„Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2025 07:02 Amorim veit að sama hvað gerist í kvöld þá verður næsta tímabil enginn dans á rósum. EPA-EFE/GARY OAKLEY Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins. Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið hörmulegt og situr liðið í 16. sæti, eitthvað sem þekktist ekki hér á árum áður. Þó gengið hafi oft á tíðum verið lélegt á undanförnum árum hefur það aldrei verið svona slakt. Það var meðal þess sem Amorim ræddi á blaðamannafundi sínum. „Við þurfum að vera spenntir og fullir sjálfstraust en við vitum af vandamálunum. Það er mikið af hlutum sem þarf að laga í félaginu okkar. Hvernig við gerum hlutina viku frá viku á Carrington-æfingasvæðinu, leikmannakaup, akademían, það er margt sem ég tel að þurfi að laga.“ „Það er erfitt að benda á einn hlut og að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál.“ „Það eru stærri hlutir sem þarf að díla við ætli þetta félag sér aftur á toppinn. Á morgun er mikilvægur dagur fyrir okkur, fyrir stuðningsfólk okkar. Sigurtilfinningin getur hjálpað okkur að framkvæmda alla þá vinnu sem við þurfum að framkvæmda. Við þurfum að gera margt í okkar félagi, að vinna úrslitaleikinn er ekki nóg.“ „Ég veit að fyrir fólki er þetta skrítið þar sem þjálfarar hér hafa tapað leikjum og verið reknir, það er erfitt að útskýra þetta,“ sagði Amorim og átti þar við að hann væri enn í starfi eftir slakan árangur síðan hann tók við fyrr á leiktíðinni. „Ég tel að fólk sjái hvað við erum að reyna gera. Ég tel að fólk sjái að ég er frekar að hugsa um félagið heldur en sjálfan mig. Stjórnin sérstaklega skilur að við erum að glíma við mörg vandamál sem gerir okkur erfitt fyrir.“ „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra það. Ég mun reyna að sýna mig og sanna fyrir stuðningsfólkinu og fyrir stjórninni en sem stendur á ég enga útskýringu fyrir ykkur. Á endanum mun koma sá tími þar sem við þurfum að vinna sama hvað.“ Úrslitaleikur Man United og Tottenham Hotspur hefst klukkan 19.00 í dag og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið hörmulegt og situr liðið í 16. sæti, eitthvað sem þekktist ekki hér á árum áður. Þó gengið hafi oft á tíðum verið lélegt á undanförnum árum hefur það aldrei verið svona slakt. Það var meðal þess sem Amorim ræddi á blaðamannafundi sínum. „Við þurfum að vera spenntir og fullir sjálfstraust en við vitum af vandamálunum. Það er mikið af hlutum sem þarf að laga í félaginu okkar. Hvernig við gerum hlutina viku frá viku á Carrington-æfingasvæðinu, leikmannakaup, akademían, það er margt sem ég tel að þurfi að laga.“ „Það er erfitt að benda á einn hlut og að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál.“ „Það eru stærri hlutir sem þarf að díla við ætli þetta félag sér aftur á toppinn. Á morgun er mikilvægur dagur fyrir okkur, fyrir stuðningsfólk okkar. Sigurtilfinningin getur hjálpað okkur að framkvæmda alla þá vinnu sem við þurfum að framkvæmda. Við þurfum að gera margt í okkar félagi, að vinna úrslitaleikinn er ekki nóg.“ „Ég veit að fyrir fólki er þetta skrítið þar sem þjálfarar hér hafa tapað leikjum og verið reknir, það er erfitt að útskýra þetta,“ sagði Amorim og átti þar við að hann væri enn í starfi eftir slakan árangur síðan hann tók við fyrr á leiktíðinni. „Ég tel að fólk sjái hvað við erum að reyna gera. Ég tel að fólk sjái að ég er frekar að hugsa um félagið heldur en sjálfan mig. Stjórnin sérstaklega skilur að við erum að glíma við mörg vandamál sem gerir okkur erfitt fyrir.“ „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra það. Ég mun reyna að sýna mig og sanna fyrir stuðningsfólkinu og fyrir stjórninni en sem stendur á ég enga útskýringu fyrir ykkur. Á endanum mun koma sá tími þar sem við þurfum að vinna sama hvað.“ Úrslitaleikur Man United og Tottenham Hotspur hefst klukkan 19.00 í dag og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira