Ronaldo segir þessum kafla lokið Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 08:00 Cristiano Ronaldo lánaðist ekki að landa stórum titli í búningi Al Nassr. Getty/Mohammed Saad Cristiano Ronaldo virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir sádiarabíska félagið Al Nassr í gær, þegar hann skoraði sitt 800. mark fyrir félagslið á ferlinum. Ronaldo og Sadio Mané skoruðu mörk Al Nassr sem mætti Al Fateh í lokaumferð sádiarabísku úrvalsdeildarinnar en urðu að sætta sig við 3-2 tap. Al Nassr endaði í 3. sæti deildarinnar, þrettán stigum á eftir meisturum Al Ittihad. Innan við klukkutíma eftir að leiknum lauk hafði birst færsla á samfélagsmiðlum Ronaldos þar sem sagði: „Þessum kafla er lokið. Sagan? Enn verið að skrifa hana. Þakklátur öllum.“ View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Fleira kom ekki fram en erfitt að skilja þessi orð öðruvísi en að kaflanum hjá Al Nassr sé lokið. Á tveimur og hálfu ári Ronaldo með liðinu lánaðist þessum sigursæla Portúgala ekki að vinna stóran titil sem verður að teljast óvenjulegt á hans ferli. Ronaldo tjáði sig ekki frekar um framhaldið en samkvæmt Goal er hann einna helst orðaður við bandarísku MLS-deildina og sitt gamla félag Sporting Lissabon í Portúgal. Það er að minnsta kosti ljóst að þessi fertugi leikmaður ætlar sér að halda áfram að spila fótbolta. Ronaldo er á sínum stað í landsliðshópi Portúgals sem Roberto Martinez valdi fyrir úrslit Þjóðadeildarinnar. Portúgalar mæta þar Þjóðverjum í undanúrslitum á miðvikudaginn í næstu viku en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Spánn og Frakkland. Úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sæti fara svo fram 8. júní en allir leikirnir verða í Þýskalandi. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Ægis fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Sjá meira
Ronaldo og Sadio Mané skoruðu mörk Al Nassr sem mætti Al Fateh í lokaumferð sádiarabísku úrvalsdeildarinnar en urðu að sætta sig við 3-2 tap. Al Nassr endaði í 3. sæti deildarinnar, þrettán stigum á eftir meisturum Al Ittihad. Innan við klukkutíma eftir að leiknum lauk hafði birst færsla á samfélagsmiðlum Ronaldos þar sem sagði: „Þessum kafla er lokið. Sagan? Enn verið að skrifa hana. Þakklátur öllum.“ View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Fleira kom ekki fram en erfitt að skilja þessi orð öðruvísi en að kaflanum hjá Al Nassr sé lokið. Á tveimur og hálfu ári Ronaldo með liðinu lánaðist þessum sigursæla Portúgala ekki að vinna stóran titil sem verður að teljast óvenjulegt á hans ferli. Ronaldo tjáði sig ekki frekar um framhaldið en samkvæmt Goal er hann einna helst orðaður við bandarísku MLS-deildina og sitt gamla félag Sporting Lissabon í Portúgal. Það er að minnsta kosti ljóst að þessi fertugi leikmaður ætlar sér að halda áfram að spila fótbolta. Ronaldo er á sínum stað í landsliðshópi Portúgals sem Roberto Martinez valdi fyrir úrslit Þjóðadeildarinnar. Portúgalar mæta þar Þjóðverjum í undanúrslitum á miðvikudaginn í næstu viku en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Spánn og Frakkland. Úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sæti fara svo fram 8. júní en allir leikirnir verða í Þýskalandi.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Ægis fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Sjá meira