Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2025 10:00 Leikmaðurinn sem endaði í sæti 5. grafík/sara Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 5. Guðmundur Benediktsson Lið: Þór, KR, Valur Staða: Framherji Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 1999, 2000, 2002, 2007 Bikarmeistari: 1995, 1999, 2005 Leikir: 237 Mörk: 57 Stoðsendingar: 87 Leikmaður ársins: 1999 Tvisvar sinnum í liði ársins Bronsskór: 1996 Hvort er glasið hálffullt eða hálftómt þegar litið er yfir feril Guðmundar Benediktssonar? Hann hefði auðvitað allar forsendur til að komast í fremstu röð nema eðlileg hné. En það er samt aðdáunarvert hverju Gummi áorkaði miðað við að hafa slitið krossbönd jafn oft og flestir fá flensu. Guðmundur Benediktsson fagnar marki á Meistaravöllum ásamt Ríkharði Daðasyni.kr Það eru ekki bara titlarnir, mörkin og stoðsendingarnar (þær flestu í sögu efstu deildar) heldur er það staðan sem Gummi er með hjá tveimur sigursælustu fótboltafélögum Íslands. Hann er goðsögn í KR og Val eins og húsvörðurinn á Hlíðarenda sagði þegar Stuart, hinn erkienski stuðningsmaður KR, ætlaði að snapa slag við hann í frægu atriði í Drekasvæðinu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=qVtdhKG3LuE">watch on YouTube</a> Gummi skoraði kannski aldrei meira en níu mörk á tímabili en þau voru þeim mun flottari. Utanfótarsnuddan uppi á Skaga, ótrúlega markið gegn Fram 1999, vippan gegn AIK, vinstri fótar skotið á lofti í slána og inn gegn ÍA, aukaspyrnan í Keflavík, skotið á lofti gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli og svo mætti áfram telja. Gummi gerði líka alla sem hann spilaði með betri, hvort sem þeir hétu Mihajlo Bibercic, Ríkharður Daðason, Andri Sigþórsson, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Helgi Sigurðsson eða Björgólfur Takefusa. Þeir nutu allir góðs af samstarfinu við Gumma og unnu markaskó þegar þeir spiluðu með honum. Tímabilunum 1996 og 1999 hjá Gumma hafa verið gerð góð skil. Hann var auðvitað svo rjúkandi heitur í fyrri umferðinni 96 að annað eins hefur varla sést áður en hnéð gaf sig í toppslag gegn ÍA. Hann skoraði með hægri, vinstri, skalla, beint úr aukaspyrnum og frá miðju og enginn fékk neitt við ráðið. Tímabilin 1996 og 1998 fengu tragíska endi hjá Gumma og KR en ekkert fékk þau stöðvað 1999. KR-ingar urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar á aldarafmælinu, Gummi skoraði níu mörk, var stoðsendingakóngur og valinn bestur. Eftir nokkur meh ár hjá KR fylgdi Gummi Willum Þór Þórssyni til Vals 2005. Það reyndust ein áhrifamestu félagsskipti í sögu íslenska boltans. Eftir áralangt rugl varð Valur bikarmeistari 2005 og svo Íslandsmeistari tveimur árum síðar, í fyrsta sinn síðan 1987. Gummi lék eitt ár með Val áður en hann lauk ferlinum í KR 2009. Gummi kom loks inn í byrjunarlið KR um mitt mót og sóknarleikur Vesturbæinga stökkbreyttist eftir það. KR-ingar unnu tíu af ellefu leikjum sínum í seinni umferðinni og skoruðu 35 mörk. Hvað ef Logi Ólafsson hefði sett Gumma fyrr í byrjunarliðið? Hefði titilinn, jafnvel báðir, farið í Frostaskjólið? Það fáum við aldrei að vita en Gummi endaði allavega ferilinn með flottum svanasöngi. Besta deild karla Þeir bestu Tengdar fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 23. maí 2025 10:01 Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 22. maí 2025 10:00 Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 21. maí 2025 10:00 Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 20. maí 2025 10:01 Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 19. maí 2025 10:01 Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 16. maí 2025 10:02 Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01 Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03 Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00 Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07 Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
5. Guðmundur Benediktsson Lið: Þór, KR, Valur Staða: Framherji Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 1999, 2000, 2002, 2007 Bikarmeistari: 1995, 1999, 2005 Leikir: 237 Mörk: 57 Stoðsendingar: 87 Leikmaður ársins: 1999 Tvisvar sinnum í liði ársins Bronsskór: 1996 Hvort er glasið hálffullt eða hálftómt þegar litið er yfir feril Guðmundar Benediktssonar? Hann hefði auðvitað allar forsendur til að komast í fremstu röð nema eðlileg hné. En það er samt aðdáunarvert hverju Gummi áorkaði miðað við að hafa slitið krossbönd jafn oft og flestir fá flensu. Guðmundur Benediktsson fagnar marki á Meistaravöllum ásamt Ríkharði Daðasyni.kr Það eru ekki bara titlarnir, mörkin og stoðsendingarnar (þær flestu í sögu efstu deildar) heldur er það staðan sem Gummi er með hjá tveimur sigursælustu fótboltafélögum Íslands. Hann er goðsögn í KR og Val eins og húsvörðurinn á Hlíðarenda sagði þegar Stuart, hinn erkienski stuðningsmaður KR, ætlaði að snapa slag við hann í frægu atriði í Drekasvæðinu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=qVtdhKG3LuE">watch on YouTube</a> Gummi skoraði kannski aldrei meira en níu mörk á tímabili en þau voru þeim mun flottari. Utanfótarsnuddan uppi á Skaga, ótrúlega markið gegn Fram 1999, vippan gegn AIK, vinstri fótar skotið á lofti í slána og inn gegn ÍA, aukaspyrnan í Keflavík, skotið á lofti gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli og svo mætti áfram telja. Gummi gerði líka alla sem hann spilaði með betri, hvort sem þeir hétu Mihajlo Bibercic, Ríkharður Daðason, Andri Sigþórsson, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Helgi Sigurðsson eða Björgólfur Takefusa. Þeir nutu allir góðs af samstarfinu við Gumma og unnu markaskó þegar þeir spiluðu með honum. Tímabilunum 1996 og 1999 hjá Gumma hafa verið gerð góð skil. Hann var auðvitað svo rjúkandi heitur í fyrri umferðinni 96 að annað eins hefur varla sést áður en hnéð gaf sig í toppslag gegn ÍA. Hann skoraði með hægri, vinstri, skalla, beint úr aukaspyrnum og frá miðju og enginn fékk neitt við ráðið. Tímabilin 1996 og 1998 fengu tragíska endi hjá Gumma og KR en ekkert fékk þau stöðvað 1999. KR-ingar urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar á aldarafmælinu, Gummi skoraði níu mörk, var stoðsendingakóngur og valinn bestur. Eftir nokkur meh ár hjá KR fylgdi Gummi Willum Þór Þórssyni til Vals 2005. Það reyndust ein áhrifamestu félagsskipti í sögu íslenska boltans. Eftir áralangt rugl varð Valur bikarmeistari 2005 og svo Íslandsmeistari tveimur árum síðar, í fyrsta sinn síðan 1987. Gummi lék eitt ár með Val áður en hann lauk ferlinum í KR 2009. Gummi kom loks inn í byrjunarlið KR um mitt mót og sóknarleikur Vesturbæinga stökkbreyttist eftir það. KR-ingar unnu tíu af ellefu leikjum sínum í seinni umferðinni og skoruðu 35 mörk. Hvað ef Logi Ólafsson hefði sett Gumma fyrr í byrjunarliðið? Hefði titilinn, jafnvel báðir, farið í Frostaskjólið? Það fáum við aldrei að vita en Gummi endaði allavega ferilinn með flottum svanasöngi.
Lið: Þór, KR, Valur Staða: Framherji Fæðingarár: 1974 Íslandsmeistari: 1999, 2000, 2002, 2007 Bikarmeistari: 1995, 1999, 2005 Leikir: 237 Mörk: 57 Stoðsendingar: 87 Leikmaður ársins: 1999 Tvisvar sinnum í liði ársins Bronsskór: 1996
Besta deild karla Þeir bestu Tengdar fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 23. maí 2025 10:01 Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 22. maí 2025 10:00 Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 21. maí 2025 10:00 Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 20. maí 2025 10:01 Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 19. maí 2025 10:01 Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 16. maí 2025 10:02 Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01 Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03 Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00 Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07 Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 23. maí 2025 10:01
Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 22. maí 2025 10:00
Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 21. maí 2025 10:00
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 20. maí 2025 10:01
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 19. maí 2025 10:01
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 16. maí 2025 10:02
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07
Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00