Ungmenni réðust á varnarlaust fórnarlamb í skógræktinni á Akranesi Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júní 2025 14:25 Atvikin sem málið varðar áttu sér stað við skógræktina við Klapparholt á Akranesi. Já.is Tveir ungir menn hafa verið sakfelldir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem beindist að einum manni við skógræktina við Klapparholt á Akranesi. Í ákæru segir að mennirnir hafi saman veist að þessum eina með ofbeldi. Annar þeirri hafi sparkað ítrekað í efri búk og höfuð fórnarlambsins og hinn slegið hann ítrekað í líkamann með óþekktu áhaldi. Eftir að fórnarlambið féll í jörðina vegna árásarinnar hafi tvímenningarnir haldið áfram að veitast að honum meðan hann lá varnarlaus. Fyrir vikið mun sá sem varð fyrir árásinni hafa hlotið tveggja sentímetra skurð á höfði sem þurfti að sauma, sár, bólgu og mar í andliti við augnlok og kjálka. Þá hafi hann hlotið kinnbeinsbrot, fimm brot á tönnum, rifbeinsbrot, og ýmsa aðra áverka um líkamann. Árásarmennirnir tveir játuðu sök. Og þótti játningin studd gögnum málsins. Þeir voru sakfelldir fyrir stórfellda líkamsárás, sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að þeir réðust tveir á einn sem gat sér litla björg veitt. Einnig var litið til þess að þeir hefðu verið ungir að árum þegar brotin voru framin, og þeir greiðlega gengist við háttseminni. Báðir voru dæmdir í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá er þeim gert að greiða fórnarlambinu 700 þúsund krónur í miskabætur og rúmar 300 þúsund krónur í málskostnað. Þá þurfa þeir hvor um sig að greiða um 335 þúsund krónur í lögmannskostnað. Dómsmál Akranes Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í ákæru segir að mennirnir hafi saman veist að þessum eina með ofbeldi. Annar þeirri hafi sparkað ítrekað í efri búk og höfuð fórnarlambsins og hinn slegið hann ítrekað í líkamann með óþekktu áhaldi. Eftir að fórnarlambið féll í jörðina vegna árásarinnar hafi tvímenningarnir haldið áfram að veitast að honum meðan hann lá varnarlaus. Fyrir vikið mun sá sem varð fyrir árásinni hafa hlotið tveggja sentímetra skurð á höfði sem þurfti að sauma, sár, bólgu og mar í andliti við augnlok og kjálka. Þá hafi hann hlotið kinnbeinsbrot, fimm brot á tönnum, rifbeinsbrot, og ýmsa aðra áverka um líkamann. Árásarmennirnir tveir játuðu sök. Og þótti játningin studd gögnum málsins. Þeir voru sakfelldir fyrir stórfellda líkamsárás, sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að þeir réðust tveir á einn sem gat sér litla björg veitt. Einnig var litið til þess að þeir hefðu verið ungir að árum þegar brotin voru framin, og þeir greiðlega gengist við háttseminni. Báðir voru dæmdir í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá er þeim gert að greiða fórnarlambinu 700 þúsund krónur í miskabætur og rúmar 300 þúsund krónur í málskostnað. Þá þurfa þeir hvor um sig að greiða um 335 þúsund krónur í lögmannskostnað.
Dómsmál Akranes Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira