Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2025 11:33 Glódís Perla Viggósdóttir verður í Meistaradeildinni ásamt liðsfélögum sínum í Bayern á næsta tímabili. Hér er hún í leik við Arsenal í haust. Julian Finney/Getty Images Streymisveitan Disney+ hefur tryggt sér sýningarrétt á Meistaradeild kvenna í fótbolta frá og með næstu leiktíð, til fimm ára. Streymisveitur hafa rutt sér til rúms í kvennafótboltanum að undanförnu. Disney+ hefur ekki verið áberandi á íþróttamarkaði frá því að streymisveitunni var hleypt af stokkunum fyrir fimm árum síðan en virðist nú vera að taka sín fyrstu skref í átt að beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Walt Disney fyrirtækið hefur samið til fimm ára og mun sýna Meistaradeild kvenna frá næsta tímabili, 2024-25, til 2029-30. Allir 75 leikirnir í keppninni verða sýndir beint á veitunni og samkvæmt frétt The Athletic er unnið að því að stöku leikir verði einnig sýndir frítt á sjónvarpsrásum víða um Evrópu, einn í hverri umferð. Íþróttarásir ESPN munu sjá um framleiðsluna en ESPN er í eigu Disney. Disney tekur við sýningarréttinum af streymisveitunni DAZN sem varð fyrsti alþjóðlegi aðilinn til að sýna Meistaradeild kvenna og hafði réttinn í fjögur ár, frá 2021. Disney+ tekur þetta skref eftir að Netflix tryggði sér réttinn að HM kvenna í fótbolta árin 2027 og 2031. Streymisveiturnar stóru virðast því komnar í samkeppni í heimi kvennafótboltans. Meistaradeild kvenna tekur breytingum á næsta tímabili, sem líkir til breytinganna sem urðu á Meistaradeild karla á yfirstandandi leiktíð. Riðlakeppnin verður lögð af og fækkar liðum úr 32 í 18. Þau 18 lið taka þátt í deildarkeppni, líkt og þeirri sem fór fram í karlaflokki í vetur. Tvö íslensk lið í undankeppninni Þetta þýðir að komist Breiðablik eða Valur í gegnum undankeppnina og inn í hina nýju deildarkeppni Meistaradeildarinnar, þá verða leikir liðanna aðgengilegir á Disney+. Besta deildin á Íslandi er í 15. sæti á styrkleikalista UEFA og þess vegna fá íslensk lið tvö sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Bæði Breiðablik og Valur þurfa hins vegar að komast í gegnum tvö stig undankeppni til að ná í hóp átján bestu liða Evrópu sem spila munu í nýju deildarkeppninni í haust. Undankeppninni í Meistaradeild kvenna er skipt í tvennt. Í öðrum hlutanum spila meistaralið úr hverju landi en í hinum hlutanum eru lið sem enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkari deildum álfunnar. Leið Íslandsmeistara Breiðabliks inn í aðalkeppnina er því talsvert raunhæfari en Valskvenna. Dregið verður í undankeppnina 24. júní. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Disney+ hefur ekki verið áberandi á íþróttamarkaði frá því að streymisveitunni var hleypt af stokkunum fyrir fimm árum síðan en virðist nú vera að taka sín fyrstu skref í átt að beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Walt Disney fyrirtækið hefur samið til fimm ára og mun sýna Meistaradeild kvenna frá næsta tímabili, 2024-25, til 2029-30. Allir 75 leikirnir í keppninni verða sýndir beint á veitunni og samkvæmt frétt The Athletic er unnið að því að stöku leikir verði einnig sýndir frítt á sjónvarpsrásum víða um Evrópu, einn í hverri umferð. Íþróttarásir ESPN munu sjá um framleiðsluna en ESPN er í eigu Disney. Disney tekur við sýningarréttinum af streymisveitunni DAZN sem varð fyrsti alþjóðlegi aðilinn til að sýna Meistaradeild kvenna og hafði réttinn í fjögur ár, frá 2021. Disney+ tekur þetta skref eftir að Netflix tryggði sér réttinn að HM kvenna í fótbolta árin 2027 og 2031. Streymisveiturnar stóru virðast því komnar í samkeppni í heimi kvennafótboltans. Meistaradeild kvenna tekur breytingum á næsta tímabili, sem líkir til breytinganna sem urðu á Meistaradeild karla á yfirstandandi leiktíð. Riðlakeppnin verður lögð af og fækkar liðum úr 32 í 18. Þau 18 lið taka þátt í deildarkeppni, líkt og þeirri sem fór fram í karlaflokki í vetur. Tvö íslensk lið í undankeppninni Þetta þýðir að komist Breiðablik eða Valur í gegnum undankeppnina og inn í hina nýju deildarkeppni Meistaradeildarinnar, þá verða leikir liðanna aðgengilegir á Disney+. Besta deildin á Íslandi er í 15. sæti á styrkleikalista UEFA og þess vegna fá íslensk lið tvö sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Bæði Breiðablik og Valur þurfa hins vegar að komast í gegnum tvö stig undankeppni til að ná í hóp átján bestu liða Evrópu sem spila munu í nýju deildarkeppninni í haust. Undankeppninni í Meistaradeild kvenna er skipt í tvennt. Í öðrum hlutanum spila meistaralið úr hverju landi en í hinum hlutanum eru lið sem enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkari deildum álfunnar. Leið Íslandsmeistara Breiðabliks inn í aðalkeppnina er því talsvert raunhæfari en Valskvenna. Dregið verður í undankeppnina 24. júní.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira