Fótbolti

Palace tókst næstum að skemma bikar­g­leði Liver­pool

Siggeir Ævarsson skrifar
Gleðin var við völd á Anfield í dag
Gleðin var við völd á Anfield í dag vísir/Getty

Englandsmeistarar Liverpool fögnuðu titlinum formlega í dag þegar liðið tók á móti Crystal Palace í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leikmenn Palace voru nálægt því að setja blett á bikargleðina en Mo Salah sá til þess að heimamenn kláruðu tímabilið ekki með tapi.

Liverpool lá í sókn meira og minna allan leikinn en Ismaïla Sarr kom gestunum yfir með laglegu marki strax á 9. mínútu. Heimamenn léku svo manni færri frá 68. mínútu þegar Ryan Gravenberch fékk að líta rauða spjaldið.

Mo Salah var hetja Liverpool í dag, eins og svo oft áðurvísir/Getty

Mo Salah bjargaði því sem bjargað var með marki á 84. mínútu og er nokkuð afgerandi markakóngur deildarinnar með 29 mörk þrátt fyrir að aðeins hafa hægst á markaskorun hans undir lokin en hann skoraði tvö mörk í síðustu tíu deildarleikjunum og gaf eina stoðsendingu. 

https://x.com/brfootball/status/1926680690386411958

Lokatölur á Anfield 1-1 og bikarinn á leið á loft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×