvarsmenn Laugardalshallar hafa sagt að farið verði yfir verklag í kjölfar tónleikanna. „Það er náttúrulega bara hellings lærdómur í þessu og Laugardalshöllin hefur lagt gríðarlega áherslu á að draga fram þessa veiku hlekki sem voru þarna.“ Föst í tuttugu mínútur Tónleikagestir lýsa mikilli örtröð á tónleikunum og eru dæmi um að gestir hafi fengið marbletti á líkamann, meðal annars á bakið og þá í formi skófars eftir að traðkað var á þeim í þvögunni. Einn gesta Guðný Björk Halldórsdóttir segist hafa verið nálægt yfirliði, hún hafi skemmt sér vel á tónleikunum og segir allt hafa gengið vel í höllinni þangað til komið var fram á gang. „Það er aðallega það að það var svo rosalegt súrefnisleysi þarna að það perlaði af manni svitinn og nú er ég frekar kuldagjörn að þetta var rosalega erfitt og það var á þeim tímapunkti þegar augun mín voru farin að ranghvolfast upp og ég var búin að vera að reyna að veifa einhverjum þá sáu einhverjir strákar það og náðu semí að ýta mér út úr svæðinu og koma mér upp en þar af leiðandi, við erum komin upp og það er engin útgönguleið þar.“ Guðný segist vona að skipuleggjendur dragi lærdóm af málinu. „Þarna lendirðu í aðstæðum í yfir tuttugu mínútur þar sem þú þarft að horfa upp, þú þarft að halda ró þinni, það var erfiðast og ég veit ekki, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, bara kvíði, en skaðinn er skeður og þetta er klárlega eitthvað sem mun hafa áhrif á mig.“ @soleyja Fm95blö tók sko vel utan um mann #fermingaveislafm95 ♬ original sound - Soley Jóns
Tónlist Tónleikar á Íslandi Slökkvilið FM95BLÖ Tengdar fréttir „Heppnir að enginn hafi dáið“ Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og tónleikahaldari hjá Senu segir félagana í FM95BLÖ hafa verið heppna að enginn hefði dáið þegar troðningur myndaðist á stórtónleikum sem þeir héldu undir formerkjum „Fermingarveislu aldarinnar.“ Skoða þurfi regluverkið í kringum tónleikahald. 2. júní 2025 09:32 „Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04 „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
„Heppnir að enginn hafi dáið“ Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og tónleikahaldari hjá Senu segir félagana í FM95BLÖ hafa verið heppna að enginn hefði dáið þegar troðningur myndaðist á stórtónleikum sem þeir héldu undir formerkjum „Fermingarveislu aldarinnar.“ Skoða þurfi regluverkið í kringum tónleikahald. 2. júní 2025 09:32
„Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04
„Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23