Innlent

Ást­hildur Lóa snýr aftur

Árni Sæberg skrifar
Ásthildur Lóa tekur sæti á Alþingi á ný í dag.
Ásthildur Lóa tekur sæti á Alþingi á ný í dag. Vísir/Vilhelm

Ásthildur Lóa Þórsdóttir tekur sæti á Alþingi á ný í dag, eftir hafa verið í leyfi frá því að hún sagði af sér sem barna- og menntamálaráðherra. 

Ásthildur Lóa sagði af sér þann 23. mars síðastliðinn eftir að greint hafi verið frá því að hún hefði eignast barn með sautján ára pilti þegar hún var á þrítugsaldri. Daginn eftir var greint frá því á þingfundi að hún myndi ekki sinna þingstörfum á næstunni.

Elín Íris Fanndal, varaþingmaður Flokks fólksins, tók sæti Ásthildar Lóu á þingi.

Í tilkynningu á vef Alþingis segir að í dag muni Ásthildur Lóa taka sæti á Alþingi á ný og Elín Íris víkja sem varamaður hennar. Þá taki þau Jónína Björk Óskarsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, einnig sæti á Alþingi á ný.

Þá greindi Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, frá því í gær að hún væri komin í leyfi frá þingstörfum vegna fæðingarorlofs. Í hennar stað sé komin Sigurþóra Bergsdóttir, sem hafi tekið sæti hennar í velferðarnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og á Alþingi.


Tengdar fréttir

Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu

Barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur var nýorðinn sextán ára og sjálfráða þegar barn kom undir. Forsætisráðuneytið segir engum trúnaði hafa verið heitið konunni sem vakti athygli á málinu þvert á fullyrðingar hennar. Konan segist nýverið hafa komist að því að Ásthildur Lóa væri konan sem átti barnið, verið misboðið og því sett sig í samband við ráðuneytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×