Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2025 11:05 Guðrún Hafsteinsdóttir heldur áfram að þjarma að ríkisstjórninni vegna styrkjamálsins. Daða Má var nóg boðið og sagði þetta ekki skipta neinu máli. vísir/anton brink/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í styrkjamálið svokallað. En það hefur verið talsvert til umræðu á þinginu að undanförnu. Guðrún sagði að fjármálaráðherra hafi ákveðið að falla frá fjárkröfu á hendur Flokki fólksins, það er að hann endurgreiddi styrk sem ætlaður er til stjórnmálaflokka, sem hann átti ekki rétt á. Hann hafði vanrækt að skrá flokkinn sem stjórnmálaflokk. Og því voru reglur brotnar þegar til úthlutunarinnar, 240 milljónir án þess að uppfylla skilyrði. Var Flokkur fólksins í góðri trú? Guðrún sagði að meðal röksemda Daða Más Kristóferssonar hafi verið að hann hafi sagt Flokk fólksins í góðri trú og hann hafi skort leiðbeiningar. Nú hefði komið á daginn að svo hafi alls ekki verið. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi fengið póst frá ríkisendurskoðun þar sem þetta var tíundað. „Hvernig réttlætir ráðherra ákvörðun sína og til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til nú, þegar forsendurnar hafa verið afhjúpaðar sem rangar,“ spurði Guðrún. Daði Már sagði að það hafi komið skýrt fram í máli hans og þeim ytri matsgerðum sem fjármálaráðuneytið fékk í tengslum við þetta mál að það snerist um hvort stjórnmálaflokkar mættu ætla að þessi skráning skiptu máli. Enda höfðu þeir tekið þátt í að semja lögin. Heldur hvort þetta hefði afleiðingar. „Þetta breytir því engu.“ Enginn flokkur uppfyllti skilyrðin þegar styrknum var úthlutað fyrst Guðrún sagði að í þeim álitsgerðum sem lágu fyrir hafi hvergi verið minnst á þau atriði sem sýndu bersýnilega fram á að flokkur fólksins hafi ekki verið í góðri trú. Ekkert er fjallað um yfirlýsingu formanns flokks fólksins að hún hafi vitað af því að hún þyrfti að ganga frá skráningunni. Þetta væri því skilyrði sem flokkurinn uppfyllti ekki. Ráðherra léti hjá líða að skoða þetta til að niðurstaða álitsgerðarinnar yrði hagfeld ríkisstjórninni. Guðrún spurði hvort ríkisstjórnin væri virkilega tilbúin varpa trúverðugleika sínum fyrir róða bara til að halda vafasömum ákvörðunum til streitu, sama hvað það kostir? Daði sagði að enginn flokkur á Alþingi hefði uppfyllt skilyrði laganna þegar þetta var afgreitt fyrsta sinni og það væri allur gangur á því hvernig skráningu var háttað. Það verklag hafi verið við lýði og alls ekki á sinni vakt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Sjá meira
Guðrún sagði að fjármálaráðherra hafi ákveðið að falla frá fjárkröfu á hendur Flokki fólksins, það er að hann endurgreiddi styrk sem ætlaður er til stjórnmálaflokka, sem hann átti ekki rétt á. Hann hafði vanrækt að skrá flokkinn sem stjórnmálaflokk. Og því voru reglur brotnar þegar til úthlutunarinnar, 240 milljónir án þess að uppfylla skilyrði. Var Flokkur fólksins í góðri trú? Guðrún sagði að meðal röksemda Daða Más Kristóferssonar hafi verið að hann hafi sagt Flokk fólksins í góðri trú og hann hafi skort leiðbeiningar. Nú hefði komið á daginn að svo hafi alls ekki verið. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi fengið póst frá ríkisendurskoðun þar sem þetta var tíundað. „Hvernig réttlætir ráðherra ákvörðun sína og til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til nú, þegar forsendurnar hafa verið afhjúpaðar sem rangar,“ spurði Guðrún. Daði Már sagði að það hafi komið skýrt fram í máli hans og þeim ytri matsgerðum sem fjármálaráðuneytið fékk í tengslum við þetta mál að það snerist um hvort stjórnmálaflokkar mættu ætla að þessi skráning skiptu máli. Enda höfðu þeir tekið þátt í að semja lögin. Heldur hvort þetta hefði afleiðingar. „Þetta breytir því engu.“ Enginn flokkur uppfyllti skilyrðin þegar styrknum var úthlutað fyrst Guðrún sagði að í þeim álitsgerðum sem lágu fyrir hafi hvergi verið minnst á þau atriði sem sýndu bersýnilega fram á að flokkur fólksins hafi ekki verið í góðri trú. Ekkert er fjallað um yfirlýsingu formanns flokks fólksins að hún hafi vitað af því að hún þyrfti að ganga frá skráningunni. Þetta væri því skilyrði sem flokkurinn uppfyllti ekki. Ráðherra léti hjá líða að skoða þetta til að niðurstaða álitsgerðarinnar yrði hagfeld ríkisstjórninni. Guðrún spurði hvort ríkisstjórnin væri virkilega tilbúin varpa trúverðugleika sínum fyrir róða bara til að halda vafasömum ákvörðunum til streitu, sama hvað það kostir? Daði sagði að enginn flokkur á Alþingi hefði uppfyllt skilyrði laganna þegar þetta var afgreitt fyrsta sinni og það væri allur gangur á því hvernig skráningu var háttað. Það verklag hafi verið við lýði og alls ekki á sinni vakt.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent