„Getum alveg fundið glufur“ gegn Frakklandi Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 13:00 Hildur Antonsdóttir segir Ísland þurfa að halda liðinu þéttu og finna réttu leiðirnar fram á við. vísir / lýður Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir segir Ísland alveg geta fundið glufur á franska liðinu sem spilar á fyrsta leikinn á nýjum Laugardalsvelli á morgun. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja áfram sæti sitt í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við erum bara spenntar að spila á móti Frökkum hérna heima, á nýju grasi á Laugardalsvelli. Allir leikir í A-deild eru erfiðir en það hjálpar okkur bara að verða betra lið“ sagði Hildur í viðtali við Aron Guðmundsson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hildur fyrir leikinn gegn Frakklandi Hildur var, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt með niðurstöðuna gegn Noregi síðasta föstudag. Ísland leiddi leikinn lengst af en þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli eftir sjálfsmark undir lokin. Ísland situr í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með fjögur stig, Noregur er þar fyrir ofan með fimm stig en Sviss er sæti neðar með tvö stig. Sviss og Noregur mætast á sama tíma og Ísland tekur á móti toppliði Frakklands á morgun. „Þær eru með mjög sterka einstaklinga innan síns liðs en ég held að við getum alveg fundið glufur þarna á milli. Við erum með frábæra leikmenn fram á við sem eiga að geta strítt þeim. Ef við höldum liðinu þéttu og finnum réttu leiðina fram á við eigum við að geta strítt þeim aðeins“ sagði Hildur um frönsku andstæðingana. Leikurinn verður sá fyrsti á nýjum Laugardalsvelli. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. „Nýtt gras og allt, þó það sé kannski smá leiðinlegt veður. Íslendingar eru nú vanir því, þannig að ég vona að sem flestir mæti og styðji við okkur“ sagði Hildur í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Miðasölu á leik Íslands og Frakklands má finna í hlekknum hér. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
„Við erum bara spenntar að spila á móti Frökkum hérna heima, á nýju grasi á Laugardalsvelli. Allir leikir í A-deild eru erfiðir en það hjálpar okkur bara að verða betra lið“ sagði Hildur í viðtali við Aron Guðmundsson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hildur fyrir leikinn gegn Frakklandi Hildur var, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt með niðurstöðuna gegn Noregi síðasta föstudag. Ísland leiddi leikinn lengst af en þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli eftir sjálfsmark undir lokin. Ísland situr í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með fjögur stig, Noregur er þar fyrir ofan með fimm stig en Sviss er sæti neðar með tvö stig. Sviss og Noregur mætast á sama tíma og Ísland tekur á móti toppliði Frakklands á morgun. „Þær eru með mjög sterka einstaklinga innan síns liðs en ég held að við getum alveg fundið glufur þarna á milli. Við erum með frábæra leikmenn fram á við sem eiga að geta strítt þeim. Ef við höldum liðinu þéttu og finnum réttu leiðina fram á við eigum við að geta strítt þeim aðeins“ sagði Hildur um frönsku andstæðingana. Leikurinn verður sá fyrsti á nýjum Laugardalsvelli. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. „Nýtt gras og allt, þó það sé kannski smá leiðinlegt veður. Íslendingar eru nú vanir því, þannig að ég vona að sem flestir mæti og styðji við okkur“ sagði Hildur í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Miðasölu á leik Íslands og Frakklands má finna í hlekknum hér.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira