Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2025 10:03 Leikmaðurinn sem endaði í sæti 2. grafík/sara Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 2. Atli Guðnason Lið: FH Staða: Kantmaður Fæðingarár: 1984 Íslandsmeistari: 2006, 2008, 2009, 2012, 2015, 2016 Bikarmeistari: 2007, 2010 Leikir: 285 Mörk: 67 Stoðsendingar: 84 Leikmaður ársins: 2009, 2012 Fjórum sinnum í liði ársins Gullskór: 2012 Sumarið 2012 var krúnudjásnið á glæsilegum ferli Atla Guðnasonar. Þá náði hann fernu sem enginn annar leikmaður í efstu deild hér á landi hefur náð. Hann varð Íslandsmeistari, markahæstur, stoðsendingahæstur og valinn leikmaður ársins. Atli skoraði tólf mörk og lagði upp þrettán fyrir lið FH sem fékk þrettán stigum meira en liðið í 2. sæti, Breiðablik. Atli Guðnason er leikja- og stoðsendingahæsti leikmaður FH í efstu deild.vísir/andri marinó Þetta var einn af sex Íslandsmeistaratitlum sem Atli vann með FH, eina liðinu sem hann lék með í efstu deild. Hann varð einnig bikarmeistari í tvígang. Hann var tvisvar sinnum valinn leikmaður ársins (2009 og 2012), eitthvað aðeins Allan Borgvardt hefur einnig afrekað. Hann er níundi leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar og þegar hann hætti 2021 vantaði hann aðeins þrjár stoðsendingar til að jafna stoðsendingamet Guðmundar Benediktssonar í efstu deild. Ferilinn hjá Atla fór ekki af stað með neinum fítonskrafti enda ekki heiglum hent að vinna sér sæti í ógnarsterku liði FH á upphafi gullaldarskeiðs þess. Atli var lánaður til HK 2004 og Fjölnis 2005 en var svo orðinn hluti af FH-liðinu 2006, þá 22 ára. Hann varð Íslandsmeistari 2006, bikarmeistari 2007, Íslandsmeistari 2008 og átti svo sitt fyrsta súpertímabil 2009 þegar FH varð Íslandsmeistari í fimmta sinn á sex árum. Atli skoraði tíu mörk í tuttugu deildarleikjum og var valinn leikmaður ársins. FH lenti í 2. sæti 2010 og 2011 en rústaði deildinni 2012 með Atla í frábæru formi. Hann kom með beinum hætti að 25 af 51 marki FH-inga og átti eitt besta tímabil sem hefur sést hjá leikmanni í deildinni okkar. Atli og FH-ingar urðu að gera sér 2. sætið að góðu 2013 og svo aftur 2014 eftir fræga baráttu við Stjörnumenn. Atli spilaði jafnan á vinstri kanti en var endrum og eins notaður fyrir aftan framherjann. Hann gerði það seinni hluta tímabilsins 2014, var algjörlega magnaður og samvinna þeirra Stevens Lennon var einstök. Atli skoraði sex mörk og gaf sex stoðsendingar í síðustu sex deildarleikjunum og var bæði með marka- og stoðsendingaþrennu á þessum ótrúlega kafla. Atli var aftur stoðsendingakóngur 2014 með ellefu slíkar. Hann skoraði átta mörk sumarið 2015 þegar FH endurheimti Íslandsmeistaratitilinn. Það var jafnframt áttunda og síðasta tímabilið í röð þar sem hann kom að tíu mörkum eða meira í deildinni. Loftið fór aðeins úr blöðrunni hjá Atla næstu ár, eins og hjá FH-liðinu í heild sinni, og hann skoraði aðeins sjö mörk síðustu sex tímabilin á ferlinum. Atli spilaði aldrei erlendis en afrekaði allt sem hægt var að afreka hér heima. Hann var ekki sneggstur, sterkastur eða skotfastastur en vann það upp með mikilli útsjónarsemi, framúrskarandi tækni og hæfileika til að finna svæðin sem þar sem hann gat gert mestan óskunda fyrir andstæðinginn. Það fór ekki alltaf mikið fyrir Atla, enda rólyndismaður, en sagan mun fara mjúkum höndum um hann. Besta deild karla Þeir bestu Tengdar fréttir Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 28. maí 2025 10:00 Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 27. maí 2025 10:01 Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 26. maí 2025 10:00 Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 23. maí 2025 10:01 Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 22. maí 2025 10:00 Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 21. maí 2025 10:00 Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 20. maí 2025 10:01 Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 19. maí 2025 10:01 Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 16. maí 2025 10:02 Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01 Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03 Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00 Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07 Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
2. Atli Guðnason Lið: FH Staða: Kantmaður Fæðingarár: 1984 Íslandsmeistari: 2006, 2008, 2009, 2012, 2015, 2016 Bikarmeistari: 2007, 2010 Leikir: 285 Mörk: 67 Stoðsendingar: 84 Leikmaður ársins: 2009, 2012 Fjórum sinnum í liði ársins Gullskór: 2012 Sumarið 2012 var krúnudjásnið á glæsilegum ferli Atla Guðnasonar. Þá náði hann fernu sem enginn annar leikmaður í efstu deild hér á landi hefur náð. Hann varð Íslandsmeistari, markahæstur, stoðsendingahæstur og valinn leikmaður ársins. Atli skoraði tólf mörk og lagði upp þrettán fyrir lið FH sem fékk þrettán stigum meira en liðið í 2. sæti, Breiðablik. Atli Guðnason er leikja- og stoðsendingahæsti leikmaður FH í efstu deild.vísir/andri marinó Þetta var einn af sex Íslandsmeistaratitlum sem Atli vann með FH, eina liðinu sem hann lék með í efstu deild. Hann varð einnig bikarmeistari í tvígang. Hann var tvisvar sinnum valinn leikmaður ársins (2009 og 2012), eitthvað aðeins Allan Borgvardt hefur einnig afrekað. Hann er níundi leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar og þegar hann hætti 2021 vantaði hann aðeins þrjár stoðsendingar til að jafna stoðsendingamet Guðmundar Benediktssonar í efstu deild. Ferilinn hjá Atla fór ekki af stað með neinum fítonskrafti enda ekki heiglum hent að vinna sér sæti í ógnarsterku liði FH á upphafi gullaldarskeiðs þess. Atli var lánaður til HK 2004 og Fjölnis 2005 en var svo orðinn hluti af FH-liðinu 2006, þá 22 ára. Hann varð Íslandsmeistari 2006, bikarmeistari 2007, Íslandsmeistari 2008 og átti svo sitt fyrsta súpertímabil 2009 þegar FH varð Íslandsmeistari í fimmta sinn á sex árum. Atli skoraði tíu mörk í tuttugu deildarleikjum og var valinn leikmaður ársins. FH lenti í 2. sæti 2010 og 2011 en rústaði deildinni 2012 með Atla í frábæru formi. Hann kom með beinum hætti að 25 af 51 marki FH-inga og átti eitt besta tímabil sem hefur sést hjá leikmanni í deildinni okkar. Atli og FH-ingar urðu að gera sér 2. sætið að góðu 2013 og svo aftur 2014 eftir fræga baráttu við Stjörnumenn. Atli spilaði jafnan á vinstri kanti en var endrum og eins notaður fyrir aftan framherjann. Hann gerði það seinni hluta tímabilsins 2014, var algjörlega magnaður og samvinna þeirra Stevens Lennon var einstök. Atli skoraði sex mörk og gaf sex stoðsendingar í síðustu sex deildarleikjunum og var bæði með marka- og stoðsendingaþrennu á þessum ótrúlega kafla. Atli var aftur stoðsendingakóngur 2014 með ellefu slíkar. Hann skoraði átta mörk sumarið 2015 þegar FH endurheimti Íslandsmeistaratitilinn. Það var jafnframt áttunda og síðasta tímabilið í röð þar sem hann kom að tíu mörkum eða meira í deildinni. Loftið fór aðeins úr blöðrunni hjá Atla næstu ár, eins og hjá FH-liðinu í heild sinni, og hann skoraði aðeins sjö mörk síðustu sex tímabilin á ferlinum. Atli spilaði aldrei erlendis en afrekaði allt sem hægt var að afreka hér heima. Hann var ekki sneggstur, sterkastur eða skotfastastur en vann það upp með mikilli útsjónarsemi, framúrskarandi tækni og hæfileika til að finna svæðin sem þar sem hann gat gert mestan óskunda fyrir andstæðinginn. Það fór ekki alltaf mikið fyrir Atla, enda rólyndismaður, en sagan mun fara mjúkum höndum um hann.
Lið: FH Staða: Kantmaður Fæðingarár: 1984 Íslandsmeistari: 2006, 2008, 2009, 2012, 2015, 2016 Bikarmeistari: 2007, 2010 Leikir: 285 Mörk: 67 Stoðsendingar: 84 Leikmaður ársins: 2009, 2012 Fjórum sinnum í liði ársins Gullskór: 2012
Besta deild karla Þeir bestu Tengdar fréttir Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 28. maí 2025 10:00 Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 27. maí 2025 10:01 Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 26. maí 2025 10:00 Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 23. maí 2025 10:01 Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 22. maí 2025 10:00 Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 21. maí 2025 10:00 Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 20. maí 2025 10:01 Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 19. maí 2025 10:01 Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 16. maí 2025 10:02 Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01 Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03 Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00 Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07 Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 28. maí 2025 10:00
Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 27. maí 2025 10:01
Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 26. maí 2025 10:00
Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 23. maí 2025 10:01
Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 22. maí 2025 10:00
Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 21. maí 2025 10:00
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 20. maí 2025 10:01
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 19. maí 2025 10:01
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 16. maí 2025 10:02
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07
Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00