Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2025 12:11 Úr eftirlitsmyndavélakerfinu á Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hvor sínum megin við þrítugt hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að smygla kílóum af kókaíni frá meginlandi Evrópu til Íslands með farþegaflugvél. Efnin fundust í ferðatöskum mannanna. Um er að ræða þá Jhymmhy Simon Manuili Mukelenge 38 ára og Steven Felipe Ramirez Valencia 29 ára. Mál þeirra hafa enga aðra tengingu en þá að dómur var kveðinn upp yfir þeim báðum á föstudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. Mukalenge var gripinn með tæplega tvö kíló af kókaíni falin í ferðatösku sinni við komuna til Keflavíkur eftir flug frá París í Frakklandi. Styrkleiki efnanna var um 83 prósent. Hann játaði brot sitt greiðlega. Með hliðsjón af dómafordæmum þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Valencia var handtekinn við komuna til landsins þann 10. apríl með tæplega 2,9 kíló af kókaíni eftir flug frá Madrid, höfuðborg Spánar. Styrkleiki efnanna var nokkuð minni eða rúmlega fimmtíu prósent. Hann játaði brot sitt og þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Vísbendingar eru um mikla kókaínneyslu á Íslandi. Það staðfesta bæði mál á borð við þetta en sömuleiðis magn fíkniefna í frárennsli á höfuðborgarsvæðinu. Þá er skemmst að minnast stóra kókaínmálsins sem kom upp árið 2022 þegar hundrað kíló af kókaíni fundust falin í timbursendingu frá Brasilíu. Fimm hafa hlotið þunga dóma í tengslum við málið. Nú síðast var átta ára fangelsisdómur staðfestur í Landsrétti í apríl. Ekki er algilt að reynt sé að smygla kókaíni flugleiðina til Íslands. Bæði hafa innflytjendur verið gripnir glóðvolgir í Norrænu við komuna til Seyðisfjarðar og sömuleiðis hefur verið reynt að smygla fíkniefnum með skemmtiferðaskipum. Þá eru eldri dæmi um að reynt hafi verið að smygla kókaíni til landsins í skútusiglingum. Þrír danskir ríkisborgarar fengu fangelsisdóma í fyrra fyrir tilraun til að smygla um 160 kílóum af hassi til Grænlands með stoppi á Íslandi. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Um er að ræða þá Jhymmhy Simon Manuili Mukelenge 38 ára og Steven Felipe Ramirez Valencia 29 ára. Mál þeirra hafa enga aðra tengingu en þá að dómur var kveðinn upp yfir þeim báðum á föstudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. Mukalenge var gripinn með tæplega tvö kíló af kókaíni falin í ferðatösku sinni við komuna til Keflavíkur eftir flug frá París í Frakklandi. Styrkleiki efnanna var um 83 prósent. Hann játaði brot sitt greiðlega. Með hliðsjón af dómafordæmum þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Valencia var handtekinn við komuna til landsins þann 10. apríl með tæplega 2,9 kíló af kókaíni eftir flug frá Madrid, höfuðborg Spánar. Styrkleiki efnanna var nokkuð minni eða rúmlega fimmtíu prósent. Hann játaði brot sitt og þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Vísbendingar eru um mikla kókaínneyslu á Íslandi. Það staðfesta bæði mál á borð við þetta en sömuleiðis magn fíkniefna í frárennsli á höfuðborgarsvæðinu. Þá er skemmst að minnast stóra kókaínmálsins sem kom upp árið 2022 þegar hundrað kíló af kókaíni fundust falin í timbursendingu frá Brasilíu. Fimm hafa hlotið þunga dóma í tengslum við málið. Nú síðast var átta ára fangelsisdómur staðfestur í Landsrétti í apríl. Ekki er algilt að reynt sé að smygla kókaíni flugleiðina til Íslands. Bæði hafa innflytjendur verið gripnir glóðvolgir í Norrænu við komuna til Seyðisfjarðar og sömuleiðis hefur verið reynt að smygla fíkniefnum með skemmtiferðaskipum. Þá eru eldri dæmi um að reynt hafi verið að smygla kókaíni til landsins í skútusiglingum. Þrír danskir ríkisborgarar fengu fangelsisdóma í fyrra fyrir tilraun til að smygla um 160 kílóum af hassi til Grænlands með stoppi á Íslandi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira