Nýr meirihluti komi ekki til greina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. maí 2025 12:14 Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. aðsend Oddviti Í-listans sem var með eins manns meirihluta áður en hann féll á þriðjudag segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður í bæjarstjórn. Andinn í bæjarstjórn sé góður þrátt fyrir væringar. Meirihluti Ísafjarðarbæjar féll á þriðjudag eftir að Þorbjörn H. Jóhannesson sem var hjá Í-listanum ákvað að hætta að styðja meirihlutann. Ástæðuna sagði Þorbjörn vera framkomu sumra starfsmanna listans í hans garð. Þorbjörn hafði þá verið í meirihlutanum í aðeins þrjá mánuði en hann tók við sæti í bæjarstjórn af Örnu Láru Jónsdóttur, þáverandi bæjarstjóra, sem tók sæti á þingi fyrir Samfylkinguna í lok nóvember. Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ, segir góðan anda vera til staðar þrátt fyrir væringar vikunnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að missa Þorbjörn en það er mjög góður samstarfsandi bæði innan meirihlutans og við hina flokkana.“ Í-listinn var áður með eins manns meirihluta í bænum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru í minnihluta. Gylfi segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður. „Í bæjarstjórn verður meirihlutinn óbreyttur en það liggur fyrir svona munnlegt samkomulag um að bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn munu styðja núverandi meirihluta. Það verða einhverjar smávægilegar stólabreytingar í kringum það. Stóru embættin verða þó óbreytt. Formaður bæjarráðs og bæjarstjórinn verður sá sami.“ Stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar verður því sú sama næsta árið fram að sveitastjórnarkosningum og starfsemin mun að mestu ganga sinn vanagang. „Það er þannig að það hefur verið mjög góður samhljómur í bæjarstjórninni síðustu þrjú ár. Við höfum vissulega verið að vinna eftir stefnuyfirlýsingu Í-listans en við höfum komið til móts við óskir, hugmyndir og ábendingar Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna. Þetta hefur gengið bara mjög vel og mun halda áfram að ganga mjög vel.“ Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Sjá meira
Meirihluti Ísafjarðarbæjar féll á þriðjudag eftir að Þorbjörn H. Jóhannesson sem var hjá Í-listanum ákvað að hætta að styðja meirihlutann. Ástæðuna sagði Þorbjörn vera framkomu sumra starfsmanna listans í hans garð. Þorbjörn hafði þá verið í meirihlutanum í aðeins þrjá mánuði en hann tók við sæti í bæjarstjórn af Örnu Láru Jónsdóttur, þáverandi bæjarstjóra, sem tók sæti á þingi fyrir Samfylkinguna í lok nóvember. Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ, segir góðan anda vera til staðar þrátt fyrir væringar vikunnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að missa Þorbjörn en það er mjög góður samstarfsandi bæði innan meirihlutans og við hina flokkana.“ Í-listinn var áður með eins manns meirihluta í bænum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru í minnihluta. Gylfi segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður. „Í bæjarstjórn verður meirihlutinn óbreyttur en það liggur fyrir svona munnlegt samkomulag um að bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn munu styðja núverandi meirihluta. Það verða einhverjar smávægilegar stólabreytingar í kringum það. Stóru embættin verða þó óbreytt. Formaður bæjarráðs og bæjarstjórinn verður sá sami.“ Stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar verður því sú sama næsta árið fram að sveitastjórnarkosningum og starfsemin mun að mestu ganga sinn vanagang. „Það er þannig að það hefur verið mjög góður samhljómur í bæjarstjórninni síðustu þrjú ár. Við höfum vissulega verið að vinna eftir stefnuyfirlýsingu Í-listans en við höfum komið til móts við óskir, hugmyndir og ábendingar Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna. Þetta hefur gengið bara mjög vel og mun halda áfram að ganga mjög vel.“
Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent