„Við erum engir rasistar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2025 19:14 Sigfús Aðalsteinsson er skipuleggjandi mótmælanna. Vísir/Viktor Freyr Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. Hundruð mótmælenda voru saman komnir á Austurvelli klukkan tvö, margir þeirra með íslenskan fána. Mótmælendur kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. „Það eru til tvær tegundir af innflytjendum. Fólkið sem kemur til Íslands, vinnur, sest að og lærir íslensku. Svo hitt pakkið sem spyr: „Hvar er bónuspokinn? Hvar er frímiðinn í vídjó?“ segir Erlingur Arnarson, einn mótmælenda. „Það er í húfi okkar menning og land og þjóð. Það er ekki verið að hugsa um land og þjóð heldur einhverja alþjóðlega hagsmuni,“ segir Elín. Íslenski fáninn var áberandi á mótmælunum.Vísir/Viktor Freyr „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ segir Brynjar Barkarson tónlistarmaður sem flutti ræðu á mótmælunum. Og þér finnst það ekki vera gert í dag? „Nei.“ Þegar mótmælin voru að hefjast safnaðist saman annar hópur mótmælenda sem kvaðst vera að mótmæla rasisma í þjóðfélaginu. Hópurinn reyndi hvað hann gat að trufla ræður með sírenuvæli, bauli og köllum. „Þetta er bara hreinn rasismi. Að horfa á heilar þjóðir sem nauðgara og árásarmenn. Þetta er bara ógeðslegt,“ segir mótmælandi sem vildi ekki koma fram undir nafni. Fólk hafði lítinn húmor fyrir trufluninni og þrátt fyrir ákall skipuleggjenda um að allt færi friðsamlega fram kom til stimpinga milli mótmælenda. Skipuleggjandi mótmælanna segist hafa fengið óbeina hótun úr hópi þeirra sem sökuðu mótmælendur um rasisma. „Þau létu mig vita að því að þau vissu hvar ég ætti heima, hvað símanúmerið mitt væri, hvernig bíl ég ætti. Það skiptir mig engu máli. Þau mega standa þarna og njóta þess sem þau eru að gera, en þau misskilja þetta því miður. Við erum engir rasistar. Við erum bara að hugsa um framtíð unga fólksins og okkar,“ segir Sigfús Aðalsteinsson, skipuleggjandi mótmælanna. Mótmælin enduðu með samsöng og tilkynnti Sigfús að þetta væru ekki síðustu mótmælin sem hann skipuleggur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að hópurinn hafi verið á vegum No Borders-samtakanna. Meðlimir segja það ósatt og það er hér með leiðrétt. Þó voru einhverjir þeirra merktir No Borders og með fána frá samtökunum. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Hundruð mótmælenda voru saman komnir á Austurvelli klukkan tvö, margir þeirra með íslenskan fána. Mótmælendur kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. „Það eru til tvær tegundir af innflytjendum. Fólkið sem kemur til Íslands, vinnur, sest að og lærir íslensku. Svo hitt pakkið sem spyr: „Hvar er bónuspokinn? Hvar er frímiðinn í vídjó?“ segir Erlingur Arnarson, einn mótmælenda. „Það er í húfi okkar menning og land og þjóð. Það er ekki verið að hugsa um land og þjóð heldur einhverja alþjóðlega hagsmuni,“ segir Elín. Íslenski fáninn var áberandi á mótmælunum.Vísir/Viktor Freyr „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ segir Brynjar Barkarson tónlistarmaður sem flutti ræðu á mótmælunum. Og þér finnst það ekki vera gert í dag? „Nei.“ Þegar mótmælin voru að hefjast safnaðist saman annar hópur mótmælenda sem kvaðst vera að mótmæla rasisma í þjóðfélaginu. Hópurinn reyndi hvað hann gat að trufla ræður með sírenuvæli, bauli og köllum. „Þetta er bara hreinn rasismi. Að horfa á heilar þjóðir sem nauðgara og árásarmenn. Þetta er bara ógeðslegt,“ segir mótmælandi sem vildi ekki koma fram undir nafni. Fólk hafði lítinn húmor fyrir trufluninni og þrátt fyrir ákall skipuleggjenda um að allt færi friðsamlega fram kom til stimpinga milli mótmælenda. Skipuleggjandi mótmælanna segist hafa fengið óbeina hótun úr hópi þeirra sem sökuðu mótmælendur um rasisma. „Þau létu mig vita að því að þau vissu hvar ég ætti heima, hvað símanúmerið mitt væri, hvernig bíl ég ætti. Það skiptir mig engu máli. Þau mega standa þarna og njóta þess sem þau eru að gera, en þau misskilja þetta því miður. Við erum engir rasistar. Við erum bara að hugsa um framtíð unga fólksins og okkar,“ segir Sigfús Aðalsteinsson, skipuleggjandi mótmælanna. Mótmælin enduðu með samsöng og tilkynnti Sigfús að þetta væru ekki síðustu mótmælin sem hann skipuleggur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að hópurinn hafi verið á vegum No Borders-samtakanna. Meðlimir segja það ósatt og það er hér með leiðrétt. Þó voru einhverjir þeirra merktir No Borders og með fána frá samtökunum.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira