Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. maí 2025 10:12 Sex af sjö stjórnarmeðlimum nýrrar stjórnar Evrópuhreyfingarinnar. Frá vinstri: Helga Vala Helgadóttir, Páll Rafnar Þorsteinsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Helgi Hrafn Guðmundsson, Dóra Magnúsdóttir og Magnús Árni Skjöld Magnússon. Ný stjórn Evrópuhreyfingarinnar var kjörin á aðalfundi hreyfingarinnar 22. maí síðastliðinn. Magnús Árni Skjöld er nýr formaður hreyfingarinnar en í nýju stjórninni eru nokkrir fyrrverandi þingmenn, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir og Helgi Hrafn Guðmundsson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Evrópuhreyfingunni. Aðalfundur Evrópuhreyfingarinnar var haldinn í Iðnó fimmtudaginn 22. maí síðastliðinn og var vel sóttur. Á dagskránni voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar á meðal skýrsla stjórnar og kosning nýrrar stjórnar. Auk þess var boðið upp á áhugaverð erindi og líflegar pallborðsumræður um stöðu Íslands í Evrópu. Um 1700 manns eru nú í Evrópuhreyfingunni en þar kemur saman fólk úr ólíkum áttum með sameiginlega sýn um að nauðsynlegt sé að efla umræðu um Evrópumál og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi þingmaður, var kjörinn nýr formaður Evrópuhreyfingarinnar og var Jóni Steindóri Valdimarssyni, fráfarandi formanni, þökkuð góð og óeigingjörn störf. Vel var mætt í Iðnó á aðalfundinn. Með Magnúsi voru kjörin í stjórn Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingar; Dóra Magnúsdóttir, samskiptastjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, Helgi Hrafn Gunnarsson hugbúnaðarsmiður og fyrrverandi þingmaður Píraa, Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur og verkefnastjóri hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Thomas Möller verkfræðingur og leiðsögumaður. Mike Galsworthy, formaður European Movement UK, flutti erindið „Moving away from Brexit and towards a stronger European vision“ um stöðuna í Bretlandi eftir Brexit. Pallborðsumræður undir stjórn Boga Ágústssonar fóru fram þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra; Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lögmaður og Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræddu um framtíðarsýn Íslands í Evrópusamstarfi, Fundarstjóri var Dóra Sif Tynes lögmaður. Evrópusambandið Félagasamtök Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Evrópuhreyfingunni. Aðalfundur Evrópuhreyfingarinnar var haldinn í Iðnó fimmtudaginn 22. maí síðastliðinn og var vel sóttur. Á dagskránni voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar á meðal skýrsla stjórnar og kosning nýrrar stjórnar. Auk þess var boðið upp á áhugaverð erindi og líflegar pallborðsumræður um stöðu Íslands í Evrópu. Um 1700 manns eru nú í Evrópuhreyfingunni en þar kemur saman fólk úr ólíkum áttum með sameiginlega sýn um að nauðsynlegt sé að efla umræðu um Evrópumál og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi þingmaður, var kjörinn nýr formaður Evrópuhreyfingarinnar og var Jóni Steindóri Valdimarssyni, fráfarandi formanni, þökkuð góð og óeigingjörn störf. Vel var mætt í Iðnó á aðalfundinn. Með Magnúsi voru kjörin í stjórn Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingar; Dóra Magnúsdóttir, samskiptastjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, Helgi Hrafn Gunnarsson hugbúnaðarsmiður og fyrrverandi þingmaður Píraa, Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur og verkefnastjóri hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Thomas Möller verkfræðingur og leiðsögumaður. Mike Galsworthy, formaður European Movement UK, flutti erindið „Moving away from Brexit and towards a stronger European vision“ um stöðuna í Bretlandi eftir Brexit. Pallborðsumræður undir stjórn Boga Ágústssonar fóru fram þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra; Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lögmaður og Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræddu um framtíðarsýn Íslands í Evrópusamstarfi, Fundarstjóri var Dóra Sif Tynes lögmaður.
Evrópusambandið Félagasamtök Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira