Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 22. maí 2025 13:02 Í íslenskum barnarétti er gengið út frá því að barn eigi rétt á að þekkja og umgangast báða foreldra. Sú meginregla á sér stoð í barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er almennt óumdeild. Það sem hins vegar vekur athygli mína – bæði sem foreldris og lögfræðings – er hvernig þessi meginregla birtist í framkvæmd: Hver ber raunverulega ábyrgðina þegar öryggi barns skarast á við umgengnisrétt? Í mínu tilfelli tók ég ákvörðun um að vernda barn mitt fyrir þeim áhrifum sem fylgja neyslu, óstöðugleika og ofbeldissögu. Þannig upplýsti ég barnið ekki um þessar aðstæður, heldur kaus fremur að skapa ró og öryggi og hlífa barninu við ótta sem það hafði ekki forsendur til að vinna úr. Afleiðingin var sú að barninu leið ekki illa – að minnsta kosti ekki með þeim hætti sem krefst inngrips í augum dómstóla. Þessi skortur á kvíðaviðbrögðum var túlkaður sem vísbending um að hætta væri ekki til staðar. Að túlka kvíðaleysi sem skort á hættu – án þess að meta hvort barnið hafi yfirhöfuð verið upplýst um hættuna – skekkir allt mat á aðstæðum og gerir verndina að sökudólgi. Þrátt fyrir staðfest gögn um áframhaldandi neyslu, brotasögu og vanefndir á fyrri forsendum dómstóla, komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að umgengni gæti átt sér stað samkvæmt dómi, með ákveðnu eftirliti, fyrst um sinn. Í málum sem líkjast mínu máli er sú framkvæmd algeng að hefja umgengni undir eftirliti, með það markmið að færa hana síðar í frjálsar skorður. Fyrst er umgengni ákveðin tvisvar í mánuði undir eftirliti sýslumanns, en síðan stigið skrefið til fullrar, ótakmarkaðrar helgarumgengni – frá föstudegi til sunnudags, án eftirlits. Eftir stendur sú staðreynd að sjálft eftirlitið, sem á að tryggja öryggi barnsins, reyndist hvorki virkt né gagnrýnið. Skýrslur voru ritaðar um að allt gengi vel – án þess að nein raunveruleg greining færi fram. Í mínu tilviki var einfaldlega treyst á ömmu barnsins sem eftirlitsaðila – þrátt fyrir að hún hefði hýst viðkomandi foreldri eftir afplánun vegna alvarlegs ofbeldis gegn sér og ítrekað og á ófyrirleitin hàtt sýnt af sér meðvirkni í hans garð. Einnig virðast yfirvöld treysta á eftirlit félaga í sèrtrúarsöfnuði. Þegar eftirlit byggist á slíkum væntingum – án sjálfstæðrar og gagnrýninnar greiningar á hættu eða aðstæðum barnsins – verður það að formsatriði. Það veitir falskt öryggi. Það horfir fram hjá aðstæðum barnsins og gerir ráð fyrir að þau sem eiga að verja það geri í raun það sem nauðsynlegt er – án þess að staðfesta hvort sú forsenda haldi. Annar þáttur sem afhjúpar skýrt ósamræmið í framkvæmd réttinda barna, er mat á edrúmennsku en, í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar kemur fram að ég stöðvaði umgengni árið 2023 vegna vímuefnaneyslu hins foreldrisins, sem verður til þess að ég greinist tálmari. Það skýtur hins vegar skökku við, þegar í sakadómi gegn foreldrinu frá 2024 kemur fram að í blóðsýni þess hafi mælst amfetamín 325 ng/ml, ketamín 83 ng/ml, O-desmetýltramadól 130 ng/ml, tramadól 400 ng/ml, alprazólam 18 ng/ml, díazepam 115 ng/ml, nordíazepam 190 ng/ml og oxýkódon 65 ng/ml. Skringilegt er að í dómi Hæstaréttar nr. 25/2025 er gengið út frá því að viðkomandi sé nú edrú, án þess að það sé rökstutt með skjalfestum gögnum og jafnvel þótt staðfestar upplýsingar um neyslu á sama tímabili liggi fyrir í öðrum dómi. Slíkt misræmi – að byggja á óstaðfestri fullyrðingu um bata, en horfa fram hjá fyrirliggjandi staðfestum gögnum um skaðlega hegðun – grefur undan röksemdafærslunni og veikir niðurstöðuna. Í tilvikum sem þessum ætti sönnunarbyrðin að hvíla á því foreldri sem krefst umgengni og fullyrðir að það sé edrú. Gerum bara kröfu um það fyrir börn. Þá ber að hafa í huga að barnaverndaryfirvöld koma almennt ekki að framkvæmd umgengnismála, nema í sérstökum tilvikum. Af því leiðir að það foreldri sem ber raunverulega ábyrgð á daglegri umönnun barns stendur eitt í því að safna upplýsingum, mótmæla framkvæmd og verja barnið – án þess að njóta stuðnings þeirra stofnana sem vanalega vernda börn í áhættu. Til að afla gagna um aðstæður eða hættu þarf forsjáraðili í reynd að gegna hlutverki rannsóknaraðila og jafnvel þótt upplýsinga sé aflað, skiptir það ekki endilega máli – því réttarkerfið tekur ekki tillit til vitnisburðar nema hann sé skriflegur, undirritaður og að vitnið sé reiðubúið að mæta fyrir dóm til að staðfesta hann – jafnvel gegn dæmdum ofbeldismanni eða tengdum aðilum. Hér ríður vitleysan ekki einteyming því dómari getur svo valið að synja bara um vitnaleiðslur, til að komast svo að því í framhaldi, að aðalumönnunaraðili hafi bara ekki lagt fram næg gögn. Þetta kristallar kerfi sem segir: Þú berð ábyrgð – en við viðurkennum hana ekki fyrr en þú sýnir afleiðingarnar á barninu þínu. Til samanburðar má nefna að fósturforeldrar hafna því að afhenda barn í sambærilegar aðstæður. Sú framkvæmd endurspeglar annars vegar barnaverndarsjónarmið og virðingu fyrir vernd fjölskyldunnar og hins vegar þá staðreynd að líffræðileg tengsl ein og sér réttlæta ekki sjálfkrafa umgengni. Þegar líffræðileg tengsl eru sett ofar heildarmati á velferð barnsins –sérstaklega sé það notað gegn konum sem velja að ganga með barn eftir skammvinnt samband við óábyrgan karl – verður framkvæmdin kynbundin og ósanngjörn. Af hverju fæ ég sem líffræðilegt foreldri með ábyrgð á daglegri umönnun barns – án stuðnings og greiðslna – ekki notið sömu réttinda og fósturforeldri sem nýtur stuðningskerfis, greiðslna og verndar barnaverndar? Ef líffræðileg tengsl duga ekki sem forsenda fyrir reglulegri umgengni í fósturmálum, hví ættu þau þá að duga þegar foreldri sem sinnir barninu eitt og óstutt stendur frammi fyrir kröfu um að afhenda það foreldri sem hefur brotið gegn öllum grunngildum foreldrahlutverksins? Ég fæ ekki séð hvernig kerfið getur bæði sagt „Umgengni við líffræðilegt foreldri er svo mikilvæg að þú verður að hlýða dómi” og „Líffræðileg tengsl duga ekki til að réttlæta umgengni í fóstri – öryggi og stöðugleiki vega þyngra”. Ef líffræðileg tengsl duga ekki sem forsenda fyrir umgengni í fóstri, hvernig geta þau réttlætt að líffræðilegt foreldri í neyslu fái aðgang að barni sem býr hjá móður sinni – sem annast það af ábyrgð, án aðstoðar? Þetta ósamræmi sýnir að gildismatið er breytilegt eftir því hver er með barnið, sem leiðir til þess að einstæð móðir þarf að beygja sig undir reglur sem ekki eru lagðar á aðra og það er ekkert í kerfinu sem verndar hana á sambærilegan hátt og þessa aðra. Þetta er ekki hlutlægt, ekki réttlátt og alveg örugglega ekki barninu fyrir bestu. Það þarf að endurskoða þessa framkvæmd með skýrari áherslu á raunverulega vernd barnsins og ábyrgð þeirra sem í reynd bera hana. Réttur til umgengni getur aldrei gengið framar öryggi og stöðugleika í lífi barns og það er hlutverk réttarkerfisins að greina þar á milli af meiri nákvæmni og ábyrgð en nú er gert. Réttur fullorðins einstaklings til að vera í neyslu, trompar ekki rétt barns til verndar. Ég starfa í opinberri þjónustu þar sem við leggjum áherslu á ábyrgð, fagmennsku og réttmæti, en í þessu máli – sem ég upplifi sem bæði móðir og lögfræðingur – veit ég hreinlega ekki hvar misbresturinn varð. Ég veit aðeins að hann varð. Þegar kerfið krefst þess að foreldrar afhendi börn sín í aðstæður, sem hvorki fósturforeldrar né barnaverndaryfirvöld myndu samþykkja, er ekki lengur um einkamál að ræða, heldur atlögu gegn viðkvæmum hópi – atlögu sem dafnar vel í stefnu stjórnvalda. Það snertir almannahagsmuni, enda grefur slík framkvæmd undan trausti á réttarkerfinu og þegar réttarkerfið verndar ekki barnið, glatar það líka tilkalli sínu til virðingar. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í íslenskum barnarétti er gengið út frá því að barn eigi rétt á að þekkja og umgangast báða foreldra. Sú meginregla á sér stoð í barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er almennt óumdeild. Það sem hins vegar vekur athygli mína – bæði sem foreldris og lögfræðings – er hvernig þessi meginregla birtist í framkvæmd: Hver ber raunverulega ábyrgðina þegar öryggi barns skarast á við umgengnisrétt? Í mínu tilfelli tók ég ákvörðun um að vernda barn mitt fyrir þeim áhrifum sem fylgja neyslu, óstöðugleika og ofbeldissögu. Þannig upplýsti ég barnið ekki um þessar aðstæður, heldur kaus fremur að skapa ró og öryggi og hlífa barninu við ótta sem það hafði ekki forsendur til að vinna úr. Afleiðingin var sú að barninu leið ekki illa – að minnsta kosti ekki með þeim hætti sem krefst inngrips í augum dómstóla. Þessi skortur á kvíðaviðbrögðum var túlkaður sem vísbending um að hætta væri ekki til staðar. Að túlka kvíðaleysi sem skort á hættu – án þess að meta hvort barnið hafi yfirhöfuð verið upplýst um hættuna – skekkir allt mat á aðstæðum og gerir verndina að sökudólgi. Þrátt fyrir staðfest gögn um áframhaldandi neyslu, brotasögu og vanefndir á fyrri forsendum dómstóla, komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að umgengni gæti átt sér stað samkvæmt dómi, með ákveðnu eftirliti, fyrst um sinn. Í málum sem líkjast mínu máli er sú framkvæmd algeng að hefja umgengni undir eftirliti, með það markmið að færa hana síðar í frjálsar skorður. Fyrst er umgengni ákveðin tvisvar í mánuði undir eftirliti sýslumanns, en síðan stigið skrefið til fullrar, ótakmarkaðrar helgarumgengni – frá föstudegi til sunnudags, án eftirlits. Eftir stendur sú staðreynd að sjálft eftirlitið, sem á að tryggja öryggi barnsins, reyndist hvorki virkt né gagnrýnið. Skýrslur voru ritaðar um að allt gengi vel – án þess að nein raunveruleg greining færi fram. Í mínu tilviki var einfaldlega treyst á ömmu barnsins sem eftirlitsaðila – þrátt fyrir að hún hefði hýst viðkomandi foreldri eftir afplánun vegna alvarlegs ofbeldis gegn sér og ítrekað og á ófyrirleitin hàtt sýnt af sér meðvirkni í hans garð. Einnig virðast yfirvöld treysta á eftirlit félaga í sèrtrúarsöfnuði. Þegar eftirlit byggist á slíkum væntingum – án sjálfstæðrar og gagnrýninnar greiningar á hættu eða aðstæðum barnsins – verður það að formsatriði. Það veitir falskt öryggi. Það horfir fram hjá aðstæðum barnsins og gerir ráð fyrir að þau sem eiga að verja það geri í raun það sem nauðsynlegt er – án þess að staðfesta hvort sú forsenda haldi. Annar þáttur sem afhjúpar skýrt ósamræmið í framkvæmd réttinda barna, er mat á edrúmennsku en, í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar kemur fram að ég stöðvaði umgengni árið 2023 vegna vímuefnaneyslu hins foreldrisins, sem verður til þess að ég greinist tálmari. Það skýtur hins vegar skökku við, þegar í sakadómi gegn foreldrinu frá 2024 kemur fram að í blóðsýni þess hafi mælst amfetamín 325 ng/ml, ketamín 83 ng/ml, O-desmetýltramadól 130 ng/ml, tramadól 400 ng/ml, alprazólam 18 ng/ml, díazepam 115 ng/ml, nordíazepam 190 ng/ml og oxýkódon 65 ng/ml. Skringilegt er að í dómi Hæstaréttar nr. 25/2025 er gengið út frá því að viðkomandi sé nú edrú, án þess að það sé rökstutt með skjalfestum gögnum og jafnvel þótt staðfestar upplýsingar um neyslu á sama tímabili liggi fyrir í öðrum dómi. Slíkt misræmi – að byggja á óstaðfestri fullyrðingu um bata, en horfa fram hjá fyrirliggjandi staðfestum gögnum um skaðlega hegðun – grefur undan röksemdafærslunni og veikir niðurstöðuna. Í tilvikum sem þessum ætti sönnunarbyrðin að hvíla á því foreldri sem krefst umgengni og fullyrðir að það sé edrú. Gerum bara kröfu um það fyrir börn. Þá ber að hafa í huga að barnaverndaryfirvöld koma almennt ekki að framkvæmd umgengnismála, nema í sérstökum tilvikum. Af því leiðir að það foreldri sem ber raunverulega ábyrgð á daglegri umönnun barns stendur eitt í því að safna upplýsingum, mótmæla framkvæmd og verja barnið – án þess að njóta stuðnings þeirra stofnana sem vanalega vernda börn í áhættu. Til að afla gagna um aðstæður eða hættu þarf forsjáraðili í reynd að gegna hlutverki rannsóknaraðila og jafnvel þótt upplýsinga sé aflað, skiptir það ekki endilega máli – því réttarkerfið tekur ekki tillit til vitnisburðar nema hann sé skriflegur, undirritaður og að vitnið sé reiðubúið að mæta fyrir dóm til að staðfesta hann – jafnvel gegn dæmdum ofbeldismanni eða tengdum aðilum. Hér ríður vitleysan ekki einteyming því dómari getur svo valið að synja bara um vitnaleiðslur, til að komast svo að því í framhaldi, að aðalumönnunaraðili hafi bara ekki lagt fram næg gögn. Þetta kristallar kerfi sem segir: Þú berð ábyrgð – en við viðurkennum hana ekki fyrr en þú sýnir afleiðingarnar á barninu þínu. Til samanburðar má nefna að fósturforeldrar hafna því að afhenda barn í sambærilegar aðstæður. Sú framkvæmd endurspeglar annars vegar barnaverndarsjónarmið og virðingu fyrir vernd fjölskyldunnar og hins vegar þá staðreynd að líffræðileg tengsl ein og sér réttlæta ekki sjálfkrafa umgengni. Þegar líffræðileg tengsl eru sett ofar heildarmati á velferð barnsins –sérstaklega sé það notað gegn konum sem velja að ganga með barn eftir skammvinnt samband við óábyrgan karl – verður framkvæmdin kynbundin og ósanngjörn. Af hverju fæ ég sem líffræðilegt foreldri með ábyrgð á daglegri umönnun barns – án stuðnings og greiðslna – ekki notið sömu réttinda og fósturforeldri sem nýtur stuðningskerfis, greiðslna og verndar barnaverndar? Ef líffræðileg tengsl duga ekki sem forsenda fyrir reglulegri umgengni í fósturmálum, hví ættu þau þá að duga þegar foreldri sem sinnir barninu eitt og óstutt stendur frammi fyrir kröfu um að afhenda það foreldri sem hefur brotið gegn öllum grunngildum foreldrahlutverksins? Ég fæ ekki séð hvernig kerfið getur bæði sagt „Umgengni við líffræðilegt foreldri er svo mikilvæg að þú verður að hlýða dómi” og „Líffræðileg tengsl duga ekki til að réttlæta umgengni í fóstri – öryggi og stöðugleiki vega þyngra”. Ef líffræðileg tengsl duga ekki sem forsenda fyrir umgengni í fóstri, hvernig geta þau réttlætt að líffræðilegt foreldri í neyslu fái aðgang að barni sem býr hjá móður sinni – sem annast það af ábyrgð, án aðstoðar? Þetta ósamræmi sýnir að gildismatið er breytilegt eftir því hver er með barnið, sem leiðir til þess að einstæð móðir þarf að beygja sig undir reglur sem ekki eru lagðar á aðra og það er ekkert í kerfinu sem verndar hana á sambærilegan hátt og þessa aðra. Þetta er ekki hlutlægt, ekki réttlátt og alveg örugglega ekki barninu fyrir bestu. Það þarf að endurskoða þessa framkvæmd með skýrari áherslu á raunverulega vernd barnsins og ábyrgð þeirra sem í reynd bera hana. Réttur til umgengni getur aldrei gengið framar öryggi og stöðugleika í lífi barns og það er hlutverk réttarkerfisins að greina þar á milli af meiri nákvæmni og ábyrgð en nú er gert. Réttur fullorðins einstaklings til að vera í neyslu, trompar ekki rétt barns til verndar. Ég starfa í opinberri þjónustu þar sem við leggjum áherslu á ábyrgð, fagmennsku og réttmæti, en í þessu máli – sem ég upplifi sem bæði móðir og lögfræðingur – veit ég hreinlega ekki hvar misbresturinn varð. Ég veit aðeins að hann varð. Þegar kerfið krefst þess að foreldrar afhendi börn sín í aðstæður, sem hvorki fósturforeldrar né barnaverndaryfirvöld myndu samþykkja, er ekki lengur um einkamál að ræða, heldur atlögu gegn viðkvæmum hópi – atlögu sem dafnar vel í stefnu stjórnvalda. Það snertir almannahagsmuni, enda grefur slík framkvæmd undan trausti á réttarkerfinu og þegar réttarkerfið verndar ekki barnið, glatar það líka tilkalli sínu til virðingar. Höfundur er lögfræðingur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun